Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004 LÖGREGLUMÁL Sá síðasti af þremur Palestínumönnum sem framvís- uðu fölskum vegabréfum við komu hingað til lands 6. maí síðastliðinn fer úr landi á morgun. Hinir tveir voru sendir úr landi í gær. Guðbjarni Eggertsson héraðs- dómslögmaður, sem skipaður var talsmaður mannanna meðan þeir dvöldu hér á landi, sagði að þeir hefðu verið hnepptir í gæsluvarð- hald eftir að þeir hefðu verið bún- ir að dvelja hér um hríð. Það hefði verið gert vegna rannsóknarhags- muna. Þeim hefði síðan verið sleppt, en hnepptir aftur í varðhald síðastliðinn miðvikudag á grund- velli þess að Útlendingastofnun hefði verið búin að úrskurða að þeim skyldi vísað úr landi. Guð- bjarni kvaðst hafa kært úrskurð- inn samstundis til dómsmálaráðu- neytisins. Niðurstaða þess hefði hins vegar ekki borist þegar menn- irnir voru sendir af landi brott. Guðbjarni kvaðst ekki sáttur við ríkjandi „regluverk“ að mennirnir skyldu fluttir úr landi meðan verið væri að bíða eftir ákvörðun dóms- málaráðuneytisins. Mennirnir voru allir fluttir til Noregs, þar sem þeir hafa sótt um pólitískt hæli. Norsk yfirvöld munu fjalla um beiðni þeirra. ■ Palestínumenn með fölsuð vegabréf: Sá síðasti fer úr landi í dag ALBRIGHT MEÐ SJÁLFSÆVISÖGU Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kynnti nýja sjálfsævisögu sína í Madríd í gær. Sveitarfélög fyrir norðan og austan: Kosið um sameiningu SVEITARSTJÓRNARMÁL Kosið verður um sameiningu alls sex sveitar- félaga samhliða forsetakosningum á laugardaginn kemur. Í umdæmi sýslumannsins á Ak- ureyri verður kosið um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Hríseyj- arhrepps. Í umdæmi sýslumanns- ins á Seyðisfirði verður kosið um sameiningu Austur-Héraðs, Fella- hrepps, Fljótdalshrepps og Norður- Héraðs í eitt sveitarfélag. Kosn- ingarétt hafa allir þeir sem hafa lögheimili í þessum sveitarfélögum þremur vikum fyrir kjördag. Við- komandi sveitarstjórnir auglýsa seinna nánar staðsetningu kjör- staða og opnunartíma þeirra. ■ Forseti Slóvakíu: Slóvakar í Írak SLÓVAKÍA, AP Nýkjörinn forseti Slóvak- íu, Ivan Gasparovic, sagði á fyrsta fundi sínum með fréttamönnum að ekki eigi að kalla slóvakíska hermenn í Írak heim; í bili að minnsta kosti. Um eitt hundrað slóvakískir her- menn eru í Írak en þrír þeirra létust í byrjun maí og eru það einu hermenn Slóvaka sem látist hafa í landinu. Þingflokkar í minnihluta slóvakíska þingsins hafa krafist þess að herliðið verði kallað heim. Gasparovic er þriðji forseti Slóvakíu frá árinu 1993, þegar Tékkóslóvakíu var skipt upp í Tékk- land og Slóvakíu. Landið gekk í Evr- ópusambandið og NATO fyrr á þessu ári. ■ Auschwitz-Birkenau: Búðir end- urbyggðar PÓLLAND, AP Rústir gasklefa og lík- brennsluofna sem þjónuðu nasistum í þjóðarmorðum á gyðingum í Auschwitz-Birkenau verða byggðar upp fyrir 38 milljónir ísl. króna. Nasistar sprengdu búðirnar upp til að fela verksummerki glæpsins í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jarek Mensfelt, talsmaður Ausch- witz-safnsins, segir að búðirnar séu mikilvægsti hlekkur minjanna því þar hafi flest fórnarlömb nasista verið deydd, rúmlega ein af sex milljónum sem létu lífið í helförinni. Búðirnar eigi að vera viðvörun til kynslóða framtíðarinnar. ■ MEÐ NORRÆNU Mennirnir þrír komu til landsins með Norrænu. Þeir voru allir með fölsuð vegabréf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R KEYRT Á 50 KINDUR Alls hefur verið keyrt á um 40 til 50 kindur og lömb í Dalasýslu frá því í vor, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Búðardal. Lögreglan segir ekkert lát vera á þessum árekstrum og síðast í fyrradag hafi verið keyrt á tvö lömb. Langfæstir láta yfirvöld vita ef þeir keyra yfir lömb eða kindur og segir lögreglan það ámælisvert.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.