Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 33
Þrátt fyrir að laxveiðiárnar margar hverjar séu hálf ræfilslegar þessa dagana lætur laxinn það ekki aftra sér frá því að mæta í þær. Góður gangur hefur verið víða, þar sem hefur verið opnað fyrir veiðimenn. Í gær byrjaði veiðin í Grímsá í Borgarfirði, þar sem Hreggnasi skrifaði undir samning við bændur til næstu þriggja ára fyrir sköm- mu. Þeir byrja með veiðina næsta sumar en samningurinn hljóðar upp á um 120 milljónir til þriggja ára. „Við fengum 5 laxa, grálúsuga, á fyrsta deginum og það var mikið af fiski neðarlega í ánni. Ég hef sjaldan séð svona mikið líf svona snemma í Korpu,“ sagði Jón Þ. Júl- íusson, en Korpa var opnuð með miklum látum. „Það veiddist 21 lax í fyrsta hollinu og veiðimenn sem ég hitti í næsta holli á eftir voru komnir með 8 laxa,“ sagði Ingvar Ingvars- son á Múlastöðum er við spurðum um byrjunina í Flókadalsánni en veiðin byrjaði glæsilega í ánni. „Ég og konan mín Guðrún Sig- urðardóttir veiddum 8 laxa og hún veiddi 13 punda fisk í Húnafossin- um á maðkinn. Þetta var hörkubar- átta í laxinum og konunni tókst að landa honum eftir mikla baráttu. Það eru komnir laxar víða um ána,“ sagði Ingvar að lokum. Byrjunin hefur verið mjög góð í Kjarará en það veiddust 20 laxar í fyrsta hollinu og það var Bubbi Morthens sem veiddi stærsta fisk- inn en sleppti honum aftur, 20 punda fiski. Góð silungsveiði hefur verið víða um land, en veiðin byrjaði fyrir fáum dögum á Arnarvatns- heiði og þar fóru margir til veiða á fyrstu dögum tímabilsins. „Við vorum að koma úr Hlíðar- vatni í Kolbeinsstaðahreppi og við fengum 17 urriða, þeir stærstu voru kringum 3 pundin,“ sagði Kristján Finnur Sæmundsson, en hann var einn af þeim mörgu sem renndu fyrir silung um síðustu helgi. Veiðimenn sem voru við veiðar í Oddastaðavatni fyrir skömmu veiddu vel af fiski og nokkrir voru vel vænir. ■ 25MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. ■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST Sharon Osbourne, umboðsmaður og eiginkona rokkarans Ozzy Osbour- ne, var á dögunum valin „mikilvæg- asta persóna rokksins“ af lesendum tónlistarblaðsins Kerrang!, sem er vinsælasta rokkrit Breta. Hún er heilinn á bak við raun- veruleikaþáttinn The Osbournes sem halaði inn 85 milljónir punda fyrir fjölskylduna, samkvæmt The Daily Mirror. Kölski var í öðru sæti, strax á eftir Sharon, og var sú ástæða gefin að „Satan semur snjöllustu slagar- ana“. ■ Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar sér að gera þriðju myndina í Kill Bill bálknum. Fyrstu tvær myndirnar hafa notið mikilla vin- sælda en ekki var talið að þriðja myndin yrði nokkurn tímann gerð. „Ég hef í hyggju, ekki strax heldur eftir svona 15 ár, að gera þriðju myndina í bálknum,“ sagði Tarantino í viðtali vegna frumsýn- ingar Kill Bill Vol. 2 á Spáni í næsta mánuði. Hann sagði að þriðja myndin muni fjalla um stúlkuna Nicky, dóttur leigumorð- ingja sem persóna Umu Thurman myrti í hefndarför sinni. Tarantino segist hafa sett markið hátt þegar hann tók upp fyrstu tvær myndirnar. „„Gott“ hefði ekki verið nógu gott fyrir mig og vel gert hefði verið móðg- un. Ég gerði myndirnar til að geta búið til einhver mestu hasaratriði sem nokkurn tímann hafa verið gerð,“ sagði hann. Tarantino við- urkennir einnig að ofbeldi geti dá- leitt aðdáendur. „Það er ein ástæða þess að það kemur svo vel út á stóru tjaldi. Ég hef alltaf sagt að Thomas Edison hafi fundið upp kvikmyndavélina til að sýna fólk drepa og kyssa.“ ■ Stúlknahljómsveitin Destiny’s Child kemur aftur saman næsta haust eftir tveggja ára hlé. Þær stöllur Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams eru um þessar mundir að vinna að nýrri plötu sem á að koma út í nóvember. Að sögn Matthew Knowles, föður Beyoncé og umboðsmanns sveitarinnar, hefur hún aldrei hljómað betur. „Ég hlustaði á fyrstu upptökurnar og þær voru frábærar,“ sagði hann. „Það er gaman að þær séu að byrja aftur á svona jákvæðum nótum. Við gerð- um sex til sjö ára áætlun og að fara hver í sína átt var hluti af henni. Það er ekki hægt að gefa út plötu með Destiny´s Child á hverju ári.“ Eftir að síðasta plata sveitar- innar, Survivor, kom út árið 2001 hafa allar stúlkurnar gefið út sóló- plötur, en með mismunandi ár- angri. Beyoncé hefur átt bestu gengi að fagna og hefur plata hennar, Crazy in Love, selst í milljónum eintaka. ■ SHARON OSBOURNE Mikilvægasta persóna rokksins samkvæmt rokktímaritinu Kerrang! Sharon mikilvægust í rokkinu MÁLIN RÆDD Við Andakílsá í Borgarfirði á silungasvæðinu fyrir fáum dögum en veiðimenn hafa verið að tína þar upp ágæta silunga síðustu daga. Veiðin byrjaði feiknavel í Korpu og Flókadalsá Mynd um Presley Ný heimildarmynd um rokkkóng- inn sjálfan, Elvis Presley, verður gefin út árið 2007 í tilefni þess að þrjá- tíu ár verða þá lið- in frá dauða hans. Í myndinni, sem verður í anda The Beatles Anthology sem kom út fyrir nokkrum árum, verða sýndar myndir sem aldrei áður hafa komið fyrir augu al- mennings. Presley var 42 ára þeg- ar hann lést á heimili sínu þann 17. ágúst 1977. ■ KILL BILL Uma Thurman í hlutverki Brúðarinnar í Kill Bill. Quentin Tarantino ætlar að gera þriðju myndina í seríunni. Tarantino vill gera Kill Bill 3 Destiny´s Child saman á ný BEYONCÉ KNOWLES Beyoncé gaf út sólóplötuna Crazy in Love sem hefur notið mikilla vinsælda. Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum fær allt að 36 þús- und krónum í verðlaun fyrir að hafa hendur í hári áhorfenda sem laumast til að taka upp myndirnar á stafrænar vélar. Verðlaunin eru liður í herferð kvikmyndaframleiðenda til að stöðva sjóræningjaútgáfur á myndum sem kosta kvikmynda- iðnaðinn hundruð milljóna króna á hverju ári. Flestar myndirnar fara beint á Netið þar sem hver sem er getur hlaðið þær inn í tölv- una sína og afritað á DVD-disk, oft áður en myndin fer í bíó í heimalandinu. Til að mynda lögðu Kvikmyndasamtök Bandaríkj- anna hald á 52 milljónir DVD- mynda og aðrar ólöglegar afritan- ir á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að grípa bíóþjófa glóð- volga því sumt starfsfólk hefur notað nætursjónauka til að koma auga á þá. Einnig hefur verið leit- að í töskum áhorfenda fyrir for- sýningar auk þess sem málmleit- artæki hafa verið notuð til að koma auga á myndavélarnar. ■ HARRY POTTER Margir áhorfendur hafa eflaust verið gripn- ir glóðvolgir við að taka upp nýjustu myndina um galdrastrákinn Harry Potter. Verðlaun fyrir að ná bíóþjófum ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.