Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 36
„Þetta verða á fimmta hundrað hundar sem taka þátt,“ segir Hanna Björk Kristinsdóttir, starfsmaður Hundaræktarfélags Íslands, en árleg sumarsýning félagsins hefst í dag. „Hundarnir keppa meðal annars í ald- urstengdum flokkum. Auk þess fer fram keppni ungra sýnenda þar sem krakkar taka þátt með hundana sína. Þá er samband barnsins við hundinn metið en sum þessara barna hafa áralanga keppnisreynslu. Sá sem hefur hlotið flest stig í keppnum yfir árið á möguleika á að vinna sér inn ferð og keppnisrétt á stærstu hundasýningu í heimi en sú keppni kallast „Junior handling“ og fer fram á Englandi.“ Hanna Björk segir að minnsta kosti þrjár hundasýningar haldn- ar hér á landi á hverju ári. „Allar sýningar eru með svipuðu sniði en við fáum til okkar alþjóðlega dómara og þurfum því að skipu- leggja keppnirnar með margra ára fyrirvara. Hundarnir eru dæmdir út frá ræktunarmark- miðum sem alþjóðasamtök hundaræktarfélaga sjá um að skilgreina. Sumar tegundir hafa verið ræktaðar í fleiri hundruð ár og það sem er einni tegund eðl- islægt getur verið mjög ólíkt eðli næstu hundategundar. En hund- arnir eru dæmdir út frá útliti, hreyfingum, skapgerð og heild- arsvip.“ Hátt í fjórða hundrað hunda- tegundir eru til skráðar í heimin- um. „Hér á Íslandi eru áttatíu hundategundir skráðar í ættbæk- ur en af þeim er íslenski fjár- hundurinn og hinir snoppufríðu Cavalier-hundar vinsælastir. Smáhundarnir, Chihuahua, eru líka mjög vinsælir og þeir keppa á sýningunni ýmist í síðhærðum eða snögghærðum flokki.“ Hanna Björk segir keppnina eiga misvel við hundana. „Við heyrum eiginlega aldrei læti eða gelt á hundasýningunum en þeg- ar þeir koma inn í hringinn eru þeir mjög misspenntir. Það er stundum eins og það sé nafla- strengur milli eigandans og hundsins því hundarnir eiga til að fara í keng ef eigandinn er stressaður. Svo eru aðrir hundar sem verða rígmontnir um leið og þeir heyra lófaklappið í höllinni.“ Hundasýningin er haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi og hefst í dag klukkan 16 en stendur fram á sunnudag. Nánari upplýs- ingar er að finna á hrfi.is. ■ lést á Landsspítalanum við Hringbraut laugardaginn 12. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma GUÐMUNDA KJARTANSDÓTTIR Blönduhlíð 2 Guðmundur Ingvar Sveinjónsson Halldóra Guðmundsdóttir Magnús Finnur Jóhannsson Lilja Guðmundsdóttir Guðmundur Vignir Hauksson Andrea Guðmundsdóttir Eysteinn Sigurðsson Helga Guðmundsdóttir Ævar Rafn Kjartansson Haraldur Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. „Þetta var vissulega kraftmikil uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós og hefði átt fleiri áhorfendur skilið en rúmast á þeim u.þ.b. átta sýningum sem Íslenska óperan sá sér fært að bjóða,“ segir í nýjasta hefti alþjóðlega óperutímaritsins Opera Now. Gagnrýnandi tímaritsins sá frumsýninguna á Brúðkaupi Fígarós í febrúar síðastliðnum, og fer um hana mjög lofsam- legum orðum. Þetta er í annað sinn sem Opera Now hrósar sýningum Ís- lensku óperunnar. Í fyrra birtist lofsamlegur dómur um uppsetn- inguna á Macbeth á vormisseri 2003. „Í þessari uppfærslu voru öll helstu hlutverkin sungin og leik- in af glæsibrag,“ segir enn fremur í dómnum um Brúðkaup Fígarós. Bergþór Pálsson er sagður hafa „skapað stórkostlegan greifa“ og Hulda Björk sögð hafa sungið hlutverk Susönnu „ákaflega fallega“. Aðrir söngvarar fá flestir ekki síður góð orð frá gagnrýn- anda Opera Now, og sömuleiðis er leikmyndahönnuðum hrósað fyrir snjalla lausn á þeim vanda sem hið pínulitla svið Gamla bíós skapar. ■ ÚR BRÚÐKAUPI FÍGARÓS Íslenska óperan frumsýndi Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í lok febrúar. Kóreustríðið hófst á þessum degi árið 1950, þegar hermenn frá Norður Kóreu réðust inn í Suður Kóreu. Bandaríkjamenn voru snöggir að koma Suður-Kóreu- mönnum til hjálpar sem leiddi til þriggja ára stríðsátaka. Kórea, sem áður tilheyrði Japan, var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöldina. Það voru Bandaríkjamenn sem samþykktu uppgjöf Japana í Suður Kóreu, og Sovétmenn sem gerðu hið sama í Norður Kóreu. Þetta átti eingöngu að vera tímabundin skipting, en líkt og gerðist í Þýskalandi, varð hún varanleg. Sovétríkin aðstoð- uðu við að koma á kommúnista- stjórn í Norður Kóreu, á meðan Bandaríkjamenn voru uppspretta efnahagslegrar og fjárhagslegrar aðstoðar í Suður Kóreu. Það kom öllum á óvart þegar Norðurkóreski herinn réðst inn í Suður Kóreu og fyrstu viðbrögð voru samþykkt öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um að veita ætti Suður Kóreu hernaðarlega aðstoð. Sovétmenn hefðu mjög líklega aftrað því að þessi samþykkt kæmist í gegn, en á þessum tíma voru þeir í mótmælaaðgerðum og voru því ekki viðstaddir atkvæða- greiðslu í öryggisráðinu. Það var árið 1953 sem Banda- ríkin og Suður Kórea samþykktu vopnahlé og samkvæmt skilmál- um þess hélt Kórea áfram að vera skipt í Norður og Suður, á sömu landfræðilegu slóðum og áður en stríðið hófst. ■ BANDARÍSKUR HERMAÐUR Í KÓREU Mótmæli Sovétmanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna varð til þess að þeir gátu ekki komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að verja Suður Kóreu. Innrás sem kom öllum á óvart 24 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT GEORGE MICHAEL Hinn grískættaði söngvari sem hóf feril sinn með Andrew Ridgley í Wham og hóf svo velheppnaðan sólóferil er 41 árs í dag. 25. JÚNÍ Árni Eiríkur Árnason, Svíþjóð, lést fimmtudaginn 17. júní. Einína Aðalbjörg Einarsdóttir, Lækjar- smára 4, Kópavogi, lést þriðjud. 22. júní. Eva Björk Eiríksdóttir, Ljósheimum 6, lést mánudaginn 21. júní. Jóhann Gíslason lögfræðingur, Kvista- landi 16, lést þriðjudaginn 22. júní. Jón Levý Guðmundsson, Ferjubakka 10, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. júní. 13.00 Guðmundur A. Guðmundsson bif- reiðastjóri, Hátúni 12, 105 Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 13.30 Aðalsteinn Hjálmarsson, Laugarás- vegi 7, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Einar Eiríksson bóndi, Miklholts- helli, Hraungerðishreppi, verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju 14.00 Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, áður til heimilis í Dynskógum 20, Hveragerði, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi. 14.00 Sigrún Árnadóttir, Tangagötu 15a, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju. 14.00 Þorsteinn Árnason, Yrsufelli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli. 15.00 Finnbogi Júlíusson blikksmíða- meistari, dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, Hringbraut 50, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. HUNDASÝNING HANNA BJÖRK KRISTINSDÓTTIR ■ Hátt í fimm hundruð hundar taka þátt í sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem hefst í dag í reiðhöll Gusts í Kópavogi 25. JÚNÍ 1950 KÓREUSTRÍÐIÐ HEFST ■ Fyrsta „heita“ stríð kalda stríðsins. VERÐLAUNAHUNDUR Íslenski fjárhundurinn var verðlaunaður sem besti hundurinn á síðustu sýningu Hundaræktarfélagsins en það þykir merki um að ræktun tegundarinnar hér á landi sé á réttri leið. Jón A Valdimarsson Bjarni Valtýsson Sigurbjörg Jónsdóttir Ásdís Jónsdóttir Schultz Guðbjörg Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudaginn 25. júní kl. 14.00 Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN S. SIGURÐARDÓTTIR (Dúra) Kirkjuvegi 11, Keflavík Óperunni hrósað enn á ný ÍSLENSKA ÓPERAN ÓPERUTÍMARITIÐ OPERA NOW ■ hrósar Íslensku óperunni fyrir uppsetn- inguna á Brúðkaupi Fígarós í vetur. Þetta er í annað skiptið sem þetta virta tímarit fer fögrum orðum um sýningar Óperunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Verða rígmontnir við lófaklappið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.