Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004
Snillingar á öllum svi›um
JEVA skólatöskur. Leikfimi-
poki, nestisbox, flaska.
Allar stær›ir: 8.990 kr.
Disney skólalínan. Miki›
úrval af ö›rum ritfangalínum.
Bakpoki. Me› leikfimipoka.
firír litir: 3.990 kr.
Bakpoki OX2. Alhli›a
skólataska. 2 litir: 1.495 kr.
FÍ
TO
N
/
S
ÍA
F
I0
10
24
9
Úrvali›, gæ›in og fljónustan eru hjá okkur, enda höfum vi› fljóna› snillingum á öllum svi›um frá 1872.
EFNAHAGSMÁL Greiðsluafkoma
ríkissjóðs batnaði um 8,6 millj-
arða króna á fyrstu fimm mán-
uðum ársins. Á sama tíma í
fyrra var greiðsluafkoman já-
kvæð um 2,8 milljarða. Hand-
bært fé frá rekstri var neikvætt
um 1,8 milljarða króna sem er
6,7 milljörðum betri niðurstaða
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Skatttekjur ríkisins hækkuðu
um 15,5 prósent frá árinu í fyrra
en tekjur alls um 0,4 prósent.
Flestir fastir tekjustofnar skila
meiru en í fyrra en tekjur af
sölu ríkiseigna eru miklum mun
minni nú en í fyrra.
„Þetta er betra en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Sérstaklega
held ég að tekjuþróunin sé
marktæk því hún endurspeglar
aukin umsvif og allt bendir til
þess að tekjurnar verði meiri
þegar upp er staðið heldur en
við áætluðum,“ segir Bolli Þór
Bollason, skrifstofustjóri efna-
hagsskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins.
Útgjöld hækka um fimm pró-
sent en að því er fram kemur í
vefriti fjármálaráðuneytisins
skýrist sú hækkun fyrst og
fremst af breyttri færslu gjal-
da. Vaxtagjöld lækka um 16,8
prósent á milli ára.
Bolli segir að flest bendi til
þess að spá fjármálaráðuneytis-
ins um hagvöxt reynist hafa
verið rétt jafnvel þótt ráðuneyt-
ið hafi verið gagnrýnt fyrir að
hún væri of bjartsýnisleg. ■
Handbært fé frá ríkisrekstrinum:
Töluvert meira en áætlanir sögðu
BOLLI ÞÓR BOLLASON
Segir að greiðsluafkoma ríkisins
gefi vísbendingar um að tekjur
ríkisins verði meiri en áætlanir
gerðu ráð fyrir og renni stoðum
undir hagvaxtarspá fjármála-
ráðuneytisins.
Siachen-jökullinn:
Viðræðum
haldið áfram
NÝJA DELHI, AP Viðræður um hæsta
átakasvæði í heimi, Siachen-jökul-
inn í Himalajafjöllum, héldu áfram
í gær eftir sex ára hlé. Indverjar og
Pakistanar hafa deilt um landsvæð-
ið, sem er í sex þúsund metra hæð
yfir sjávarmáli, í tuttugu ár.
Báðar þjóðir halda úti herliði á
svæðinu þrátt fyrir að þar hafi ekki
verið barist síðan í nóvember á síð-
asta ári þegar þjóðirnar skrifuðu
undir vopnahléssamning. Sam-
skipti þjóðanna hafa batnað mikið
undanfarið og voru varnarmála-
ráðherrar beggja landa bjartsýnir
um árangur af viðræðunum. ■
TEKIST Í HENDUR
Varnarmálaráðherrar Pakistans og Indlands
takast í hendur við upphaf viðræðna um
Siachen-jökulinn sem sker Himalajafjöll í
Kasmír.
Stakk fólk í sporvagni:
Morðingja
náð
OSLÓ, AP Norska lögreglan hand-
samaði í fyrrakvöld mann grunað-
an um að hafa stungið átta manns
með hnífi í sporvagni í Ósló á
þriðjudag. Einn þeirra lést af
völdum sára sinna.
Maðurinn hefur verið ákærður
fyrir morð en fingraför hans
fundust á vopninu sem notað var í
árásinni. Hann var í síðustu viku
útskrifaður af geðsjúkrahúsi. ■
Geðsjúkir:
Ákvörðun um
nám frestað
MENNTAMÁL Enn liggur ekki fyrir
hvort vel á annað hundrað ein-
staklingar fái möguleika á áfram-
haldandi menntun hjá Fjölmennt
og Geðhjálp. Ákvörðun hefur ver-
ið frestað fram í næstu viku
vegna fjarveru Geirs H. Haarde
fjármálaráðherra.
Helgi Jósefsson, verkefnis-
stjóri Fjölmenntar, sagði, að
menntunarmál geðsjúkra hefðu
verið tekin fyrir á ríkisstjórnar-
fundi fyrr í vikunni. Ekki hefði
verið hægt að afgreiða þau þá
vegna fjarveru fjármálaráðherra.
Ákvörðun lægi því ekki fyrir fyrr
en eftir ríkisstjórnarfund í næstu
viku.,
„En ég er bjartsýnn,“ sagði
Helgi, sem hefur ásamt fleirum
unnið að lausn málsins. ■
FÁ ÓKEYPIS ALNÆMISLYF Meira
en 90 þúsund íbúar Rúanda, sem
eru smitaðir af HIV-veirunni og
alnæmi, fá alnæmislyf afhent
endurgjaldslaust frá áramótum.
Stjórnvöld standa fyrir þessu og
njóta stuðnings Bandaríkjastjórn-
ar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þrettán prósent fullorðinna
Rúandabúa hafa smitast af HIV.
MYRTU NORNIR OG GALDRA-
MENN Á þriðja tug þorpsbúa í
suðurhluta Tansaníu hefur verið
ákærður fyrir morð á fimm körl-
um og tveimur konum sem fólkið
grunaði um galdra. Fólkið taldi
að sjömenningarnir hefðu skorið
kynfæri af líkum látinna þorps-
búa og notað þau til að búa til
verndargripi sem áttu að færa
góða uppskeru og ríkidæmi.
■ AFRÍKA