Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 29
21MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 2122 23 24 25 26 Miðvikudagur JÚNÍ Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill kælibox í bíla • línuskautar hlaupahjól og margt, margt fleira! Glæsilegir vinningar C-RIÐILL Ítalía – Búlgaría 2–1 0–1 M. Petrov, víti (45.), 1–1 Perrotta (48.), 2–1 Cassano (90.) Svíþjóð – Danmörk 2–2 0–1 Tomasson (28.), 1–1 Larsson, víti (47.), 1–2 Tomasson (66.), 2–2 Jonsson (89.). STAÐAN Í RIÐLINUM Svíþjóð 3 1 2 0 8–3 5 Danmörk 3 1 2 0 4–2 5 Ítalía 3 1 2 0 3–2 5 Búlgaría 3 0 0 3 1–9 0 ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Svíþjóð– (1. sæti í D.) lau. 26. jún 18.45 Tékkland – Danmörk sun. 27. jún 18.45 ■ STAÐA MÁLA ■ ■ LEIKIR  19.15 KA og Fylkir mætast á Akureyrarvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 Keflavík og ÍA mætast á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 FH og Grindavík mætast í Kaplakrika í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 Víkingur og ÍBV mætast á Víkingsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Svía og Dana í C-riðli EM í fótbolta sem fram fór í gær.  14.30 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Ítala og Búlgara í C-riðli EM í fótbolta sem fram fór í gær.  16.30 Spurt að leikslokum á RÚV.  16:45 Olíssport á Sýn.  18.00 EM í fótbolta á Sýn. Bein út- sending frá leik Hollendinga og Letta í D-riðli EM í fótbolta.  18.30 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Þjóðverja og Tékka í D-riðli EM í fótbolta.  21.00 US PGA Tour 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.40 Spurt að leikslokum á RÚV.  23.15 EM í fótbolta á Sýn. Útsend- ing frá leik Hollendinga og Letta í D-riðli EM í fótbolta.  23.15 Fótboltakvöld á RÚV.  23.35 EM í fótbolta á RÚV. Út- sending frá leik Hollendinga og Letta í D-riðli EM í fótbolta. ■ FÓTBOLTI SAEZ ÁFRAM Inaki Saez, þjálfari spænska landsliðsins ætlar ekki að hætta, þrátt fyrir mikla pressu frá spænsku þjóðinni. Enn einu sinni beið Spánn afhroð á stórmóti og voru margir sem kröfðust afsagnar Saez, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samn- ing við Spán rétt fyrir EM. „Ég ætla að halda áfram og næsta áskorun er að komast beint á HM 2006.“ BARCELONA VILL LARSSON Tals- maður frá Barcelona staðfesti loksins í gær að liðið hefði áhuga á því að fá Svíann Henrik Larsson til félagsins. „Þegar hann lýkur keppni á EM munum við bjóða honum tveggja ára samning,“ staðfesti talsmaðurinn. EM Í PORTÚGAL Ítalir gerðu allt sem í valdi þeirra stóð til að komast áfram í 8-liða úrslit Evr- ópukeppninnar og sigruðu Búlgara 2-1. Þeim til mikillar gremju fór leikur Dana og Svía á þann eina veg sem þýddi að Ítal- ir kæmust ekki áfram, eða 2-2 jafntefli. Þrátt fyrir sín fimm stig og að hafa ekki tapað leik í keppninni sitja Ítalir eftir með sárt ennið. Áfallið er mikið fyrir ítölsku þjóðina sem og ítalska knattspyrnu og kom það ekki á óvart þegar tár sáust falla á meðal ítölsku leikmannanna að leik loknum. „Við berum höfuðið hátt þótt við séum á leið heim því við átt- um sigurinn skilið í leiknum gegn Svíum,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Ítala, eftir leikinn, en búast má við því að hann verði harðlega gagnrýndur á næstu dögum fyrir slaka frammistöðu Ítala í keppninni. Sigurinn hjá Ítölum var ekki auðfenginn, því þótt Búlgarar hafi fyrirfram ekki átt neina möguleika á að komast áfram var eingöngu spilað upp á heið- urinn og börðust þeir grimmi- lega gegn nokkuð breyttu liði Ítala. Mjög óvænt náðu þeir forystu með marki Martin Petr- ov úr vítaspyrnu á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks, en það voru ekki nema þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Simone Perrotta jafnaði leikinn eftir þunga sókn. Síðan var blásið til stórsóknar af hálfu Ítala, enda kom ekkert nema sigur til greina hjá þeim ef þeir ætluðu sér áfram. Eftir því sem á leið jókst sóknarþunginn en lítið gekk. Þar að auki var dómarinn ekki hlið- hollur Ítölum og var augljósri vítaspyrnu sleppt þegar skammt var eftir. Það var síðan ekki fyrr en eftir hefðbundinn leiktíma sem Antonio Cassano tryggði Ítölum sigurinn, Ítalir réðu sér vart af kæti og allt vitlaust á vellinum. Í miðjum fagnaðar- látunum fengu þeir síðan fregn- ir af því að Svíar hefðu jafnað gegn Dönum og var þá gleðin ekki lengi að breytast í martröð. Ítalir áttu engan möguleika á að komast áfram þar sem innbyrðis markatala Svía og Dana yrði ávallt betri en þeirra. ■ Mikil dramatík í lokaleikjum C-riðils á EM: Ítalir sátu eftir með sárt ennið Samsæri? Bæði Danir og Svíar komust áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli í gærkvöld. Ítalir eru æfir og saka liðin um samsæri. EM Í PORTÚGAL Mattias Jonson reynd- ist hetja Svía þegar hann skoraði annað mark liðsins á síðustu mín- útu leiksins gegn Dönum í gær- kvöld og jafnaði leikinní 2-2. Þýddu þau úrslit að báðir frændur okkar Íslendinga af Norðurlöndunum komast áfram, hvernig sem leikur Ítala og Búlgara færi. Ítalir urðu æfir, sökuðu þjóðirnar um samsæri og að úrslitin hefðu verið ákveðin fyrirfram „Það liggur enginn vafi á því að bæði lið stefndu á jafntefli í leikn- um. Það sést einfaldlega á því hvernig leikurinn þróaðist. En óhagganleg sönnunargögn fyrir því er erfitt að finna,“ sagði Franco Carraro, forseti ítalska knatt- spyrnusambandsins, í leikslok. Carraro var fokreiður og sakaði ná- grannaþjóðirnar um samsæri. Morten Olsen, þjálfari Dana, vísaði ásökunum Carraro algjörlega á bug. „Það er jafn fáránlegt og það er barnalegt að halda það,“ sagði Olsen. „Allir sem sáu þennan leik vita að bæði lið léku til sigurs.“ Eins og áður segir bauð gær- kvöldið upp á dramatík eins og hún gerist best, því hefði Jonson ekki náð að jafna metin hefðu Svíar setið eftir á kostnað Ítala, sem tryggðu sér sigur gegn Búlgörum - einnig með marki á síðustu mínút- unni. Það voru því bæði liðin á vell- inum sem fögnuðu í leikslok enda búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum EM. Úrslitin þýða jafn- framt að Svíar hafna í efsta sæti riðilsins og mæta annaðhvort Þýskalandi eða Hollandi í 8-liða úr- slitum, en hvor það verður kemur í ljós í kvöld. Dönum bíður hinsvegar gríðarlega erfiður leikur gegn Tékkum í 8-liða úrslitunum, en þeir hafa þegar tryggt sér efsta sætið í D-riðlinum. Viðureignin í gær var nokkuð fjörug á köflum og voru það Danir sem byrjuðu mun betur. Jon Dahl Tomasson náði verðskuldað foryst- unni með glæsilegu marki um miðj- an fyrri hálfleik, en Henrik Larsson jafnaði úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Gegn gangi leiksins bætti Tomasson við sínu öðru marki á 66. mínútu en eftir þunga pressu náði áðurnefndur Jonson loks að jafna metin á elleftu stundu. Henrik Larsson var hamingjan uppmáluð í leikslok. „Yndislegt, yndislegt, yndislegt. Það að vera kominn áfram fylgir tilfinning sem ekki er hægt að lýsa. Við erum mjög glaðir,“ sagði Larson. Þjálfari Dana var heldur rólegri, sagði ánægjulegt að vera kominn áfram en að sínir menn hefðu oft leikið betur. „Við þurfum að taka okkur á fyrir leikinn gegn Tékkum í 8-liða úrslitunum. Nokkrir leikmenn virt- ust þreyttir og voru ekki upp á sitt besta. Það þarf að laga,“ sagði Morten Olsen. ■ GRÍÐARLEG VONBRIGÐI Antonio Cassano grét í leikslok, enda allt erfiðið til einskis. Gianluca Zambrotta sést hér reyna að hughreysta hann. HETJUNNI FAGNAÐ Svíarnir vissu varla hvert þeir ætluðu þegar Mattias Jonson náði að jafna metin í blálokin og tryggja þeim þar með sæti í undanúrslitum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.