Fréttablaðið - 16.07.2004, Síða 23

Fréttablaðið - 16.07.2004, Síða 23
3FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • ÍS LENSK V ÍN G E R Ð já takk Búðu til þitt eigið vín! www.aman.is - einfalt, ódýrt og spennandi - Skeifan 11d Sími 533-1020 Bæjarlind 6 Sími 553-1080 H A D A Y A d e s ig n Grillmatur: Grillaðir ávextir eru lostæti Rioja er aðalvínhéraðið á Spáni og vínin frá fram- leiðandanum Lagunilla í Rioja hafa verið mjög vin- sæl hérlendis. Lagunilla Tempranillo er djúpfjólurautt að lit með ríkulegan angan af ávöxtum, rósapipar og fjólum, eikarkeimur í bakgrunn. Milt og mjúkt bragð með kryddtónum. Berjaríkt með léttum pipartónum í eftirbragði. Passar ákaflega vel með pitsum með kjötáleggi. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.050 kr. Lagunilla Tempranillo: Berjaríkt og milt Vín með pitsunni Sauvignon blanc þrúgan er létt og fersk og eru vín úr henni skemmtilegur sumarfélagi. Bon Courage frá Suður-Afríku er ferskt og opið vín með angan af greipaldinum, perum, sítrus og grænum eplum. Létt- ur sætur undirtónn með ríkulegum ávexti og góðu jafnvægi í sýru með löngu viðvarandi eftirbragði. Vín sem hentar vel með kjúklingasalati, skelfisk og reykt- um laxi en er einnig frábært með sjávarréttarpitsum. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Bon Courage: Létt með sjávarréttunum Vín með pitsunni Áhugi á bjór og léttum vínum hefur far- ið mjög vaxandi hérlendis og ótrúlega margir klúbbar áhugamanna eru starf- andi. Einn virtasti bjórklúbbur landsins er Bjórvinafélag Veðurstofu Íslands. Bjór- vinafélagið tók allan innfluttan bjór í smökkun og var niðurstaða félags- manna að þýski bjórinn DAB væri besti innflutti bjórinn á Íslandi. Innlendir bjórvinir eru ekki einir um að hríf- ast af DAB því árið 2001 var DAB valin næstbesti bjór í heimi í „pilsner“ flokki. Að keppninni stóðu flestir bjórframleiðendur heims og báru þeir saman og dæmdu allar helstu fáanlegar bjórtegundir. DAB er upprunalegur og hreinn Dort- munder bjór. Í Dortmund er sterk og löng hefð í bruggaðferðum og hreinleikinn ævinlega verið aðalsmerki bjórs þaðan. Bæjarbúar segja gjarnan stoltir að DAB sé ekki bara framleiddur samkvæmt hefð, DAB-bjórinn sé hefð. DAB er el- egant og fágaður bjór, ljósgylltur að lit, örlítil sæta í humlunum og frekar langt eftirbragð með góðri fyllingu sem gerir það að verkum að hann á afar vel við mat. Bjór ræður misvel við mat en DAB er einn af fáum sem ræður við flest- allan mat. ■ Girnilegir grillaðir ávextir. Bjórsmökkun: Bjórvinir velja DAB besta innflutta bjórinn Nýjung frá Frón: Brakandi sesamkex Sesamkex er ný íslensk kextegund frá verksmiðjunni Frón. Stökkt og brak- andi. Það er einkum ætlað sem smurkex, enda fer það vel með osti og smjöri en svo er það líka gómsætt eitt og og sér eins og það kemur fyrir úr pakkanum. Það er í sömu línu og hafrakexið sem Frón hefur nýlega markaðssett í nýjum umbúðum. ■ Á sumrin grilla flestir kjöt, fisk og græn- meti en það eru ekki margir sem grilla ávexti. Sæmundur Kristjánsson, mat- reiðslumaður á veitingastaðnum Á næstu grösum, er laginn við það. „Grill- aðir ávextir eru lostæti og mér finnst til- valið að setja þá á grillið og nota hug- myndaflugið í því sambandi. Sem dæmi um ávexti sem góðir eru á grillið eru melónur, fíkjur, apríkósur, ananas, appel- sínur, sítrónur og greipávextir. Þá er alveg þrælgott að smyrja ávextina með hunangi því það gefur þeim viðbótar- sætu og er það gert þegar búið er að grilla ávextina. Þá er safi kreistur úr mandarínu eða appelsínu út í fljótandi hunangið, það blandað saman og hellt yfir ávextina,“ segir hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.