Fréttablaðið - 02.07.2004, Page 18

Fréttablaðið - 02.07.2004, Page 18
2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Hjónaband samkynhneigðra: Leyft á Spáni árið 2005 MADRID, AP Dómsmálaráðherra Spánar hefur lýst því yfir að spænska þingið muni hugsanlega samþykkja hjónaband samkyn- hneigðra snemma á næsta ári. Hann hefur skipað svo fyrir að hjónabandslög skuli endurskoðuð með það í huga að gera samkyn- hneigðum kleift að giftast. Ef lög- in verða að veruleika verður Spánn þriðja landið í Evrópu sem leyfir giftingar samkynhneigðra, en þær eru leyfðar í Belgíu og Hollandi. Í Bandaríkjunum geta samkynhneigðir gengið í hjóna- band í Massachusetts. ■ INNFLYTJENDAMÁL Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að straumur hælis- leitenda til Íslands sé nokkuð jafn yfir árið, þó aðeins meiri yfir sumarið. Að jafnaði leita um tíu manns á mánuði eftir hæli á Íslandi. „Önnur lönd gera topp tíu lista þar sem hælisleitendum er raðað eftir þjóðerni, Ísland er frábrugðið að því leyti að það koma frekar fáir hingað en frá mörgum þjóðríkjum,“ segir Georg. Þó er mikið um að Rússar leiti hingað. Frægt er orðið þegar kínversk sendinefnd sem stödd var hér á landi gufaði upp en Georg segir ekki frekari vandkvæði hafa komið upp með kínverska ríkis- borgara. ■ FORSETAKJÖR Framferði Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins í ný- afstöðnum forsetakosningum mun smækka báða aðila til lengri tíma litið, að því er Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna segir á heimasíðu sinni. „Þeir létu heiftina í garð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, stjórna gjörðum sínum,“ segir hann. Ögmundur segir að Morgunblað- ið, sjálfstæðismenn og framsóknar- menn hafi reynt að gera forseta- kosningarnar flokkspólitískar og sé það miður. Með því hafi þeir torvelt mjög tímabæra umræðu um for- setaembættið, eðli þess og þeirra væntinga sem menn hafi um fram- tíðarþróun embættisins. Ögmundur segir að forsetinn hafi boðið upp á málefnalega um- ræðu um embættið fyrir kosningar. „Hann sagði að hann vildi gera embættið meira afgerandi á komandi árum til dæmis á sviði ut- anríkismála og vildi hann gegna veigameiru hlutverki í samskiptum við erlend ríki í framtíðinni en hann hefði gert til þessa,“ segir Ögmund- ur. Hann bendir á að samkvæmt þessu telji Ólafur Ragnar Grímsson sig hafa fengið umboð til að þróa embættið í þá átt að það sé meira af- gerandi í þjóðmálaumræðunni og að hann hafi vald til afskipta af utan- ríkismálum. „Ég tel mjög óheppilegt að gera forsetaembættið að slíkum valda- pósti. Ég vildi meira að segja fara í gagnstæða átt og fyndist koma til greina að málskotsrétturinn hvíldi ekki hjá embættinu, heldur hjá þjóðinni. Til dæmis með því fyrir- komulagi að með tilteknum fjölda undirskrifta mætti knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þýddi að það kostaði átak og brennandi áhuga hjá stórum fjölmennum hluta þjóðarinnar að knýja slíkt fram,“ segir Ögmundur. „Í því tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir hefði þessi formúla tryggt þjóðaratkvæðagreiðslu. Það á hins vegar að heyra sögunni til að treysta á dómgreind og afstöðu eins manns hvað þetta snertir, hversu ágætur sem hann annars kann að vera. Ég tel að forsetaembættið geti áfram haft hlutverk í samfélaginu. Ég er heldur ekki að mælast til þess að forseti Íslands hafi ekki skoðun og láti hana í ljós. Með hófsemi og yfirvegun getur hann haft áhrif – en á allt annan hátt en með þeirri aðkomu sem nú er boðuð.“ sda@frettabladid.is ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Á BESSASTÖÐUM Ögmundur Jónasson telur að forsetaembættið geti áfram haft hlutverk í samfélaginu: „Ég er ekki að mælast til þess að forseti Íslands hafi ekki skoðun og láti hana í ljós. Með hófsemi og yfirvegun getur hann haft áhrif – en á allt annan hátt en með þeirri aðkomu sem nú er boðuð.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir framferði Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins í nýafstöðnum forseta- kosningum muni smækka báða aðila til lengri tíma litið. Geimferjan Cassini: Á sporbaug um Satúrnus KALIFORNÍA, AP Alþjóðlega ómannaða geimferjan Cassini náði í gær sögu- legum áfanga í geimrannsóknum þegar hún komst á braut um reiki- stjörnuna Satúrnus. Cassini fór á milli tveggja hringja sem umlykja Satúrnus í mjög vandasamri aðgerð en fjarlægðin til jarðar er um 1400 milljónir kílómetra. Mikill fögnuður braust út í stjórnstöð bandarísku geimferða- stofnunarinnar í gærmorgun þeg- ar ljóst var að takmarkinu um að koma Cassini á sporbaug um Sat- úrnus var náð. Vísindamenn hafa unnið að því undanfarna tvo ára- tugi að ná þessu takmarki en mjög litlu mátti skeika að Cassini færi einfaldlega fram hjá Satúrnusi án þess að komast á sporbaut. ■ Í NÁMUNDA VIÐ SATÚRNUS Þessi mynd var tekin 7. maí úr Cassini og sýnir Satúrnus í allri sinni dýrð. Cassini er nú komin á sporbaug um reikistjörnuna. Forstjóri Útlendingastofnunar: Jafn straumur hælisleitenda GEORG LÁRUSSON Segir ekki marga leita hælis á Íslandi. Hófsemi og yfirvegunar þörf Ögmundur Jónasson segir framferði Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins í forsetakosningum smækka báða aðila. Hann segir að forsetaembættið eigi ekki að vera jafn valdamikið og forsetinn vilji.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.