Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 23. júní 2004
Útborguð upphæð láns
Að kaupa
fyrstu íbúðina
Formsatriðin í hnotskurn
Í augum margra eru íbúðarkaup
stórmál. Pappírsvinnan og forms-
atriðin virðast flókin í fyrstu og
ekki vita allir hvert á að leita til að
taka fyrstu skrefin. Mikilvægast
er að gera sér grein fyrir að ferlið
er auðveldara en það virðist. Í upp-
hafi er skynsamlegast að renna
yfir heimilisbókhaldið og kanna
fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há
innkoma og útgjöld verða næsta
árið og hvað er raunhæft að geta
borgað mikið á mánuði til íbúðar-
kaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er
maður betur í stakk búinn að vinda
sér í næsta skref.
Greiðslumat:
Hafðu samband við þjónustu-
fulltrúa í þínum viðskiptabanka og
óskaðu eftir greiðslumati. Bank-
inn gerir þá úttekt á hvað þú átt af
fé og hvað þú ræður við mikla
greiðslubyrði. Þar með er ramm-
inn kominn að því hvað þú getur
leyft þér að kaupa dýra íbúð.
Finna íbúðina:
Nú reynir á þolinmæði og
skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð
og gerðu samanburð. Forgangs-
raðaðu helstu óskum þínum um
íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla
þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir
sem þú hefur ekki efni á að
kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða
stærri eign ef þú kaupir í út-
hverfi. Að sögn Remax fasteigna-
sölu er verðmunur á hverfum sí-
vaxandi og miðbærinn er ekki
endilega hagstæður kostur.
Fjármögnun:
Draumaíbúðin er fundin og
verðið er viðráðanlegt miðað við
þitt greiðslumat. Komið er á það
stig að útbúa tilboðið. Hægt er að
fá ráð hjá fasteignasölum hvort
hagstæðara er að taka við þeim
lánum sem fyrir hvíla á fasteign-
inni eða taka upp ný lán hjá Íbúða-
lánasjóði. Hvort svo sem verður
útvegar fasteignasalinn nauðsyn-
leg gögn og útbýr verðtilboðið
sem fer næst til íbúðareiganda. Ef
samkomulag næst um kaupverð
fer tilboðið sem umsókn til Íbúða-
lánasjóðs. Teljir þú þig auk þess
þurfa viðbótarlán er sótt um sam-
þykki hjá Félagsþjónustunni.
Uppfylla þarf skilyrði um tekju-
og eignamörk fyrir veitingu láns-
ins. Þumalputtaregla um fjár-
mögnun íbúða er að Íbúðalána-
sjóður veitir yfirleitt lán fyrir um
það bil 70% af fasteignarverði en
viðbótarlánin eru um 20%.
Lokafrágangur:
Ef viðbótarlán og/eða lán
Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er
gerður kaupsamningur. Þá fær
söluaðili sína greiðslu fyrir fast-
eignina og samkomulag er gert
um að samningar muni standast.
Samningurinn er þá þinglýstur en
næsta skref er afsalið, sem er
lokauppgjör og endanleg staðfest-
ing á að kaupandinn hafi eignast
íbúðina. Oftast líður einhver tími
frá því að kaupsamningur er þing-
lýstur þar til lokauppgjörið fer
fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt
hinn nýi eigandi við íbúðinni og
borgar fyrstu afborgun af lánum.
Innflutningspartí:
Nauðsynlegt er að fagna sinni
fyrstu íbúð með ærlegu innflutn-
ingspartíi. Ekki þarf að sækja um
sérstök leyfi til þess en reikna
þarf með töluverðum kostnaði. ■
Hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar bjóð-
ast nú sérstök sumarhúsalán til
kaupa eða endurbóta á sumarhúsi.
Lánað er til allt að 15 ára og getur
lánshlutfall verið allt að 60 prósent
af markaðsvirði sumarhússins. Lán-
ið er tryggt með veði í sumarhúsinu
og er veittur 50 prósenta afsláttur af
lántökugjaldi. Hægt er að velja á
milli breytilegra eða fastra vaxta og
fara þeir meðal annars eftir veð-
setningahlutfalli. Þjónustufulltrúar
Sparisjóðs Hafnarfjarðar veita allar
nánari upplýsingar um lánið. ■
Sumarfríin eru skollin á af fullum
þunga. Þeim fylgja ferðalög um
landið og til útlanda. Þeir sem
ætla að aka erlendis ættu að fá sér
nýtt ökuskírteini, þau eru nauð-
synleg víða. 3.500 krónur kostar
að fá sér nýtt ökuskírteini.
Hægt er að sækja um endur-
nýjun ökuskírteinis hjá öllum lög-
reglustjórum (sýslumönnum).
Mæta þarf á staðinn og fylla út
sérstök eyðublöð þar vegna þessa.
Í ökuskírteini þarf eina nýja
mynd, en ef einstaklingur á nýja
mynd í ökuskírteinakerfinu er
hægt að nota hana. Allir 65 ára og
eldri þurfa að skila læknisvottorði
með umsókn um endurnýjun.
Þeir sem eru að endurnýja öku-
skírteini í fyrsta skipti þurfa ein-
nig að reiða fram 3.500 krónur.
Hafa ber þó í huga að einungis er
hægt að gera það ef viðkomandi er
punktalaus. Annars þarf að fara í
ökutíma og svo er hægt að fá nýtt
ökuskírteini, þó aðeins til tveggja
ára. Það kostar 2.000 krónur. ■
Sparisjóður Hafnarfjarðar:
Sumarhúsalán í boði
Sumarhúsalán eru nú í boði hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Hvað kostar...
Endurnýjun ökuskírteinis?