Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 20
Kosningabarátta Mótframbjóðendur forsetans fara mik- inn þessa dagana og gera hvað þeir geta til að vekja athygli á sjálfum sér og málefnum sínum. Ástþór flaggar er- lendum fræðimönnum og samtökum sem berjast fyrir friðvænlegri heimi og stendur á því fastar en fótunum að for- seti Íslands geti orðið eins og leiðarljós í þeim efnum. Þessi sjónarmið þekkja orðið flestir enda hefur hann haldið þeim á lofti lengi. Baldur Ágústsson virðist hins vegar í aðeins meiri bobba með málefnin sín. Hann vill „endurvekja virðingu embætt- isins“ sem honum þykir hafa tekið niður síðustu ár. Virðuleg- ur frambjóðandinn vílaði samt ekki fyrir sér að mæta í þáttinn 70 mínútur á Popptíví í vikunni þar sem honum var boðið að borða matskeið af smjörva og síðar um kvöldið að bragða á svonefndum ógeðsdrykk. Kannski endurspeglast ópólitísk staða Baldurs í því að hann kláraði ekki drykkinn sinn, eins og flestir stjórnmálamenn sem komið hafa fram í fyrrnefndum þætti. Gömul vísa Annars eru forsetakosningarnar á morgun fólki eðlilega hugleiknar. Trúmann Kristiansen í Kópavogi rifjaði, í samtali við innanbúð- armann blaðsins, upp gamla vísu frá því í for- setakosningunum árið 1952 þegar Ásgeir Ás- geirsson var kosinn forseti og taldi að hún ætti rétt eins við í dag. Vísan hljóðar svo: Eitt sinn flutt var yfir á úlfur, lamb og heypokinn. Nú á að kjósa um þessa þrjá, hvílík þrenning Drottinn minn. Árið 1952 fékk Ásgeir 48,3 prósent gildra atkvæða. Mótframbjóðandinn Bjarni Jónsson fékk 45,5 prósent at- kvæða og Gísli Sveinsson 6 prósent. Núna er sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, spáð tæpum 72 prósentum atkvæða, Baldri Ágúst- syni rúmum 6 prósent- um og Ástþóri Magnússyni rúmu einu prósenti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti í vikunni að aukafjárveiting feng- ist til framhaldsskólanna. Þessi fjárveiting á að tryggja að þeir nemendur sem luku 10. bekk grunnskóla í vor, geti hafið nám í framhaldsskóla í haust. Um 600 nemendum hefur verið haldið í óvissu um skólavist með haustinu, vegna þess að fjárveitingar eru ónógar. Hvort þessi aukafjárveit- ing nægir til að leysa fjárhags- vanda framhaldsskólanna á eftir að koma í ljós, ráðherra hefur lof- að um 250 milljónum króna en skólamenn hafa talað um að 400 milljónir vanta. Á háskólastiginu er svipaða sögu að segja, nema hvað þar hafa menn gripið til þess að gera hvað þeir geta til að tak- marka inntöku nemenda og fyrir- sjáanlegt er miðað við yfirlýsing- ar og aðgerðir fjárveitingavalds- ins að á næstu misserum og árum munu háskólar landsins standa frammi fyrir ýmsum grundvall- arákvörðunum um hvort tak- marka beri aðgengi inn í skólana eða hvort gripið verður til eins konar gjaldtöku. Á sama tíma og þetta gerist tala ráðamenn þjóðarinnar, jafnt stjórnmálamenn sem forustu- menn á öðrum sviðum, um mikil- vægi þess að hækka menntunar- stig þjóðarinnar í síbreytilegum heimi upplýsingaaldarinnar. Í því ljósi hljómar nauð og bráðavanda- mál tveggja skólastiga nánast sem hótfyndni. Annars vegar er menntun talin slíkt lausnarorð að það verði að flytja henni fagrar ræður á torgum, en hins vegar telur þjóðin sig ekki hafa efni á að hleypa fólki inn í háskólana eða börnum inn í framhaldsskólana. Til að flækja málið enn, berja menn sér á brjóst svo hriktir í stjórnarsamstarfinu ef einhver leyfir sér að efast um að lögleið- ing skattalækkana sé það sem brýnast þarf að gera á þessu vori! Það er von að almenningur bæði reiðist og ringlist. Ringlist yfir þverstæðunum og reiðist fyr- ir hönd barna sinna og framtíðar þeirra. Auðvitað er enginn stjórn- málamaður með það á stefnuskrá hjá sér að útiloka mörg hundruð börn frá því að fara í framhalds- skóla – bara vegna þess að þau til- heyra stórum árgangi. Þorgerður Katrín brást líka snaggaralega við til að leysa þá uppákomu sem orðin var. Enda er hin eiginlega sök ekki hjá henni, heldur miklu frekar hjá fjárveitingavaldinu, sjálfu Alþingi. Með stórkallaleg- um pólitískum ákvarðanatökum er ákveðið að auka aðhaldið í skólakerfinu og stýfa úr hnefa fjárveitingar til framhaldsskól- anna (og háskólanna) þó fullljóst hafi mátt vera að þær myndu hvergi duga. Að árgangurinn 1988 sé stór eru ekki nýjar fréttir – þær eru 16 ára gamlar. Að ásókn- in sé að aukast í framhaldsskól- ana hefur verið umtalað mál og ætti því ekki heldur að þurfa að koma á óvart. Síðustu daga og vikur hafa margar ungar sálir fundið fyrir mikilli höfnun. Margir foreldrar hafa átt andvökunætur. Krakkar sem lokið hafa grunnskólanum með þokkalega einkunn hafa lent í því að vera hafnað af tveimur og jafnvel fleiri skólum og staðið frammi fyrir fullkominni óvissu um framtíð sína. Slík höfnun set- ur mark sitt á viðkvæmar ung- lingssálir og ekki bætir úr skák að foreldrarnir eða skólarnir geta ekki gefið neina skynsama út- skýringu á því hvers vegna þetta er svona. Ef einhver þessara nem- enda myndi spyrja menntamála- ráðherra eða einhvern alþingis- mann að því hvers vegna hann hefði þurft að ganga í gegnum þá niðurlægingu að vera hafnað með þessum hætti og hvers vegna hon- um hafi verið haldið í þessari óvissu, yrði trúlega fátt um svör. Hugsanlega yrði eitthvað muldr- að um peningaleysi, en ólíklegt er að haldin yrði ræðan um nauðsyn skattalækkana. Það er gömul klisja hjá póli- tíkusum að segja að það sé auð- velt en ábyrgðarlaust að heimta alltaf meiri peninga til góðra hluta. Engar slíkar athugasemdir eiga þó við í þessu framhalds- skólamáli. Eins og komið hefur í ljós með aukafjárveitingunni er pólitískur vilji til þess að verja fjármunum í þetta. Það sem vant- ar er framtíðarsýn og skipulag í stað andarteppustjórnsýslunnar sem einkennir málið af hálfu fjár- veitingavaldsins og menntamála- ráðuneytisins. Framhaldsskóla- uppákoman síðustu vikur var nefnilega fullkomlega óþörf þol- raun fyrir alla sem að henni komu. Hún var óþörf og óþolandi lítilsvirðing við mörg hundruð verðandi framhaldsskólanema. Nýr eða nýlegur ráðherra situr nú í ráðuneyti menntamála. Vonandi mun hún bera gæfu til að forðast frekari stjórnsýsluandnauð í menntakerfinu og bera þing- mönnum stjórnarliðsins þann boðskap sem hún boðaði þjóðinni í útvarpi fyrr í vikunni – að það væri í raun og veru fagnaðarefni hve margir vilja fara inn í skólana og læra. Þessi boðskapur er þekktur hjá þjóðinni, en það er óvíst hvort fjárveitingavaldið hefur skilið hann. ■ Þ að hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálf-stæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin aðbaki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosn- ingar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæð- isflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðis- manna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar hafi unnið lýðræðislegar kosningar og sé réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættis- færslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils trausts meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokks- manna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna – og enn frekar meðal kjós- enda flokksins – sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæp- ið að langrækin andstaða forystunnar við Ólaf Ragnar njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinn- ar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Af- staða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli – að forsetinn hafi ekki þetta vald – hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stefnumótun né heldur ráðagerðir um að af- nema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meiri- hluti almennings er sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjöl- miðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings – og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? ■ 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Herfræði forystu Sjálfstæðisflokksins hentar illa stórum og breiðum flokki. Breiðfylking fellur fyrir minni- hlutaviðhorfum Andarteppustjórnsýslan ORÐRÉTT Uppgangstímar Mér fannst – og þetta segi ég í fúlustu alvöru – að ég væri að bregðast börnunum mínum með því að vera ekki þess umkominn að taka þátt í þessu. Ég væri að dæma þau til fátæktar alla ævi með því að missa af þessari hraðlest sem brunaði svo óð- fluga inn í ríkidæmi framtíðar- innar. Þau yrðu minnipokamenn í samfélaginu af því pabbi þeirra hefði hvorki átt peninga né hug- rekki til að kasta aleigunni í hin hraðskreiðu Internetfyrirtæki og hinn ört vaxandi líftæknigeira. Illugi Jökulsson skrifar um peninga og rifjar upp viðhorf fólks til hluta- bréfakaupa fyrir örfáum árum. DV 24. júní. Réttur jólasveinn Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra sífellt fordóma út í Ástþór Magnússon vegna jólasveina- flugsins til Bagdad. Það var ég sem var þar með í för í búningi jólasveinsins. Kristján Árnason. Morgunblaðið 24. júní. Karlanefnd Auðvelt hefði verið að skipa hæfar konur í nefndina. Niður- staðan er sú að karlanefndin er óhæf til að undirbúa þjóðar- atkvæðagreiðslu í lýðræðisríki. Nefndarskipan var ótæk. Enn má þó vona að þeir sérfræðingar sem nefndin kallar til sín verði ekki aðeins úr hópi karla. Gunnar Hersveinn skrifar um skipan nefndar um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, en í henni eru engar konur. Morgunblaðið 24. júní. Smáskammtapólitík Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusam- bandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hef- ur því mjakast áfram í smá- skömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Gunnar Smári Egilsson. Fréttablaðið 22. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? ,, Í DAGLÍTILSVIRÐING VIÐ VERÐANDI FRAMHALDS-SKÓLANEMA BIRGIR GUÐMUNDSSON Að árgangurinn 1988 sé stór eru ekki nýj- ar fréttir – þær eru 16 ára gamlar. Að ásóknin sé að aukast í framhaldsskólana hefur verið umtalað mál og ætti því ekki heldur að þurfa að koma á óvart. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.