Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 6
6 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Nýr aðalhagfræðingur tekur við í Seðlabankanum: Næg verkefni framundan SEÐLABANKINN Arnór Sighvatsson hefur verið ráðinn aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands í stað Más Guðmundssonar sem hvarf til starfa hjá alþjóða- greiðslubankanum í Basel. Arnór hefur verið staðgengill aðalhagfræðings í bankanum og þótti ásamt Þórarni G. Péturssyni líklegastur í stöðuna. Hann segir að þrátt fyrir að hafa verið næst- ráðandi Más hafi ráðningin komið á óvart. „Þetta eru jafn miklar fréttir fyrir mig og aðra,“ segir Arnór Aðalhagfræðingur Seðlabankans stýrir vinnu sem mótar peninga- málastefnu bankans. Framundan er vaxtarskeið í íslensku efnahagslífi með tilheyrandi hættu á ofhitnun hagkerfisins. Verkefni stjórnar peningamála er að koma í veg fyrir slíka ofhitnun með því að beita hækkun stýrivaxta. „Það er ekki víst að allt sem frá okkur kemur á næstunni verði taldar góðar fréttir,“ segir Arnór. Seðlabankinn hefur boðað að vaxtahækkunarferli sé hafið. Hækkun stýrivaxta telst ekki til bestu frétta, jafn nauðsynleg og hún er fyrir jafnvægið í efnahags- lífinu. Auk Arnórs og Þórarins sóttu Ásgeir Daníelsson, Jóhann Rúnar Björgvinsson og Þorsteinn Þor- geirsson um stöðuna. ■ Íslensk hlutabréf í hæstu hæðum Íslenskur hlutabréfamarkaður hækkaði meira en nokkur markaður í fyrra. Þróunin heldur áfram í ár. Markaðurinn er hátt verðlagður um þessar mundir, en líkur á snöggri lækkun eru ekki miklar enn sem komið er. MARKAÐUR Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands hefur tvöfaldast á tólf mánaða tímabili. Vísitalan nálgast nú óðfluga 3000 stig og hefur hækkað mikið á þessu ári eftir metár í fyrra. Hækkunin frá áramótum er um 50 prósent. Sérfræðingar greiningar- deilda bankanna töldu í upphafi árs að ekki væri verulegt svig- rúm fyrir hækkanir á þessu ári. Síðan þá hafa orðið miklar hækkanir og áfram virðist bjartsýnin ríkja á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við teljum að markaðurinn sé yfirverð- lagður,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans. Hún segir að þrátt fyrir hátt verð sé mikil bjartsýni ríkjandi á mark- aði og ekki horfur á að hann lækki mikið á næstunni. Eftir því sem væntingar í við- skiptum á markaði verða meiri um framtíðarrekstur fyrir- tækja, því meiri hætta er á snöggri stórri lækkun. Edda Rós segir það ekki mat sitt að svo sé komið á íslenska markaðinum enn sem komið er, þrátt fyrir miklar hækkanir að undan- förnu. „Það er hins vegar ljóst að miklar framtíðarvæntingar eru komnar í verð hlutabréfa margra félaga.“ Kaup KB banka á danska bankanum FIH hleyptu lífi í markaðinn og hafa bréf bankans hækkað mikið að undanförnu. Bankinn var yfirverðlagður samkvæmt mati greiningar Landsbankans. Kaupin nú kalla á nýtt verðmat sem koma mun í dag. Gera má ráð fyrir að kaup- in í Danmörku hækki verðmatið á bankanum. Bankinn hefur þegar tekið út miklar hækkanir og spurningin er hvort bankinn sé búinn að taka út þá hækkun sem nýtt verðmat gefur til kynna. Meðal þess sem sérfræðingar nota til greiningar á verðmati fyrirtækja eru ýmsar kenni- tölur sambands rekstrar og markaðsvirðis. Edda Rós segir ljóst að slíkar kennitölur séu háar á íslenska markaðinum sem gefur háa verðlagningu til kynna. Svo nefnt VH-hlutfall sem er hlutfallið milli mark- aðsvirðis fyrirtækis og hagnað- ar þess er nálægt fimmtán fyrir íslenska markaðinn. Það þýðir að með núverandi hagnaði tekur fimmtán ár fyrir fyrirtækin að greiða markaðsvirði sitt. Hlut- fallið er enn hærra þegar tillit er tekið til þess að mikill gengis- hagnaður er fyrirsjáanlegur í uppgjöri banka og fjárfestingar- félaga á árinu. Til þess að standa undir áhættuálagi á fjárfestingu í hlutabréfum þarf hagnaður fyr- irtækjanna að aukast, ef verðið á að haldast svo hátt til framtíðar. haflidi@frettabladid.is Breska ríkisútvarpið BBC: Erfiðir tímar í vændum BRETLAND Herða þarf róðurinn hjá breska ríkisútvarpinu BBC til muna ef ná á tökum á gríðar- legum skuldum stofnunarinnar en það verður fyrsta verkefni nýs framkvæmdastjóra. Hefur sá varað starfsmenn sína við að framundan séu erfiðir tímar og ljóst að grípa þurfi til róttækra aðgerða á nokkrum sviðum sem gætu kallað á uppsagnir. Þó lofar hann hlustendum betra efni og meiri gæðum en verið hefur en BBC hefur hingað til þótt standa afar framarlega að gæðum, hvort sem um er að ræða útvarpsefni eða sjónvarpsefni. ■ Fjárfestingarfélagið Eyrir: Kaupir meira í Marel VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Eyrir sem er í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar hefur eignast 12,84 prósent í Marel. Fyrir áttu þeir rúm níu prósent. Þeir hafa að undanförnu aukið verulega við eign sína í félaginu og skammt er síðan hluturinn fór yfir fimm pró- sent. Burðarás er stærsti einstaki hluthafinn í Marel. Þeir feðgar eru ekki ókunnir rekstri Marels. Fyrir um fjórum árum áttu þeir stóran hlut í gegn- um fjárfestingarfélagið Gildingu. Gilding hóf fjárfestingar um það leyti sem dró saman í hagkerfinu. Gilding rann inn í Búnaðarbankann og fengu eigendur Gildingar bréf í bankanum fyrir. Sú fjárfesting hef- ur reynst farsæl því gengi bankans hefur hækkað mikið síðan. ■ ■ NORÐURLÖND GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.76 0.29% Sterlingspund 132.32 -0.59% Dönsk króna 11.83 0.27% Evra 87.91 0.26% Gengisvísitala krónu 123,29 0,15% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 366 Velta 3.899 milljónir ICEX-15 2.957 1,06% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 610.096 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 503.137 Marel hf. 462.386 Mesta hækkun Marel hf. 6,32% Jarðboranir hf. 3,45% Burðarás hf. 3,03% Mesta lækkun Össur hf. -2,82% Samherji hf. -1,87% Og fjarskipti hf. -1,18% Erlendar vísitölur DJ * 10.325,3 -0,5% Nasdaq * 1.973,2 -0,1% FTSE 4.468,5 -0,8% DAX 3.928,4 -1,5% NK50 1.396,1 -0,1% S&P * 1.128,4 -0,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir eiginkona Ástþórs Magn-ússonar? 2Hvaða nágrannaþjóð Íslendinga héltupp á 25 ára heimastjórnarafmæli í fyrradag? 3Hvað heitir enski táningurinn sem ermarkahæstur á EM í Portúgal? Svörin eru á bls. 31 Umboðsmaður Alþingis: Ráðuneyti endurskoði STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Al- þingis beinir því til félagsmála- ráðuneytisins að það taki til end- urskoðunar mál fyrirtækis, vegna samnings um háhraðanet í til- teknu sveitarfélagi. Umrætt fyrirtæki kvartaði yfir því að ráðuneytið hefði með úrskurði sínum hafnað kröfu þess um að ógilda ákvörðun sveitar- stjórnar tiltekins hrepps um að heimila sveitarstjóra að undirrita samning við annað fyrirtæki um háhraðanet í sveitarfélaginu. Fyrrnefnda fyrirtækið taldi samninginn ólögmætan. Í áliti umboðsmanns segir að umdeildur samningur hefði ekki legið fyrir hjá félagsmálaráðuneyt- inu þegar það felldi úrskurð í mál- inu né hafði ráðuneytið óskað eftir umsögn sveitarstjórnar hreppsins til stjórnsýslukærunnar. ■ VERÐUR NÓG AÐ GERA Talsvert mun reyna á stjórn peningamála á næstu misserum. Arnór Sighvatsson mun fara fyrir hópi sérfræðinga Seðlabankans sem mun greina og leggja tillögur fyrir bankastjórnina um breytingar á stýrivöxtum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N MESTA HÆKKUN FÉLAGA Í KAUP- HÖLL ÍSLANDS FRÁ ÁRAMÓTUM KB banki 91,54% Fjárfestingarfélagið Atorka 91,11% Marel 82,48% Jarðboranir 81,82% Össur 60,55% YFIRVERÐLÖGÐ FYRIRÆKI Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbankans, segir það mat deildarinnar að hlutabréf séu orðin dýr. Hins vegar ríki bjartsýni á markaði og líkur á snöggri lækkun séu ekki miklar. HITTUST Á HÖFN Dómsmálaráð- herrar Norðurlanda funduðu í gær á Höfn í Hornafirði. Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra stjórnaði fundinum en Ísland gegnir for- mennsku í Norrænu ráðherra- nefndinni. Ráðherrarnir voru sam- mála um að herða þyrfti baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Rætt var hvernig finna mætti sam- norrænar lausnir á vandanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.