Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 16
Hallur í Álverið
Í byrjun þessa árs auglýsti Álverið í
Straumsvík (Alcan á Íslandi) eftir „áhuga-
sömum og hæfum einstaklingi“ til að rita
sögu félagsins. Var það gert í tilefni af því
að senn eru liðin fjörutíu
ár frá því að fyrirtækið
hóf fyrst starfsemi hér
á landi. Óvenjulegt er
að fyrirtæki auglýsi
eftir söguritara með
jafn áberandi hætti
og þarna var gert.
Sagnfræðinga-
félagið veitti
auglýsingunni
athygli og mun
hafa hvatt fé-
lagsmenn sína
til að bera sig eftir verkefninu, enda væri
um áhugavert efni að ræða og ekki spillti
fyrir að jafn öflugt fyrirtæki væri ólíklegt
til að skera ritlaun við nögl. Nú hafa
stjórnendur Álversins gert upp hug sinn.
Fyrirtækið taldi söguritunina ekki við
hæfi sagnfræðings heldur fagmanns
með aðra hæfileika. Réð það Hall Halls-
son til verksins. Hann hefur áður skrifað
fyrirtækjasögu, sögu Olís, sem út kom
fyrir tveimur árum.
Bensín og samkeppni
Víða um bæ velta menn fyrir sér sam-
keppni olíufyrirtækja á bensínmarkaði. Á
landsbyggðinni er þungt í fólki hljóðið og
halda því sumir fram að landsbyggðar-
fólk niðurgreiði bensín borgarbúa vegna
samkeppni sem þar ríkir. Hvað sem satt
og rétt er í þeim efnum leynir verðmun-
urinn sér ekki, en hann er sagður allt að
því 20 prósent á því sem ódýrast er á
höfuðborgarsvæðinu og svo aftur á fjar-
lægum stöðum úti á landi. Höfuðborgar-
búar geta þó líka látið bensínverðið fara
í skapið á sér og fjargviðrast sumir á
þeim mun á bensínverði sem er á milli
Reykjavíkur og Kópavogs. Þar tala sumir
um að ef fara þurfi yfir lækinn hvort eð
er til að ná sér í eldsneyti, þá sé nokkuð
ljóst að kaupin verði gerð hjá þeim olíu-
salanum sem stuðlar að samkeppninni.
Skipti þá litlu
máli hvort
eitthvert „gömlu“ olíufé-
laganna bjóði 10 aurum
betur á hvern bensínlítra
sem keyptur er.
Nú eru 2.512 ár liðin frá því
maður að nafni Kleisthenes
knúði fram breytingar á stjórn-
skipun í Aþenu. Ekki er vitað
hvað Kleisthenes kallaði hið
nýja stjórnarform en nafnið
lýðræði festist við það. Eðli
þessa stjórnarforms hefur
komið til tals á Íslandi síðustu
vikur í tilefni af ákvörðun for-
seta landsins um að almenning-
ur fái að ráða því hvort tiltekin
lög samin af ríkisstjórn og sam-
þykkt af Alþingi öðlist gildi.
Fáir af spekingum Grikkja
voru hrifnir af lýðræðinu sem
lifði heldur ekki mjög lengi.
Lýðræði var líka almennt fyrir-
litið stjórnarform í langt yfir
tvö þúsund ár eða þar til nokkuð
nýverið. Áratugum eftir að lýð-
veldi var stofnað í Bandaríkjun-
um hafði hugtakið lýðræði til að
mynda neikvæða merkingu og
var oftar notað af þeim sem vör-
uðu við því að lýðurinn fengi að
ráða en þeim sem mæltu með
slíku. Margir þeirra evrópsku
hugsjónamanna sem nú eru
taldir á meðal feðra lýðræðisins
voru líka miklir efasemdamenn
um þetta stjórnarform. Þeir
börðust fyrir frelsi, ekki lýð-
ræði, en töldu hins vegar að
frelsið yrði best tryggt með því
að fulltrúar eignamanna mynd-
uðu þing sem gætu sett valdhöf-
um stólinn fyrir dyrnar. Þannig
urðu til þing og smám saman
þróaðist þingræði sem fólst í því
að valdamenn urðu að hafa
meirihluta þingmanna með sér.
Það lýðræði sem festi rætur á
Vesturlöndum var alls ekki
sama fyrirbærið og lýðræðið
sem Kleisthenes og eftirmenn
hans komu á í Aþenu. Lýðræði
Grikkja snerist um beina þátt-
töku frjálsra karlmanna í stjórn
ríkisins. Lýðræði á Vesturlönd-
um hefur ekki snúist um stjórn
fólksins heldur um að fólkið
velji þingmenn sem velja síðan
stjórnendur.
Mér duttu þeir Kleisthenes
og Ólafur Ragnar samtímis í
hug um daginn þegar ég sat í
leigubíl í einu af ríkjunum sem
nýverið gengu í Evrópusam-
bandið. Það hagar þannig til um
austanverða álfuna, eins og
margir íslenskir ferðamenn
kannast við, að stór hluti leigu-
bílstjóra leggur metnað sinn í að
svindla sem mest á ferðamönn-
um enda eru taxtarnir lágir og
ferðamenn yfirleitt stöndugri
en heimamenn. Þetta er því
frekar saklaus íþrótt og yfirleitt
er hægt að semja um sann-
gjarna niðurstöðu leiksins. Einn
af ósvífnustu bílstjórunum sem
keyrðu mig í þessari ferð reyndi
hins vegar að vinna fyrir sínu
svikna kaupi með því að fræða
mig um pólitíkina í landi sínu á
meðan hann fitlaði við gjald-
mælinn. „Það hefur ekkert
breyst síðan kommúnisminn
hrundi,“ sagði hann, „nema nú
fáum við að velja valdamenn-
ina“. Mér þóttu þetta nokkuð
merkilegar breytingar en hann
var á annarri skoðun. „Við fáum
að velja“, sagði hann, „en þeir fá
að ráða.“
Það er líklegt að Kleisthenes
hafi verið meiri stjórnmálamað-
ur en hugsuður en margir sam-
tímamenn hans og eftirkomend-
ur í Aþenu hefðu tekið undir
með leigubílstjóranum og sagt
að lýðræði snerist um stjórn
fólksins en ekki val á stjórnend-
um. Fáir í þeim hundrað kyn-
slóðum sem síðan hafa gengið í
heiminum hefðu hins vegar sýnt
þessari röksemd nokkra samúð.
Orðið lýðræði varð ekki vinsælt
í heiminum fyrr en búið var að
breyta merkingu þess.
Heimspekingar Grikkja
ræddu oft um lýðræði útfrá
tveimur hugtökum; frelsi og
jafnrétti. Útfrá nútímaskilningi
á þessum hugtökum réði jafn-
rétti í Aþenu, þ.e.a.s. jafnrétti á
meðal frjálsra karlmanna, en
frelsið var víkjandi. Allir fengu
tækifæri til að stjórna öllum en
frelsi hvers og eins var ekki að
fullu varið. Í lýðræði samtímans
hefur frelsið orðið ofaná en
jafnrétti hins beina lýðræðis
hefur horfið. Fyrir þessu eru
auðvitað gildar sögulegar
ástæður.
Nú eru hins vegar breyttir
tímar. Í þróaðri samfélögum
ætti ótti manna við óábyrgar
ákvarðanir fátækra og illa upp-
lýstra manna að hafa þokað.
Áhugi manna á beinu lýðræði
með þjóðaratkvæðagreiðslum
hefur líka víða farið vaxandi á
síðustu árum enda sjá menn að
hvorki frelsi einstaklinga né
góðum siðum er ógnað með
aukinni þátttöku almennings í
stjórn samfélagsins. Það sem
stendur í vegi aukins lýðræðis í
þróuðu og upplýstu samfélagi
eins og því íslenska er hvorki
áhugaleysi né ábyrgðarleysi al-
mennings heldur staðnaður
hugmyndaheimur stjórnmál-
anna. Lýðræði er hin háleitasta
hugsjón, rétt eins og frelsi og
jafnrétti. Þingbundin stjórn er
hins vegar ekki hugsjón heldur
tæknileg aðferð við að leysa úr
þeirri spennu sem ríkir á milli
frelsis, jafnréttis og lýðræðis.
Upplýst og velmegandi þjóð
getur stundum leyst betur úr
þeirri spennu milliliðalaust. ■
E kkert mælir því í mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjunnæsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lögum fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að
koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða
ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í emb-
ætti hæstaréttardómara.
Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra
þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr.
Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa
þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og
síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að
vera?
Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraemb-
ætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill
væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun
hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum
um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt
lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur.
Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist
formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar
Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga
sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og
tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr
honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma – ekki síst
Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna
landsins.
En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að
ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafn-
framt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti
valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé
hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en
tengsla.
Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vin-
sælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir.
Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð
réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú
spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í
hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis.
Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við
skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp
komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikregl-
urnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar. ■
23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Ástæða er til að breyta reglum um skipun hæsta-
réttardómara til að taka af öll tvímæli um að hæfni
umsækjenda ráði úrslitum um valið.
Val á dómurum
í Hæstarétt
Úr stöðnuðum hugmyndaheimi
ORÐRÉTT
Sumir láta bara ekki segjast
Það er reynt að benda hesta-
mönnum á réttar leiðir. Allt er
reynt til að komast hjá vandræð-
um. Það er mjög einfalt að vísa
fólki á rétta leið.
Guðrún Kristinsdóttir, yfirlandvörð-
ur á Þingvöllum.
DV 22. júní.
Enginn ófínni en annar
Sú aðgreining á milli hefðbund-
innar menningar og dægurmenn-
ingar, sem áður fyrr einkenndi
menningarlífið, hefur smátt og
smátt verið að hverfa. Þetta hefur
verið að gerast með mjög skýrum
hætti í myndlist, leiklist, tónlist,
bókmenntum og fleiri sviðum
menningar síðustu áratugi.
Morgunblaðið 22. júní.
Sussað á hvolpana
Ég hef bara gaman af þessu og er
stoltur af minni vinnu. Þetta unga
fólk virðist illa fylgjast með og
ekki vita hvað menn eru að gera.
Þess utan starfar Sjálfstæðisflokk-
urinn ekki eftir forskrift
Heimdalls.
Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, um að vera í botn-
sætinu í „frelsismælingu“ Heimdellinga.
DV 22. júní.
Er þetta nú til fyrirmyndar?
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur
beitt sér fyrir jafnrétti kynj-
anna með því verkefni, sem
gengur undir nafninu „Fyrir-
myndarfélag ÍSÍ,“ sem felur
það meðal annars í sér að jafn-
rétti sé í heiðri haft í starfsemi
viðkomandi íþróttafélags eða
deildar.
Ellert B. Schram, forseti Íþróttasam-
bands Íslands, skrifar um íþróttir
kvenna og segir skarðan hlut kvenna-
fótbolta skrifast á Knattspyrnusam-
band Íslands.
Morgunblaðið 22. júní.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunn-
laugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins
ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunn-
ugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og
vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir
meðal dómaranna.
,,
STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is
SUMARTILBOÐ!!!
ÞJÓÐLAGAGÍTAR
MEÐ POKA
KR. 14.900.-
KASSAGÍTAR
FRÁ KR. 9.900.-
MEÐ POKA!!!
RAFMAGNSSETT: KR. 25.900.-
TROMMUSETT: FRÁ KR. 54.900.-
(RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - POKI - KENNSLUBÓK -
STILLIFLAUTA - GÍTARNEGLUR OG 2 SNÚRUR!!!!)
gitarinn@gitarinn.is
GÍTARINN EHF.
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Í DAG
LÝÐRÆÐIÐ
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Það sem stendur í
vegi aukins lýðræðis
í þróuðu og upplýstu sam-
félagi eins og því íslenska er
hvorki áhugaleysi né
ábyrgðarleysi almennings
heldur staðnaður hug-
myndaheimur stjórnmál-
anna. Lýðræði er hin há-
leitasta hugsjón, rétt eins
og frelsi og jafnrétti.
,,
degitildags@frettabladid.is