Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 23
3FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004 B-vítamín og C-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminnar. Vítamínin í B-STRESS eru sérvalin næringarefni fyrir taugarnar. Þau gegna auk þess mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, gróskumikinnhárvöxt, heilbrigt og fallegt hörund og heilbrigða starfsemi hjarta og æða. AVENA er nærandi fyrir taugarnar og kjöri› a› nota á›ur en lagst er til hvíldar. Öflug tvenna fyrir taugarnar Þegar þú kaupir glas af B-STRESS færðu AVENA frítt með í kaupbæti K R A F T A V E R K Helgartilboð! B-Stress kostar kr. 916,- Avena kostar kr. 885,- Sykurskert bökunarduft: Sætar kökur sem ekki fita Komið er á markað bökunar-duft sem inniheldur aðeins örfáar hitaein- ingar. Þetta duft er tilvalið fyrir fólk sem vill forðast mikinn sykur en fá samt góða og sæta kökusneið með kaffinu. Bök- u n a r d u f t i ð i n n i h e l d u r engin rot- varnar- eða litarefni. Auðvelt er að baka úr duftinu og innihaldslýsing á pökkunum er á íslensku. Bökunarduftið fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og Fjarðarkaupum. ■ BÖKUNARDUFTIÐ Innihaldslýsingar á pakka eru á íslensku. Auglýsing Fréttatilkynning úr Fréttablaðinu 20.02.04 Faxe Premium bjórinn er nú kominn í nýjan búning, hálfgerð víkingaklæði. Hann er áfram á sama verði og verið hefur enda markmið danska framleiðandans Bryggerigruppen að bjóða vörur sínar á svipuðu verði til vínbúða á Íslandi og gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Má geta þess að heildsöluverð til vínbúða á Faxe er um 22–27% lægra en á innlendum bjórtegundum sem eru svipaðar að styrkleika. Í fyrra hóf Bryggerigruppen að selja Faxe á ný til Íslands eftir nokkurra ára hlé. Ákveðið var að bjóða Faxe á lægra verði en dæmi voru um hérlendis. Mark- aðshlutdeild bjórsins hefur tí- faldast á þessu tímabili og nem- ur nú um 10%. Þegar Faxe kom á markaðinn var ódýrasti bjórinn í vínbúðum á 189 kr. en með inn- komu Faxe á lægra verði jókst samkeppnin mjög og ýmsar teg- undir lækkuðu í verði. Það virð- ist þó sem þessi samkeppni hafi í sumum tilfellum aðeins verið tímabundin, því um síðustu mán- aðamót hækkuðu tvær tegundir sem höfðu verið að keppa við Faxe í verði. Verð í Vínbúðum er 119 kr. í 33 cl dós og 159 kr. í 50 cl dós. ■ Litarefni í mat: Auka líkur á ofvirkni Talið er að tilbúin litarefni og bensóat-rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börn- um. Sú er niðurstaða rannsóknar á hegðun 277 forskólabarna sem dr. John O. Warner frá Southampton General Hospital í Bretlandi stjórn- aði. Þetta kemur fram í grein í júní- hefti tímaritsins Archives of Disease in Childhood og fréttastofa Reuters hefur einnig greint frá rannsókninni. Áhrifin þóttu marktæk en nánari rannsókna er þó þörf áður en farið verður fram á að viðkomandi efni verði tekin af lista yfir viðurkennd efni til notkunar í matvælavinnslu. Áætlað er að gera aðra rannsókn á 4–9 ára börnum. ■ Sígildir réttir: Að hætti franskra Lauksúpa 50 g smjör 800 g laukur 2 msk. hveiti 1 l soð 1 stilkur timjan, en 1 teskeið ef það er þurrkað 2 lárviðarlauf pipar salt múskat á hnífsoddi 4 ristaðar brauðsneiðar, skornar í teninga 50 g rifinn ostur Laukurinn skorinn gróft og steiktur í smjörinu. Hveitinu stráð yfir. Soðinu bætt út í ásamt kryddinu og súpan látin sjóða í 10 mínútur. Sett í súpubolla með brauð- teningunum, ostinum stráð yfir og bökuð í ofni í tíu mínútur. Franskt tómatsalat 6 meðalstórir tómatar 1/2 laukur 1/2 tsk. sykur ediksósa (sjá uppskrift) steinselja Tómatarnir eru skornir í sneiðar. Laukurinn saxaður fínt og dreift á milli tómatsneið- anna í skál. Ediksósan látin drjúpa yfir og saxaðri steinselju dreift yfir að lokum. Ediksósa 1 msk. rauðvíns- eða hvítvínsedik 3 msk. ólífuolía 1 fínsaxað hvítlauksrif nýmalaður pipar 1/2 msk. franskt sinnep Öllu blandað saman. Crêpes 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 6–7 dl mjólk 35 g smjörlíki 2 egg Þurrefnin sett í skál, eggin og helmingur- inn af mjólkinni hrært út í. Restinni af mjólkinni bætt í og hrært. Smjörið brætt og hellt út í síðast. Bakað eins og venju- legar pönnukökur. Crêpes með kjúklingi og Hoi Sin sósu Kjúklingakjöt rifið niður. Pönnukakan smurð með Hoi Sin sósu. Kjúklingurinn settur ofan á og síðan niðurskorinn vorlaukur yfir. Pönnukakan brot- in saman í fernt, hituð á pönnu og gúrkustrimlar bornir fram með. Faxe: Nýtt útlit en sama verð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.