Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 45
Sumar & Sony -Vaxtalaust* *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. DCR-HC20 stafræn tökuvél Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 800.000 pixla Super HAD myndflaga i.LINK(DV IN/OUT) 6.999 krónur í 12 mánuði* eða 83.988 krónur DCR-PC109E stafræn tökuvél Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 1.070.000 pixla Super HAD myndflaga Super Nightshoot plus 9.999 krónur í 12 mánuði* eða 119.988 krónur DCR-PC107 stafræn tökuvél 800.000 pixla Super HAD myndflaga 2.5" Litaskjár (snertiskjár) Tengistöð fylgir 7.999 krónur í 12 mánuði* eða 95.988 krónur Opið alla helgina 950 krónur. **Gildir með DCR-HC20, DCR-PC107 og DCR-PC109 Þegar þú kaupir stafræna tökuvél** hjá okkur færðu 12.000 króna afslátt af aukahlutasetti. Það inniheldur tösku utan um vélina, upptökuspólu og hleðslurafhlöðu. Venjulegt verð er 12.950 en þú greiðir aðeins FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 33 Í PÍPUNUM Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakk- arnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. G e i m æ v i n t ý r a m y n d i n Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðal- hlutverki en myndin er sjálf- stætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frels- isbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir al- heiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum. ■ Eternal Sunshine of the Spotless Mind er ein sú ljúfasta rómantíska gamanmynd sem ég hef séð í lang- an tíma. Jim Carey er stórkostlegur leikari og í sameiningu bræða hann og Kate Winslet hjörtu áhorfenda í þessu hjartahlýja mindfucki. Hin ofursvala Elektra var það besta við hina sorglega slöppu ofurhetjumynd Daredevil. Þrátt fyrir að Ben Affleck og glataður Daredevil-búningurinn hafi nánast drepið myndina er ekki búið að útiloka gerð framhaldsmyndar en Elektru hefur þegar verið tryggt fram- haldslíf þar sem tökur standa nú yfir á myndinni Elektru. Tökum á að ljúka í júlí og gert er ráð fyrir að myndin komi í bíó á næsta ári. Jennifer Garner end- urtekur rulluna sína úr Daredevil en þráðurinn verður tekinn upp eftir að hún útskrifast af sjúkrahúsi eftir að Bullseye nánast kálaði henni í Daredevil. Eftir þá reynslu verður ekki aftur snúið og stúlk- an gerist leigumorð- ingi hjá ninjamorð- ingjagenginu The Order of the Hand. Þar er henni falið það verkefni að drepa ekkilinn Mark Miller en þegar hún kynnist ungri dótt- ur skotmarksins snýst henni hugur og hún ákveður að vernda feðginin fyrir fyrrum félögum sínum. Leikstjóri mynd- arinnar er Rob Bowman en hann leik- stýrði síðast drekamyndinni Reign of Fire en hefur gert mest af því að leik- stýra X-Files sjónvarpsþáttum. Leikarinn Terence Stamp kemur við sögu í hlut- verki bardagakennarans Stick en sá er erkióvinur The Hand og er þekktastur fyrir að hafa kennt Matt Murdock að beisla ofurkrafta sína eftir að hann lenti í slysinu sem breytti honum í Daredevil. Íslenskir talsetningu á Harry Potter og fanginn frá Azkaban er lokið og frá og með deginum í dag geta bíógestir horft á þetta nýjasta ævintýri galdradrengsins með íslensku tali. Yngstu aðdáendur kappans munu hafa beðið þessa með nokkurri óþreyju en talsetningar fyrr myndanna hafa notið mikilla vinsælda. Gísli Gíslason talar fyrir Harry Potter, Árni Þrastarson fyrir Ron og Sunna Eldon fyrir Hermione. Sjálfur Laddi ljær Dumbledore rödd sína, en Maggi Jóns túlkar Snape og Rún- ar Freyr Gíslason talar yfir Gary Oldman í hlutverki Siriusar Black. HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? [ FRUMSÝNDAR Í DAG ] Bráðþroskuð stúlka og treg hasarhetja 13 GOING ON 30 Jennifer Garner leikur 13 ára stelpu í myndinni 13 Going on 30 og þykir standa sig vel. THE CHRONICLES OF RIDDICK Hasarhetjan Vin Diesel neyðist til þess að bjarga alheiminum í nýjustu mynd sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.