Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 48
36 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ ■ LEIKLIST  21.00 Leiklistarhátíð Leikur einn í Hömrum á Ísafirði heldur áfram með sýningu einleiksins Maður og kona; egglos eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Leik- ari er Hildigunnur Þráinsdóttir og leikstjóri Halldór E. Laxness. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ LISTOPNANIR  16.00 Sýning á verkum Errós verð- ur opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Síðastliðið sumar fór hópur göngumanna um botn fyrirhugaðs miðlunarlóns Kárahnjúkavirkjun- ar og þræddu þeir meðal annars fyrirhugaða vatnslínu lónsins. „Með staðsetningartækjum og þeirri vitneskju sem við höfum er hægt að sjá greinilega hvar yfir- borð vatnsins verður,“ segir Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarmað- ur, sem var meðal göngumanna. „Við gátum nákvæmlega séð það fyrir okkur hvort þessi blett- ur sem við stóðum á yrði undir vatni eða ofan vatnsborðs, og það vekur sérkennilega tilfinningu að horfa á þetta magnaða lífríki sem vitað er að hverfur undir vatn.“ Fyrir um það bil tveimur vik- um opnaði Rósa Sigrún sýningu í Gryfjunni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, þar sem hún tjáir með beinskeyttum hætti skoðanir sínar á þessum umdeildu virkjun- arframkvæmdum á hálendinu. „Þessi sýning er mín persónu- lega umhugsun um fórnina, sem mér finnst við færa á altari efnis- hyggju og þessarar stanslausu kröfu um hagnað, þetta afl sem knýr okkur stöðugt áfram í nútím- anum og svo sitjum við eftir með sífellt minna rými fyrir okkur sjálf.“ Þessa afstöðu sína túlkar Rósa með mjög persónulegum hætti. Sjálf færði hún þá fórn að skera af sér allt hárið skömmu fyrir opnun sýningarinnar. Úr hári sínu gerði hún foss, sem nú er til sýnis í Gryfjunni. „Ég safnaði líka minjagripum á þessari göngu og tók meðal ann- ars afsteypu af litlum mel sem ég veit að fer undir vatn. Þennan mel er hægt að sjá á sýningunni í formi lítils og viðkvæms postu- línsskúlptúrs.“ Listakonan setti sig einnig bók- staflega í spor landsins og reyndi að drekkja sér í baðkeri. Sérstætt myndband af þessari tilraun má sjá á sýningunni. Eftir þessa reynslu segist Rósa reyndar telja það vera mjög erfitt að drekkja sjálfum sér, „að minns- ta kosti í einu baðkeri. Ef maður er í þeirri aðstöðu að geta bjargað sér þá tekur lífskrafturinn yfir. En landið á þess ekki kost að bjar- ga sér. Það er dæmt til þess að drukkna og loka ásjónu sinni.“ Sýning Rósu ber nafnið „Horfðu djúpt“. Hún stendur til 4. júlí, en Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga klukkan 13–17. Í Ásmundarsal safnsins stend- ur einnig yfir önnur sýning, sem heitir Helgidómur, en þar sýna þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir verk sín. ■ Færði fórn fyrir hálendið HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Föstudagur JÚNÍ ■ LISTSÝNING www.markisur.com • markisur@simnet.is s. 567 7773 á daginn - gsm 893 6337 kvöld og helgar ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Sænski kammerkórinn Cantando heldur tónleika í Dalvíkurkirkju ásamt þeim Jakobi Petrén píanóleikara og Ingi- björgu Guðlaugsdóttur básúnuleikara.  21.00 Vinir Dóra koma fram ásamt K.K., Páli Rósinkranz og Kalla Bjarna á Blúshátíð á Ólafsfirði. Á miðnætti hefst dansleikur með Kalla Bjarna og hljóm- sveit.  21.00 Andrés Þór gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona koma fram á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík.  23.00 Hljómsveitin Kimono spilar á Bar 11, Laugavegi 11.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar í Breiðinni, Akranesi, ásamt íslensku hljómsveitinni Douglas Wilson.  Dikta og Dr. Spock rokka á Grand Rokk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Á sýningu sinni í Listasafni ASÍ veltir Rósa Sigrún fyrir sér þeirri fórn sem færð er með virkjunarframkvæmdum á hálendi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.