Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 4
4 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Afkoma sveitarfélaganna árið 2003: Rekstur víða erfiður SVEITARSTJÓRNARMÁL „Af þessu má draga þá ályktun að afkoma sveitarfélaganna í landinu sé enn í járnum og rekstur víða afar erfiður,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Birtar hafa verið bráðabirgðaniður- stöður úr ársreikningum sveit- arfélaga árið 2003 og er afkom- an lakari en árið á undan sem einnig reyndist mörgum erfitt. Gunnlaugur segir enga ein- hlíta ástæðu fyrir erfiðleikun- um. „Róðurinn virðist vera sér- staklega erfiður fyrir millistór sveitarfélög sem hafa á bilinu eitt þúsund til fimm þúsund íbúa. Íbúum á þessum slóðum hefur fækkað til muna á undan- förnum árum meðan kröfur þeirra sem eftir verða um hækka um betri þjónustu í takt við það sem gerist á stærri þétt- býlisstöðum.“ Fleiri þættir vega þungt í rekstarafkomu sveitarfélag- anna. Handbært fé sem þau hafa til ráðstöfunar í rekstri sínum lækkaði umtalsvert milli ára, úr 5,7 milljörðum króna í 4,3 millj- arða. Eignir hækkuðu þó á sama tíma og launagjöld, sem er stærsti útgjaldaliðurinn, lækk- uðu um tæp tvö prósent. ■ Óttaðist um líf sonar síns á hverjum degi Móðir fjögurra ára drengs með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum telur vítamíndropa hafa vakið ofnæmið. Um tveggja ára skeið óttaðist hún um líf sonar síns af þessum sökum en er nú farin að slaka á. HEILBRIGÐISMÁL Sólbjörg Linda Reynisdóttir óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arn- þórs Birkis Sigurðssonar, sem nú er fjögurra ára. Hún segist heldur vera farin að slaka á núna. Arnþór Birkir er með svæsið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum. Honum voru gefnir A- og D - vítamíndropar þegar hann var kornabarn og telur móðir hans að jarðhnetuolía í dropun- um hafi vakið ofnæmið. Neyðarsprauta með adrenalíni fylgir barn- inu hvert sem það fer. Lítil börn geta fengið lostviðbrögð ef það þarf að sprauta þau, að sögn Lindu. „Hann var alltaf mjög slæmur í húðinni og órólegur þegar hann var lítill,“ sagði Sólbjörg Linda. „Það hætti um svipað leyti og hætt var að gefa honum dropana.“ Hún sagði að tvisvar sinnum hefði Arnþór Birkir fengið upp í sig eitthvað sem hann ekki þoldi og fengið slæm köst. Í annað skiptið hefði það verið kex- kaka. „Hann bólgnaði upp á augabragði og náði ekki andanum. Ég sló í bakið á honum og hann gubbaði bit- anum. Hann náði sér án þess að það þyrfti að sprauta hann,“ útskýrði hún og bætti við að sprautan væri ætluð til að sprauta í gegnum fötin. Hálsinn lok- ist svo snöggt í s v æ s n u ofnæmiskasti, að um sekúndur séu að ræða sem geti kostað mannslíf, sé ekki fljótt og rétt brugðist við. Hún kvaðst ekki kaupa neinar vörur sem minnsti vafi gæti leikið á að innihéldu jarðhnetur. Þess vegna hefði hún hringt í hinar ýmsu verksmiðjur hér heima til að fullvissa sig um að vörur þeirra gerðu það ekki. „Hins vegar lenti ég í því að ég keypti einhverja olíu til að setja út í baðið hjá Arnþóri Birki. Hún átti að hafa góð áhrif á húðina. En hann fékk rosaleg ofnæmisviðbrögð svo það hefur verið einhver snefill af hnetu í henni án þess að það væri merkt. Annað dæmi get ég nefnt. Ég keypti oft SMS - bananaskyr handa honum. Umbúðirnar voru í sérstökum lit. Einhverju sinni ætl- aði ég að kaupa svona pakkningu, en leit utan á hana í einhverri rælni. Þá var búið að skipta bananaskyrinu út fyrir hnetuskyr. Þetta fannst mér vítavert, vegna þessa les ég á allar umbúðir í hvert sinn sem ég versla. „Það snýst allt um þetta. Ég er alltaf á vaktinni og get aldrei sleppt af honum augunum utan heimilis. Fólk þyrfti að vera virki- lega á verði gegn því að bjóða börn- um umhugsunarlaust kex eða sæl- gæti, til dæmis í stórmörkuðum.“ jss@frettabladid.is Forsætisráðherra: Davíð við góða líðan VEIKINDI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra er við góða líðan og tek- ur að sögn lækna eðlileg- um framförum eftir aðgerð sem var gerð á honum fyrr í vikunni eftir að illkynja mein hafði greinst í skjaldkirtli hans. Forsætisráðherra hefur verið fluttur á legudeild Landspítala - háskólasjúkrahúss að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu. ■ SÉRTRÚARSÖFNUÐURINN Hauskúpur og aðrar líkamsleifar voru í varðveislu safnaðarins. Sértrúarsöfnuður: Fimmtíu lík fundust NÍGERÍA, AP Þrjátíu manns í austur- hluta Nígeríu voru handteknir eft- ir að líkamsleifar fimmtíu mann- eskja fundust. Fólkið virðist hafa verið fórnarlömb sértrúarsafnað- ar. Mörg líkanna höfðu verið smurð og virðist sem sum fórnar- lömbin hafi látist eftir að hafa inn- byrt eitur til að sanna sakleysi sitt í einhvers konar trúarathöfnum. Lögreglan leitar nú líkamsleifa fleiri manna. Sértrúarsöfnuðurinn er sagður koma á sáttum í deilu- málum, sérstaklega varðandi við- skipti, með því deiluaðilar eru látn- ir drekka ólyfjan og sá saklausi sagður lifa af. Æðstiprestur safn- aðarins losnaði við handtöku sök- um aldurs en hann er fjörgamall. ■ Eskifjörður: Sportbátur sökk BJÖRGUN Sportbátur sökk í höfn- inni á Eskifirði í gær. Að sögn Halldórs Vilhjálms- sonar, formanns björgunarsveit- arinnar Brimrúnar, sást báturinn á floti klukkan tíu í gærmorgun en var sokkinn tveimur tímum síðar. Ekki er mjög djúpt þar sem bátur- inn sökk og stóð hann á hælnum á mótornum. Björgunarsveitin dældi sjó úr bátnum og dró hann upp í fjöru þaðan sem hann var fluttur á brott með flutningabíl. ■ ■ BANDARÍKIN Ætlarðu að fylgjast með Gay Pride um helgina? Spurning dagsins í dag: Á að veita umsækjendum um pólitískt hæli hér á landi vasapeninga? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 81% 19% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Rússneska þingið: Banna bjór- auglýsingar MOSKVA, AP Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í gær að banna bjórauglýsingar í sjónvarpi mestan hluta dagsins. Fastlega er búist við því að frumvarpið verði að lögum á næstu vikum. Takmarkanirnar geta haft í för með sér mikil áhrif á rússneskan efnahag en bjórsala er í hröðum uppgangi í landinu. Þá gætu tak- markanirnar minnkað umtalsvert tekjur sjónvarpsmiðla og minnk- að stuðning framleiðenda við íþróttaviðburði. ■ HEFÐI BRUGÐIST FYRR VIÐ John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, sagði blaðamönnum að hann hefði brugðist fyrr við en George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar honum var tilkynnt um hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber. Bush sat kyrr í sjö mínútur meðal skólabarna eftir að ráðgjafi hans sagði honum frá árásunum. STÓRHÆTTULEG DÝR Ár hvert valda dýr umferðarslysum þar sem meira en 26 þúsund Bandaríkja- menn slasast og 200 látast. Í helm- ingi tilfella slasast ökumenn þegar þeir aka á dýr en hinn helmingur- inn slasast þegar bílnum er beygt til að koma í veg fyrir að keyra á dýr, hvort sem um er að ræða kýr, dádýr eða íkorna. DÝRAVERND Fæstir nýta sér leður í búninga sína á Gay Pride-hátíðinni heldur frekar gervidót og plast, seg- ir Skjöldur Eyfjörð, rekstrarstjóri Jóns forseta, skemmtistaðar fyrir samkynhneigða. Félagar í dýra- verndunarsamtökunum PETA og ís- lenskir dýravinir stóðu á Austur- velli á hádegi á miðvikudag og skor- uðu á gesti Gay Pride-hátíðar um komandi helgi að nota ekki leður í búninga sína. Magnús Skarphéðinsson, for- sprakki íslenskra dýravina og með- limur í PETA, segir það dapurlegt að sífellt sé lögð meiri áhersla á leðrið í Gay Pride-göngunni. „Gangan hefur verið auglýst er- lendis sem Gay Pride Leather Summit 2004 in Iceland. Þetta hefur vakið athygli erlendis og við trúum því að samkynhneigðir, sérstaklega, séu mjög góðhjartað fólk og geri þetta meira í hugsunarleysi að velja sér leðurflíkur.“ Skildi stendur á sama hvort not- að sé leður í búningana. „Það ganga allir í leðurskóm og hafa leðursófa- sett heima hjá sér þannig að ég veit ekki hver tilgangurinn er að fara út á götu og æpa að það eigi ekki að nota leður. Við erum að éta þessi dýr og af hverju á þá ekki að nýta húð- ina. Það er ekki eins og dýrin séu rækuð fyrir leðrið eitt,“ segir Skjöldur. ■ Hvatt til notkunar gerviefna á hátíð samkynhneigðra: Fæstir klæða sig í leður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M REYKJAVÍK Rekstur borgarinnar þótti ekki framúrskar- andi en var þó mun betri en margra ann- arra sveitarfélaga úti á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STÖÐUGT Á VAKTINNI Sólbjörg Linda Reynisdóttir, móðir Arnþórs Birkis, þarf alltaf að vera vakandi yfir því að hann láti ekki ofan í sig neitt með hnetum í. Hann er með svæsið bráðaofnæmi og hefur fengið afar slæmt kast. GERVIEFNI OFAN Á Íslenskir dýravinir og PETA hvöttu til notkunar á gerviefnum í Gay Pride-göngunni á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.