Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 10
10 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR BÆTIST Á KJÖRSKRÁNA Þessar afgönsku konur mættu í mosku í Kabúl til að skrá sig á kjörskrá fyrir forseta- kosningarnar sem fara fram í október. Níu af hverjum tíu Afgönum með kosningarétt hafa skráð sig á kjörskrá. Konur eru 41 prósent þeirra sem hafa skráð sig. Peningalausir hælisleitendur: Vegið að mannlegri virðingu FLÓTTAFÓLK Vegið er að mann- legri virðingu og sjálfræði hæl- isleitenda með því að greiða þeim ekki vasapeninga, að mati Ragnars Aðalsteinssonar hæsta- réttarlögmanns. Um áramót tók félagsþjónusta Reykjanesbæjar við umsjá fólks sem hér leitar pólitísks hælis og um leið var látið af greiðslum vasapeninga líkt og tíðkast hafði fyrir þann tíma þegar umsjá fólksins var í höndum Rauða kross Íslands. „Það hefur nú verið vaninn til þessa hér á Norðurlöndum að greiða slíka vasapeninga þannig að fólk hefði eitthvert sjálfræði. Þetta er meðal annars gert til að fólk glati ekki algjörlega hinni mannlegu virðingu og geti gert aðra hluti en þá sá sem heldur þeim uppi ákveður, til dæmis keypt sér tannkrem, tannbursta, eða jafnvel farið í bíó,“ segir Ragnar og bætir við að ákvörð- unin um að greiða fólkinu ekki vasapeninga sé pólitísk. „Í þessu liggja ugglaust skilaboð um að menn skuli ekki koma hingað í leit að hæli.“ Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði við Háskóla Ís- lands, telur nokkuð harkalega fram komið við hælisleitendur að neita þeim um vasapeninga. „Þetta eru manneskjur eins og aðrir,“ segir hann og telur að haga ætti umönnun flóttafólks með þeim hætti að það geti bor- ið höfuðið sem hæst miðað við bágar aðstæður sínar. ■ Stefnir í stórslys við Geysi Íslenskur leiðsögumaður varð vitni að því þegar við lá að stórslys yrði við Geysi í Haukadal. Ferðafólk hafði verið að gægjast ofan í hverinn, þegar hann gaus skyndilega. Fólkið átti fótum fjör að launa. „Það stefnir í stórslys við Geysi ef ekki verða settar upp nákvæmar merkingar á svæðinu,“ sagði Harpa Harðar leiðsögumaður og starfsmaður í Goethestofnuninni í Reykjavík. Hún kveðst hafa orðið vitni að því að fólk hafi beinlínis sett sig í lífshættu við að standa of nærri Geysi í Haukadal, sem hafi þá gosið, öllum að óvörum. Hún segir merkingar ófullnægjandi og fólk virði ekki blátt band sem sett hafi verið umhverfis hverinn. Það var þann 24. síðasta mán- aðar, sem Harpa var á ferð með hóp af þýskum ferðamönnum á Geysissvæðinu. Hún var búin að ítreka við þá allar umgengnisregl- ur við hverina. „Þegar ég kom inn inni á efra svæðið sá ég hvar ungir foreldrar með 2 börn stóðu við gígbarminn hjá Geysi í mesta gufumekkinum og skyggndust niður í gosgíginn! Ég hrópaði hástöfum til þeirra að hypja sig af svæðinu og jafnframt hvort þau hefðu í hyggju að bren- na sig og börnin til bana. Þau færðu sig þá um nokkra metra úr gufumekkinum en stóðu samt áfram rétt við barminn. Einni mínútu síðar byrjaði Geys- ir að gjósa og kom mikil og væn gusa af 80-100˚C heitu vatni og gufu upp um um það bil 6-8 metra og féll niður þar sem unga parið hafði staðið rétt áður. Þau urðu að taka til fótanna en fóru þó ekki langt. Um leið komu fleiri manns hlaupandi og hoppuðu yfir bláa bandið til að skoða gosið í sem mestri nálægð, „Ég persónulega varð fyrir áfalli, enda sá ég banaslys fyrir mér.“ Harpa kvaðst hafa hlaupið til Geysisstofu til að kalla á ábyrgan aðila sem gæta ætti svæðisins. Henni hefði verið tjáð að landvörð- ur ætti að vera staddur á hvera- svæðinu, en hún hefði ekki orðið hans vör. Hún kveðst vilja láta ferðafólk greiða aðgangeyri að svæðinu. Innkomuna mætti svo nota til að greiða laun varða sem leiðbeindu gestum og sæju til þess að umgengnisreglum væri hlítt. jss@frettabladid.is út sa la Allt að 50% afsláttur VOGUE REYKJAVÍK • MÖRKIN 4 • SÍMI 577 5060 VOGUE AKUREYRI • SKIPAGATA 18 • SÍMI 462 3504 RAGNAR AÐALSTEINSSON Ragnar telur stjórnvöld senda þau skilaboð að hælisleitendur séu ekki velkomnir hér með því að greiða þeim ekki vasapeninga og vega þar með að mannlegri virðingu og sjálfræði þeirra. HÆTTUÁSTAND Fólkið lengst til vinstri á myndinni stóð rétt við gíginn, þegar Geysir gaus, að sögn Hörpu Harðar leiðsögumanns, sem tók myndina þegar gosið var í rénun. Hún sagði fólkið hafa tekið til fótanna þegar hún kallaði til þess að vara sig. Myndina tók hún 24. júlí ofan frá Konungshver. KJARAMÁL „Þarna er um að ræða lít- ið skref í rétta átt en engu að síður er langt í land ennþá,“ segir Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur. Háttsettir aðilar innan varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli hafa gefið munnlegt samþykki til að koma til móts við kröfur hundruða íslenskra starfsmanna sem hafa ekki fengið lögmætar kjarabætur greiddar síðastliðin fjögur ár. Kristján segir að í bígerð hafi verið lögsóknir vegna þessa en þær hugmyndir hafi nú verið lagð- ar á hilluna. Björninn sé þó ekki með öllu unninn. „Það er enn hópur manna sem telur á sig hallað og hyggst halda kröfum sínum til hlít- ar. Þar er um að ræða aðila sem telja sig eiga fleiri kröfur á hendur varnarliðinu vegna ýmissa sér- samninga þeirra starfsstéttar. Um tæplega 20 manns er þar að ræða og þeir halda málinu til streitu þrátt fyrir að þessi árangur hafi náðst. Það er of snemmt að segja að málið sé í höfn.“ Samþykkir varnarliðið að standa við hækkanir til starfs- manna vegna almennra kjara- samninga frá árinu 2000. Enn- fremur verða greiddar upp hækkanir frá marsmánuði síðast- liðnum sem og vegna launaskriðs í haust sem leið. ■ Kjaradeila starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Málið er ekki enn komið í höfn BÆKISTÖÐ VARNARLIÐSINS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Varnarliðið hefur fallist á að greiða laun samkvæmt kjarasamningum í landinu en lítill hópur telur sig eiga meira inni en það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.