Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 2
2 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Flutningabíllinn í slysinu við Laxá stóðst ekki skoðun: Athugasemdir gerðar við hemlabúnaðinn SLYS Flutningabíllinn, sem ekið var út af brúnni í Laxá í Laxár- dal á þriðjudaginn, stóðst ekki skoðun í apríl vegna athuga- semda sem meðal annars voru gerðar við aksturshemla og stýrisbúnað, að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra öku- tækjasviðs Frumherja. Athugasemdirnar voru alls fimm. Þær vörðuðu stillingu aðalljósa, útblásturskerfið, reykþykkni, stýrisenda, loftleka í lofthemlakerfinu og hemlunar- getu aksturshemla, að sögn Jóns Hjalta. Sigvaldi Arason, fram- kvæmdastjóri Borgarverks, eig- anda flutningabílsins, fullyrti það í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að engar athugasemd- ir hefðu verið gerðar við hemla- búnað bílsins. Sigvaldi svaraði ekki hringingum Fréttablaðsins í dag. „Við endurnýjuðum hemla- búnað bílsins í vetur sem hluta af reglulegri yfirferð á öllum tækjum fyrirtækisins,“ sagði Sigvaldi. Það var nokkru áður en aðalskoðun fór fram. Hann sagði því ekkert um það hvort gert hefði verið við hemlabún- aðinn eftir athugasemdirnar sem voru gerðar við hemlabún- aðinn við skoðun. ■ Vandi færður milli borgarhluta Kennslustofa verður færð frá frístundaheimili Engjaskóla í annan skóla í borginni. Sumarnámskeið raskast og tilhögun daggæslu skólabarna í vetur er ófrágengin. Ekkert samráð var haft við foreldraráð skólans. SKÓLAMÁL Ákvörðun Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur um að fjar- lægja aðra færanlega kennslu- stofu af tveimur sem Brosbær, frístundaheimili Engjaskóla, hef- ur til umráða, raskar starfsemi leikjanámskeiða sem nú fara fram á staðnum. Þá liggur ekki fyrir hvernig tilhögun daggæslu skólabarna verður háttað í vetur. Kennslustofan var flutt burt í gærkvöld þannig að starfsemin fer úr 120 fermetrum í 60 fer- metra. „Aðalatriðið er að aðstaðan sé viðunandi og bæði foreldrar og starfsfólk séu ánægð með hana. Eins og staðan er núna þá eru mál í uppnámi,“ segir Atli Steinn Árnason, forstöðumaður frí- stundamiðstöðvarinnar Gufunes- bæjar, en undir hana heyrir Bros- bær. Hann segir að færa eigi stof- una að öðrum skóla í Reykjavík þar sem hennar sé þörf. Næsta vetur er útlit fyrir að í Brosbæ verði um 45 börn í gæslu með skóla. Guðbrandur Guðmundsson, sem á sæti í foreldraráði, segir sína tilfinningu að þarna séu emb- ættismenn að höndla með mál sem betur hefðu verið á forsvari stjórnmálamanna. „Það er verið að leysa plássvandræði annars staðar með því að búa til vanda- mál hjá okkur,“ segir hann og tel- ur að eðlilegra hefði verið að hinkra með flutning stofunnar meðan leitað yrði viðunandi lausnar. Þá bendir hann á að ekki hafi verið haft samráð við for- eldraráðið og því gefinn kostur á að gefa umsögn sína um málið, líkt og þó er kveðið á um í reglum um samskipti foreldraráða og skólayfirvalda í grunnskólum Reykjavíkur. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir að sér hafi borist mótmæli foreldra. „Ég hef ekki áhyggjur af því að málið verði ekki leyst eftir að hafa rætt bæði við Fræðslumið- stöð og skólastjóra Engjaskóla. Frístundaheimilið hefur verið mjög rúmgott,“ segir Stefán og bendir á að í samningi Fræðslu- miðstöðvar og ÍTR sé gert ráð fyrir að hvert frístundaheimili hafi um 60 fermetra húsnæði sem miðstöð og samnýti svo skólahús- næði með skólanum. „Það verður gert hér eftir,“ segir Stefán Jón en telur um leið að vera kunni að ekki hafi verið hugað nægilega að sumarnámskeiðum sem standa yfir í Brosbæ áður en ákveðið var að færa kennslustofuna. olikr@frettabladid.is FRÁ DARFUR Talið er að um ein milljón Súdana hafi þurft að flýja heimili sín í Darfur-héraði vegna ófriðar við arabíska vígamenn. Utanríkisráðherra Súdans: Lofar að finna lausn DARFUR, AP Utanríkisráðherra Súd- ans lofaði í gær að kröfum Samein- uðu þjóðanna um að binda enda á skálmöld í Darfur-héraði yrði mætt. Þá sagði hann ólíklegt að til hernaðaríhlutana í héraðinu kæmi. Engin vestræn ríkisstjórn hef- ur hótað að ráðast inn í Súdan. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur þó nefnt þann möguleika að gripið verði til aðgerða í Darfur-héraði eftir að erfiðleikar stjórnvalda við að afvopna sveitir arabískra vígamanna komu í ljós. ■ ■ ÓLYMPÍULEIKARNIR „Það er best að þau lesi sjálf, bæði leikinn og lífið.“ Sigurður Svavarsson er útgáfustjóri Eddu. Edda gaf fjóra kassa af bókum til ólympíuliðs Íslands sem er á leiðinni til Aþenu. SPURNING DAGSINS Sigurður, viltu þá frekar að það sé lesið fyrir keppendurna heldur en yfir þeim? Hlutafjárútboð Google: Gæti tafist SAN FRANSISCO, AP Ekki er víst að hægt verði að standa við áform um að hlutafjárútboð í Google fari fram á mánudaginn. Í ljós hefur komið að um 23 milljónir hluta hafa verið gefnir út á ólöglegan hátt á síðustu þremur árum. Strangar reglur gilda um til- kynningar á hlutafjársölu í Bandaríkjunum en þeim var ekki hlýtt. Google býðst til að kaupa hlutabréfin, sem ekki voru skráð, til baka en líklegt er talið að ýms- ir þeir sem töldu sig hafa keypt hluti á löglegan hátt vilji hærra endurgjald fyrir hlutinn en Google býður. ■ ÁFRAM Í GÆSLUVARÐHALDI Gæsluvarðhald yfir tæplega fer- tugum manni sem var tekinn með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í lok maí var framlengt í gær. Mað- urinn verður í haldi uns dómur fellur en þó ekki lengur en til fimmtánda september. Maðurinn var með efnin innanklæða. ■ ASÍA ÞRETTÁN HERMENN LÉTUST Þrett- án pakistanskir hermenn létust þegar þyrla sem þeir voru í hrap- aði í fjallshlíð. Verið var að flytja hermennina til svæðis þar sem talið er að háttsettir al-Kaídaliðar hafist við. Hermálayfirvöld kenndu vélarbilun um hrap þyrl- unnar en sögðu hermennina samt sem áður píslarvætti í baráttunni gegn hryðjuverkum. STJÓRNMÁL Nýjar reglur hafa verið settar um inngöngu nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eft- ir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntöku- beiðnum nýrra félaga í aðdrag- anda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, segir að reglurnar gildi um öll félög innan flokks- ins. „Í reglunum segir meðal ann- ars að ef stjórn í félagi ætli að setja tímatakmarkanir varðandi inngöngu nýrra félaga þurfi að kynna þær með góðum fyrir- vara. Fresturinn verður jafn- framt að vera lengri en lág- marksfrestur til að auglýsa aðalfund,“ segir Kjartan. Atli Rafn Björgvinsson, for- maður Heimdalls, segist reikna með því að félagið muni starfa eftir þessum nýju reglum. „Frestur til að skrá nýja fé- laga verður tilkynntur með góð- um fyrirvara áður en aðalfund- ur verður boðaður,“ segir Atli. Hann segist vona að reglurnar komi í veg fyrir deilur vegna stjórnarkjörs líkt og þær sem upp komu í fyrra. Bolli Skúlason Thoroddsen, mótframbjóðandi Atla Rafns í síðustu kosningum, segir að aðalatriðið sé að þeir sem vilji ganga í Sjálfstæðisflokkinn geti gert það með einföldum hætti. „Við lítum svo á að það hafi alltaf verið í gildi auðskiljanleg- ar og einfaldar reglur um inn- göngu nýrra meðlima en í fyrra voru reglurnar þverbrotnar af stjórn Heimdalls,“ segir Bolli. ■ Nýjar reglur um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn: Afstýri deilum við stjórnarkjör Íslenskir fjárfestar: Kaupa í Tékklandi VIÐSKIPTI Fjárfestahópur sem í eru meðal annars íslenskir fjárfestar hefur keypt yfir 70 prósenta hlut í tékknesku fjarskiptafyrirtæki. Meðal fjárfestanna er Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, en hann hefur tekið þátt í fjárfest- ingum í símafyrirtæki í Búlgaríu ásamt meðal annars Landssíman- um. Landssíminn er ekki þátttak- andi í þessari fjárfestingu. Fyrirtækið, Ceske Radiokom- unikace, skiptist í símaþjónustu, útvarps- og sjónvarpssendingar. Markaðsvirði fyrirtækisins er 36,7 milljarðar króna og hefur eigendum minnihluta hlutafjár verið gert yfirtökutilboð. ■ Lögreglan í Reykjavík: Leitar að brennuvargi LÖGREGLA Leitað er að brennuvargi eða -vörgum sem kveiktu í fjórum bílum í Vesturbæ Reykjavíkur að- faranótt þriðjudags. Einnig var gerð tilraun til að kveikja í fimmta bílnum. Kveikt hefur verið í eða gerð tilraun til íkveikju í níu bílum í Vesturbæ Reykjavíkur frá því snemma árs. Ekki fást upplýsing- ar hjá lögreglu hversu vel á veg rannsóknin er komin en svo virð- ist sem kveikt hafi verið í bílunum innan frá. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessa. ■ MIKIÐ EFTIRLIT Tæplega 200 íþróttamenn munu þurfa að gang- ast daglega undir lyfjapróf á Ólympíuleikunum í Aþenu sem senn hefjast. Er þetta langmesta eftirlit á íþróttamóti til þessa og fjórðungi meira en á síðustu Ólympíuleikum í Sydney í Ástral- íu. Niðurstöður eiga að liggja fyrir eigi síðar en 36 tímum seinna. FLUTNINGABÍLLINN SEM FÓR ÚT AF BRÚNNI YFIR LAXÁ Í LAXÁRDAL Vörubifreiðin teyptist tíu metra niður í stórgrýti. Hafði fengið athugasemdir í skoðun vegna stýrisenda og hemlunarbúnaðar í apríl. Þykir mesta mildi að enginn hafi slasast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R SI G U R B JÖ R N SS O N STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs segist fullviss um að leyst verði úr málum vegna daggæslu skólabarna í Engjaskóla í vetur með far- sælum hætti. BROSBÆR VIÐ ENGJASKÓLA Annað tveggja einingahúsa, sem notað var undir frístundaheimilið Brosbæ við Engjaskóla í Grafarvogi í Reykjavík, var í gær flutt til að leysa húsnæðisvanda í öðrum skóla í borginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ DÓMSMÁL KJARTAN GUNNARSSON Nýjar reglur hafa verið settar um inngöngu nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir kæru vegna stjórnarkjörs Heimdalls í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.