Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 2
2 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR FRAMHALDSNÁM Alls hafa 6.606 nemendur sótt um innritun í fram- haldsskóla á næstu haustönn sem eru um 700 fleiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Aðstoðarmaður menntamálráðherra segir í fjar- veru hans að allir sem komi beint úr grunnskólum landsins fái að stunda nám í framhaldsskóla óski þeir þess. Um 400 milljónir þurfi til að brúa bilið á ársgrundvelli og niðurstaða funda ráðuneyta sé að vænta í vikunni. Formaður félags íslenskra framhaldsskóla segir að sjá hefði mátt vandann fyrir. Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamálaráðherra, segir að aukafjárveiting verði að koma til svo nýnemarnir fái allir skólapláss að hausti. „Fjármála- og menntamálaráðuneytin eru að ræða þessi mál og þetta verður leyst,“ segir Steingrímur. „Það er stefnt að því að tryggja að allir þeir sem komi upp úr grunnskólunum fái vist í framhaldsskóla. Það hefur alltaf staðið til.“ Steingrímur segir að ekki sé hægt að lofa hverjum og einum nemanda um skólavist sem gert hafi hlé á námi í framhaldss- kólum en vilji halda því áfram. Það verði þó reynt. Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður félags íslenskra framhalds- skóla, segir stöðuna óþægilega. „Fyrst og fremst er þetta hræði- lega óþægileg staða fyrir krakk- ana og foreldra þeirra að eiga ekki trygga skólavist og kannski ekki mikla von um hana heldur,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Það verð- ur mjög erfið staða fyrir þá sem vilja taka upp þráðinn aftur og ég veit ekki hvernig það fer.“ Ingibjörg segir málið snúast um peninga, en fullur vilji sé til að leysa það. „Hingað til höfum við alltaf talað þannig að allir ættu að komast í framhaldss- kóla.“ Ingibjörg segir að nú sé í fyrsta sinn rætt um að það sé ekki sjálfsagt: „Á að taka upp skólagjöld í Háskólanum eða ekki? Á að taka upp skólagjöld í framhaldsskólanum eða ekki? Þetta er nýtt hjá okkur. Við eig- um að veita okkur, allri þjóðinni, þann munað að það sé sjálfsagð- ur kostur allra að mennta sig. Við eigum að borga fyrir það af skatttekjum því það skilar sér í aukinni hagsæld.“ gag@frettabladid.is „Nei, ég treysti mér ekki að feta í fótspor hennar.“ Óttarr Proppé er starfsmaður í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi en þar hófst sala á ævi- sögu Bills Clinton í gær. Þegar fimmta bókin um Harry Potter kom í sölu hér á landi skrýddist Óttarr búningi galdrastráksins. SPURNING DAGSINS Óttarr, ætlarðu að klæða þig eins og Monica Lewinsky núna? INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Segir alltaf stærra hlutfall nemenda vilja fara í framhaldsskóla. „Brottfallið hefur minnkað þannig að framhaldsskólarnir eru með svo marga nemendur fyrir. Þess vegna er svo erfitt að taka við svona risastórum nýjum árgangi.“ EFNAHAGSMÁL Launavísitala í maí hækkaði um 0,8 prósent frá því í apríl. hækkað um 4,6 prósent á ársgrundvelli. Á sama tíma hefur verbólgan mælst 3,2 prósent. Launahækkanir hafa því rétt ríf- lega haldið í við verðbólguna. Kaupmáttur launa hefur hækkað um 1,35 prósent á tímabilinu. Greining KB banka segir að ætla megi að hækkun launavísi- tölu eigi rætur í samningsbundn- um hækkunum. Sé það rétt og ekki gæti launaskriðs megi búast við að heldur dragi úr hækkun vísitölunnar á næstunni. Búast má við að verðbólga geti farið yfir þolmörk Seðla- bankans sem eru fjögur pró- sent. Gerist það og launaskrið fylgir ekki með, þá má búast við að kaupmáttur rýrni á næst- unni. Greining KB banka segir að fara verði aftur til upphafs ársins 2002 til þess að finna jafn hægan vöxt kaupmáttar. Hækk- un launa var þá töluverð, en verðbólguskot át upp kaupmátt launa á tímabilinu. ■ Launavísitalan og kaupmátturinn: Verðbólgan nartar í kaupmáttinn HÆKKUNIN RÝRNAR Laun hafa hækkað um 4,6 prósent síðasta árið, en vaxandi verðbólga dregur úr vexti kaupmáttar. Svo gæti farið að kaupmáttur rýrnaði á næstu mánuðum. ÚR NÓA ALBÍNÓA Samningur um framleiðslu á norrænu efni fyrir kvikmyndahús og sjónvarp hefur verið endurnýjaður til ársins 2009. Styrkja menningu: Samningur endurnýjaður KVIKMYNDIR Um 700 milljónum ís- lenskra króna verður úthlutað ár- lega til framleiðslu á efni fyrir kvikmyndahús og sjónvarp úr sameiginlegum sjóði Norður- landa. Norræna ráðherranefndin ásamt norrænu kvikmyndastofn- unum og sjónvarpsfyrirtækjum stendur straum af kostnaðinum. Nýr samningur var undirritaður á fundi menningarmálaráðherra Norðurlanda í Reykjavík 9. júní. Samningurinn gildir í fjögur ár frá árinu 2005. Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamála- ráðherra, segir að einkareknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda hafi gefið í skyn fyrr á árinu að þær hefðu ekki hug á að taka áfram þátt í samstarfinu en hafi að lokum ákveðið áframhaldandi þátttöku. ■ Nýútskrifaðir öruggir um vist Staða nemenda sem gert hafa hlé á framhaldsmenntun sinni en vilja komast aftur að er óljós. Alls hafa 6.606 nemendur sótt um nám í fram- haldsskóla á næstu haustönn sem er um 700 fleiri en fjárveiting leyfir. Kapphlaupið um Londis: Tilboð Íranna samþykkt VIÐSKIPTI Mikilll meirihluti eigenda verslunarkeðjunnar Londis sam- þykkti tilboð írsku matvörukeðjunn- ar Musgrave. Þar með er lokið kapphlaupi um félagið sem margir hafa sýnt áhuga. Meðal þeirra sem vildu kaupa keðj- una var félagið Lancelot sem KB banki fjármagnaði. Af þeim kaupum verður því ekki. KB banki vinnur einnig að kaup- um á kvikmyndahúsakeðjunni Od- eon. Ekki er en ljóst hver niðurstað- an verður þar, en þar eru möguleik- arnir taldir mun meiri en í tilfelli Londis. ■ Réttarhöldum yfir Dutroux lokið: Lífstíðar- fangelsi BELGÍA, AP Stærsta réttarhaldi í sögu Belgíu lauk í gær þegar dómstóll tólf manna dæmdi Belgann Marc Dutroux til lífstíðarfangelsis fyrir að ræna, nauðga og myrða ungar stúlk- ur. Réttarhöldin hafa staðið yfir síð- an í byrjun mars og hafa fá mál ver- ið umtalaðri í Belgíu. Í síðustu viku var Dutroux einnig dæmdur fyrir að leiða hóp manna sem rændi og nauðgaði hóp stúlkna á síðasta ára- tug. Dómstóllinn setti ennfremur þann varnagla að eigi Dutroux möguleika á náðun í framtíðinni geta yfirvöld sjálfkrafa skipað hann í tíu ára varðhald til viðbótar. ■ LÍFSTÍÐARDÓMUR Belginn Dutroux dæmdur í lífstíðarfangelsi. Líkfundur á Þingeyri: Líklega slys LÖGREGLUMÁL Lík af eldri manni fannst á floti í höfninni við Þing- eyri um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Fóru lögreglumenn strax á vettvang ásamt rannsóknarlög- reglumanni frá Ísafirði og stóð rannsókn enn yfir þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Ekkert benti þó til annars við fyrstu sýn en að um slys hafi verið að ræða en við- komandi gerði út bát frá staðnum. BORGARMÁL Á fundi borg- arráðs í dag voru lagðar fram tillögur að stofnun fimm þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar, stofnun sérstaks síma- vers og um stóraukna rafræna stjórnsýslu. Í fréttatilkynningu frá borgaryfirvöldum kemur fram að ný stefna borgar- innar hvíli á þremur stoð- um; þjónustumiðstöðum í hverfum, símaveri með einu símanúmeri og öfl- ugum vef Reykjavíkur- borgar. Lykilhugtök hinnar nýju stefnu borgaryfirvalda sem kynnt var í dag eru þjónusta, hagkvæmni og samstarf. Þórólfur Árna- son borgarstjóri segir markmiðið með þessum breyt- ingum að efla nær- þjónustu við íbú- ana. „Ég sé gífur- leg tækifæri í í því að efla þjónustuna með þessum sam- tvinnaða hætti,“ sagði Þórólfur. Hann sagði áætlað- an stofnkostnað vegna breyting- anna nema um 200 milljónum króna en á móti kæmu hagræðing- aráhrif sem næmu 1% af rekstrarkostnaði. Vilhjálmur Þ. V i l h j á l m s s o n , oddviti borgar- s t j ó r n a r f l o k k s s j á l f s t æ ð i s - manna, segir að ekki hafi verið sýnt fram á að þjónustan batni við breytinguna. „Þetta eru sýndartillögur,“ segir Vilhjálmur. „Það er verið að splundra þeim þætti í þjónustu og stjórnsýslu borgarinnar, sem hingað til hefur verið fram- kvæmdur með ágætum hætti. Þeir starfsþættir sem flytja á frá Félags- þjónustunni og ÍTR verða í meginatriðum áfram á nú- verandi stað í viðkomandi hverfum og því ranghermi að segja að verið sé að stofna þjónustumiðstöðv- ar,“ sagði Vilhjálmur. ■ ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Ég sé gífurleg tækifæri í í því að efla þjónustuna með þessum samtvinnaða hætti. Endurskipulagning á þjónustu Reykjavíkurborgar: Þjónustan hvíli á þremur stoðum VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON „Þetta eru sýndartillögur,“ segir oddviti sjálfstæðismanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.