Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 38
Shaun of the Dead Í Shaun of the Dead er hæfileg blanda af hryllingi og húmor. Uppbyggingin í söguþræðinum er virki- lega skemmtilega unnin. Það að aðalsögupersón- urnar eru síðastar af öllum að uppgötva hvað er í gangi í kringum þær er drepfyndið. KD Good Bye, Lenin! Ekki eins fyndin og áður hafði verið lýst. Það breytir því ekki að fyrir mynd sem fór afar hægt af stað, þró- aðist hún í mjög hugljúfa fjölskyldusögu sem ég hafði ánægju af. SS 30 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR „The media, the corporations, the politicians... have all done such a good job of scaring the American public, it's come to the point where they don't need to give any reason at all.“ - Michael Moore sýnir fram á tengsl milli hræðsluáróðurs stjórnvalda, fjölmiðla og stór- fyrirtækja í Bandaríkjunum varðandi aukna glæpatíðni og byssugleði hins almenna borgara, í heimildarmyndinni Bowling for Columbine frá árinu 2002. Heimildarmyndin Fahrenheit 9/11 í leikstjórn Michaels Moore hefur vakið gífurlegt umtal síð- an hún var frumsýnd. Ekki að ástæðulausu því í myndinni ræðst Moore harkalega að George W. Bush Bandaríkjafor- seta og ríkisstjórn hans. Sýnir hann meðal annars fram á tengsl Bush við fjöl- skyldu hryðjuverkamannsins Osama bin Laden. Fjallað er um aðdraganda og eftirmála árásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 og þar dregur Moore sínar eigin ályktanir. Myndin vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor sem besta myndin og hefur fengið góða dóma hjá flestum gagnrýnendum. Jafnvel er búist er við því að hún verði áberandi á næstu Óskarsverðlaunahátíð eins og síðasta mynd Moore, Bowling For Columbine, sem fékk Óskarinn sem besta heim- ildarmyndin. Í henni deildi Moore hart á byssueign Banda- ríkjamanna og tengdi hana við fjöldamorðin hræðilegu í Col- umbine-skólanum. Fahrenheit 9/11 hefur halað inn tæpar 110 milljónir Banda- ríkjadala síðan hún var frum- sýnd í lok júní, eða um 7,7 milljarða króna. Er hún orðin mest sótta heimildarmynd sög- unnar. ■ The Village, eða Þorpið, er nýjas- ta kvikmynd leikstjórans M. Night Shymalan sem sló í gegn með draugamyndinni The Sixth Sense. Myndin fjallar um íbúa í ein- öngruðu þorpi þar sem allt virðist vera með felldu. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að íbúarnir hræðast mjög þær verur sem búa í skóginum umhverfis þorpið. Þegar Joaquin Phoenix í hlutverki Lucius Hunt dirfist að kíkja inn í skóginn verður ekki aftur snúið og framtíð þorpsins friðsæla er í hættu. Með önnur helstu hlutverk fara Bryce Dallas Howard, Adrien Brody, sem vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Pianist, Willi- am Hurt, Sigourney Weaver og Brendan Gleeson. ■ THE VILLAGE Bryce Dallas Howard og Joaquin Phoenix í hlutverkum sínum í The Village. FAHRENHEIT 9/11 Michael Moore ræðir við bandarískan hermann í heimildarmynd sinni, Fahrenheit 9/11. Moore í stjórnarandstöðu Skógarverur ógna friðsælu þorpi [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.