Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 43
31FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 flugustangir, veiðifélagar fyrir lífstíð vísindi í þágu veiðilistar Kynn ingar verð á vö ldum v ínum í jún í . með gr i l lmatnum Vínið Njót ið góðra v ína með gr i l lmatnum í sumar. Nýr bæk l ingur kominn í V ínbúð i rnar. „Það eru greinilega að koma laxar á síðustu flóðum í Ásunum, við feng- um 4 laxa í Kóka í gær og síðan feng- um við 3 laxa í morgun,“ sagði Árni Baldursson við Laxá á Ásum í gær- dag, skömmu eftir að þeir lönduðu þremur löxum. „Það eru komnir 10 laxar á land og laxinn er að koma núna á hverju flóði. Blanda hefur verið að gefa þetta 6-7 laxa á dag. Í gærdag koma ganga af laxi í Miðfjarðará og það veiddust 2 laxar á stuttum tíma,“ sagði Árni að lokum, þar sem hann var staddur við Laxá á Ásum. Hallá hefur gefið 2 laxa en lítið sem ekkert hefur verið veitt í henni núna í nokkur ár og eitthvað hefur sést af fiski. Breski sjónvarpkokkurinn Mike Robinson frá bresku sjónvarpsstöð- inni UK Food var við Laxá í Kjós og renndi fyrir fisk. En Mike hefur veitt víða meðal annars í Noregi. Hann veiddi bæði urriða og lax en veiðimaður snjalli Einar Páll Garð- arsson leiðbeindi honum við veiðarn- ar. Fiskurinn sem hann veiddi var síðan matreiddur, en mjög góð veiði hefur verið í Laxá í Kjós og hefur áin gefið rétt um 70 laxa, sem er miklu betra en á sama tíma fyrir ári síðan. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur um árabil haldið veiðidag fjöl- skyldunnar í lok júní í samvinnu við veiðiréttareigendur. Að þessu sinni hefur sunnudagurinn orðið fyrir val- inu en fjölmargir veiðiréttareigend- ur opna þá veiðivötn sín fyrir al- menningi og bjóða fría veiði. Að baki Veiðidegi fjölskyldunnar býr sú hugmynd að öll fjölskyldan drífi sig af stað í veiðitúr, njóti þess eina dagstund að renna fyrir góm- sætan vatnafisk í hinni stórbrotnu ís- lensku náttúru og kynnist um leið þessari skemmtilegu tómstundaiðju að veiða. Núna getur fjölskyldan tekið sig til og brugðið sér í veiði í Elliðavatn, Meðalfellsvatn, Geitabergsvatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Vatnasvæði Lýsu, Haukadalsvatn, Hnausatjörn, Höfðavatn, Vest- mannsvatn, Botnsvatn, Langavatn í Reykjahverfi og Kringluvatn, Ur- riðavatn, Langavatn, Krókavatn, Víkurflóð, Höfðabrekkutjarnir, Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðs- ins og Kleifarvatn. Það kostar ekki neitt að veiða og um að gera að drífa sig í veiðina. Laxinn að mæta á svæðið í Laxá á Ásum VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. MIKE ROBINSON Breski sjónvarpskokkurinn með fallegan sjóbirting sem hann veiddi í Laxá í Kjós. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA R N I ALLT AÐ GERAST Fiskurinn hefur bitið á og allt tiltækt lið er mætt á svæðið til að mynda atburðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.