Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 6
6 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR Fjármálaráðuneytið: Inngrip í olíuverðið árangurslítið EFNAHAGSMÁL Reikna má með að raunverð olíu muni hækka þeg- ar til lengri tíma er litið og því yrðu allar aðgerðir íslenskra stjórnvalda, þar með taldar til- raunir til deyfingar olíuverðs, að líkindum skammgóður verm- ir. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem gerð er úttekt á olíumarkaðinum og er niðurstaðan sú að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða þó að miklar hækkanir hérlendis hafi talsverð áhrif á atvinnu- greinar eins og sjávarútveg og flugsamgöngur. Fjórðungur þeirrar orku sem landinn notar er olía – skip og flugvélar hafa enga aðra valkosti um eldsneyti. Bent er á þá staðreynd að olíu- verð hefur áður verið hærra í skamman tíma en það gerist nú og að almennar hækkanir þýði yfir- leitt að almenningur og iðnaður reyna enn frekar að fara sparlega með. Það hefur svo aftur þau áhrif að losun gróðurhúsalofttegunda minnkar þannig að hátt olíuverð er jákvætt í því tilliti. ■ ÍRAK, AP Hver dagurinn á fætur öðrum ber í för með sér nýja stað- festingu þess að ótti manna við árásir í aðdraganda valdaafsals hernámsliðsins í Írak ætti við rök að styðjast. Varla líður sá dagur að ekki berist tíðindi af árásum og morðum og var gærdagurinn einn sá blóðugasti. Um níutíu manns létu lífið í árásum á fjölda staða í Írak og á fjórða hundrað særðist. Mest var mannfallið í Mósúl. Þar létust 45 einstaklingar hið minnsta og á þriðja hundrað særð- ist í röð sprengjuárása. Víða var ráðist á lögreglustöðvar og virtust íraskir lögreglumenn eiga í mikl- um vanda við að verjast árásar- mönnum. Maður í búningi lögreglu- manns sprengdi sjálfan sig í loft upp við varðstöð í Bagdad og banaði fjórum íröskum hermönn- um. Ráðist var að herbílalest sem átti leið um Bagdad og einum hermanni banað. Andspyrnumenn réðust á fjórar lögreglustöðvar í borginni, vopnaðir vélbyssum, handsprengjum og sprengjuvörp- um. Þar tókst lögreglumönnum að halda aftur af árásarmönnum. Hörðustu bardagarnir áttu sér stað í Baqouba, norðaustur af Bagdad. Þar féllu tvær bandarísk- ir hermenn og sjö særðust. Bandarískar herflugvélar vörp- uðu sprengjum á andspyrnumenn nærri fótboltavelli borgarinnar en ekki fengust fréttir af mann- falli í þeirra röðum. Andspyrnu- menn náðu tveimur lögreglu- stöðvum í borginni á sitt vald og eyðilögðu heimili lögreglu- stjórans. Þegar líða tók á daginn sáust fáir á ferli í borginni aðrir en hermenn og andspyrnumenn. Samtök sem tengjast al-Kaída hafa lýst ábyrgð á árásunum á hendur sér. „Við munum ráða niðurlögum þeirra. Við myljum þá duftinu smærra,“ sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar sem tekur formlega við völdum á miðvikudag, um þá sem staðið hafa fyrir árásum síð- ustu daga. Hann sagði markmið árásarmanna aðeins eitt, að skemma fyrir lýðræðisferlinu. ■ Ófriðarblikur: Leiðtogar ræða saman KONGÓ, AP Joseph Kabila, forseti Kongó, gerir ráð fyrir því að hitta Paul Kagame, forseta Rúanda, fljótlega og ræða óviss- una sem nú er uppi vegna ólgu í austurhluta Kongó. Forystumenn beggja ríkja hafa skotið föstum skotum hvorir á aðra undanfarnar vikur og hafa látið uppi að þeir treysti ekki ná- grönnum sínum til að halda frið- inn. Níu þúsund hermenn frá Kongó hafa verið fluttir að landa- mærunum nýlega og óttast sumir að nýtt stríð kunni að brjótast út milli landanna. ■ Sonur Reagans: Stríð byggt á lygavef LOS ANGELES, AP „Við lugum okkur leið inn í stríðið,“ sagði Ron Reagan, sonur Ronalds Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, í sjón- varpsviðtali þar sem hann gagn- rýndi stefnu George W. Bush harkalega. Reagan yngri sagðist kjósa hvern þann sem gæti lagt Bush að velli í forsetakosningun- um í haust. Þegar Reagan eldri féll frá á dögunum þótti Bush leggja mikla áherslu á að sýna með hvaða hætti hann sjálfur líktist forsetanum fyrrverandi. Gagnrýni forseta- sonarins er því ekki sem allra heppilegust fyrir Bush en honum til huggunar er rétt að benda á að Reagan yngri hefur löngum verið hávær gagnrýnandi þeirrar stefnu sem faðir hans fylgdi. ■ Strætó sprengdur: Þrír létust ISTANBÚL, AP Þrír létust og fimmtán særðust þegar sprengja sprakk um borð í strætisvagni í Istanbúl. Sprengjan sprakk í fangi konu á þrítugsaldri sem var meðal far- þega. Talið er að hún hafi verið að flytja sprengjuna á annan stað en sprengjan sprungið fyrr en til var ætlast. Á opnu svæði hefði sprengjan litlum skaða valdið, aðallega framkallað hávaða, en í innilokuðum strætisvagninum voru afleiðingar hennar mun verri en til stóð. Ekki er vitað hvert fyrirhugað skotmark var en Bandaríkja- forseti kemur til Istanbúl um helgina og leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer þar fram í næstu viku. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.7 Sterlingspund 131.7 Dönsk króna 11.8 Evra 88.0 Gengisvísitala krónu 123,30 -0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 248 Velta 393.41 milljónir ICEX-15 2.951 0.17% Mestu viðskiptin Össur hf. 89.289 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 78.859 Og fjarskipti hf. 68.088 Mesta hækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 6.67% Jarðboranir hf. 4.65% Opin Kerfi Group hf. 3.95% Mesta lækkun Kaldbakur fjárfestingafélag hf. -1.45% Burðarás hf. -0.98% Samherji hf. -0.95% Erlendar vísitölur DJ * 10.455,02 -0,20% Nasdaq * 2.019,15 -0.10% FTSE 4.503.20 0,40% DAX 4.007,05 1,60% S&P * 1.142,29 -0,20% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða Hollywood-leikari hefur lýstþví yfir að hann vilji leika Ozzy Osbourne í nýrri kvikmynd um ævi hans? 2Hvaða dóm hlaut fyrrum aðalféhirðirLandssímans? 3Hvar magalenti flugvél Íslandsflugs ífyrrakvöld? Svörin eru á bls. 42 www.plusferdir.is 42.740 kr. N E T m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur á Benal Beach. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. 56.830 kr. ef 2 fullorðnir ferðast saman, gist í stúdíói á Benal Beach. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 13. júlí Verð frá Costa del Sol LAUSAMÖL Erlendir ferðamenn misstu bifreið sína út af vegna lausamalar á vegi í Patreksfirði á miðvikudag. Bíllinn er töluvert skemmdur. Lögreglan á Patreks- firði vill vara við lausamölinni á Hjallahálsi og í Patreksfirði. OLÍUBIRGÐASTÖÐVAR Í ÖRFIRISEY Íslenskt efnahagslíf er afar næmt fyrir öllum hækkunum sem verða á olíu á erlendum mörkuðum. STRÆTIS- VAGNINN RANNSAKAÐUR Meinafræðingar könnuðu vettvang eftir að þrír létust í sprengingu. Tugir látast í fjölda árása Um níutíu manns létu lífið í sprengjuárásum og bardögum víðs vegar í Írak. Fáeinum dögum fyrir valdaafsal hernámsveldanna fer ofbeldið enn vaxandi. RÚSTIRNAR EINA EFTIR Mannskæðasta árás gærdagsins átti sér stað í Mósúl. Þar létu 44 lífið og á þriðja hundrað manns særðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.