Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 27
19MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 „Hrífandi og litríkar myndir af fólki sem heyr lífsbaráttuna við grimmilegustu aðstæður.“ Daily Mail „Bóksalinn í Kabúl er ein áhrifamesta bókin í ár.“ Dag og Tid „Áleitin mynd af Afgönum, gjörólík nokkurri annarri bók um landið. Hún er heillandi lesning.“ - Sunday Times „Bókin er fantavel skrifuð, einlæg og grípandi, vekur spurningar, svarar spurningum og ber höfuð og herðar yfir aðrar bækur af þessum meiði sem ég hef lesið. ... bók sem allir hefðu gott af að lesa.“ - Friðrika Benónýs, MBL „Gríðarlega áhrifamikil bók. Það er brýn þörf á að svipta hulunni af þessum óhugnanlegu glæpum.“ - Steinunn Jóhannesdóttir höfundur Reisubókar Guðríðar amazon.fr Áhrifamiklar sögur Saga þeirra Guðríðar Ingólfsdóttur og Hebu Shahin er allt í senn, átakanleg, áleitin og æsipennandi. „Þetta er átakanleg og jafnframt þrælspennandi bók.“ - Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni „Maður svitnar alveg þegar maður les frásögnina af flóttanum, svo spennandi er hún.“ - Sirrý, Fólk á SkjáEinum „Amy TAN eins og hún gerist best“ - San Francisco Chronicle „Dóttir beinagræðarans er dýrðleg saga og gefur fyrri bókum Amy Tan síður en svo eftir.“ - Súsanna Svavarsdóttir „Samband móður og dóttur er Amy Tan hjartfólgið og hér er því lýst af samúð, glettni og djúpum skilningi ... frábær skáldsaga.“ - The Independent edda.is Komnar í kilju „Þetta er höfðingleg gjöf. Við erum mjög ánægð með að fá þessa mynd,“ segir Lárus Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, um verk sem bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney gaf safninu nú um helgina. Myndin er ein af ljósmyndum Barneys úr Cremaster 3 sýning- unni, en hún verður fyrst um sinn höfð til sýnis í húsakynnum Orku- veitu Reykjavíkur á Höfða. „Hún verður sýnd þar þangað til við erum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði okkar, sem verður á Laugavegi 26. Við erum einmitt að gera átak í safneignar- málum hjá okkur, og þessi gjöf er ágætis byrjun á því.“ Barney gaf Nýlistasafninu verk sitt við formlega athöfn á laugar- daginn í húsnæði Orkuveitunnar. Þar var enn fremur forsýnd heim- ildarmynd sem kvikmyndafélagið Lortur gerði um uppsetningu sýn- ingar hans hér í fyrra. Mikil umskipti verða í sögu Nýlistasafnsins þegar það flytur af Vatnsstígnum í nýja húsnæðið, sem er á annarri hæð hússins á Laugaveginum, fyrir ofan verslun Skífunnar. „Þetta er fimm hundruð fer- metra húsnæði og mjög gott til sýningarhalds. Við hlökkum mikið til að flytja þangað.“ Safneign Nýlistasafnsins er mikil að vöxtum og spannar samtímalistasöguna síðastliðin 25 ár. „Við eigum eitthvað af verk- um gömlu SÚMaranna, og síðan eigum við verk alveg frá fyrstu árum safnsins og fram á þennan dag. Við vorum í vandræðum með geymslu á þessu, en fengum styrk úr safnaráði í ár og erum að gera skurk í að skrá safnið upp á nýtt. Við erum að taka myndir af öllum verkunum og draumurinn er að geta gefið það út á skrá.“ ■ Fagna höfðinglegri gjöf MATTHEW BARNEY OG LÁRUS VILHJÁLMSSON Lárus þakkar Barney fyrir gjöf til Nýlistasafnsins. NÝLISTASAFNIÐ MATTHEW BARNEY ■ gaf Nýlistasafninu ljósmynd úr Cremaster 3 sýningunni. Hver? Maður með ýmis áhugamál sem hefur gaman af því að vera til og hefur góða fjölskyldu. Hvar? Ég er staddur á skrifstofu SMÁÍS að Laugavegi 182. Það er þetta glæsilega húsnæði þar sem við höfum Kauphöll- ina sem nágranna á næstu hæð fyrir ofan. Það er verst að þrátt fyrir það fæ ég engar innherjaupplýsingar. Hvaðan? Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Það er varla að ég hafi migið í saltan sjó. Hvað? Ég fer ofsalega mikið á fjöll. Ég geng mikið upp á hálendi, klifra og jeppast. Þessa dagana geri ég ívið meira af því að ganga, þar sem engin jeppi er á heimilinu. Ég er einnig í stjórn Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík. Hvernig? Ég stunda áhugamálið mikið í gegnum starf flugbjörgunarsveitarinnar og nýti tækifærið með því að fara með henni upp á fjöll. Ég fer líka mikið upp á mitt ein- dæmi. Einnig er ég leiðsögumaður í göng- um fyrir Útivist og áður en ég tók við sem framkvæmdastjóri SMÁÍS var ég fram- kvæmdastjóri Útivistar. Núna um helgina verð ég til dæmis leiðsögumaður á Jóns- messugöngu yfir Fimmvörðuháls. Sem leiðsögumaður Útivistar mun ég svo fara í fleiri göngur í sumar, þar á meðal Sveinstind-Skælingar sem er að verða ein vinsælasta gönguleiðin á Íslandi, meðfram Skaftánni að Lambaskarðshólum og Strútsstíg sem er framhald af hinni leið- inni, frá Lambaskarðshólum til Hvanngils. Hvers vegna? Þetta hefur verið áhugamál frá því ég var mjög ungur og byrjaði allt saman í skátun- um þegar ég var bara patti. Ég hef meira og minna verið uppi á fjöllum frá því ég var 13 ára. Þó ég hafi áhuga á mörgum öðrum íþróttum, eins og fótbolta, er þetta sú eina íþrótt sem ég get stundað alla ævi og get tekið alla fjölskylduna með. Hvenær? Það verða nokkrar ferðir í sumar. Næstu tvær helgar mun ég ganga yfir Fimm- vörðuháls. Hinar ferðirnar verða farnar í júlí og byrjun ágúst. Ég get ekki sagt að neinn einn tími sé bestur fyrir svona göngur. Það er þó oft gott að ganga yfir hásumarið. Annars finnst mér septem- ber vera vanmetinn mánuður. Þá losnar maður við mesta túrismann og veðrið er oft ansi gott. PERSÓNAN HALLGRÍMUR KRISTINSSON Er MBA og framkvæmdastjóri SMÁÍS sem kærði vefsíðuna dvdmyndir.com fyrir að selja sjóræningjaútgáfur af DVD-myndum. Vefsvæðinu hefur verið lokað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.