Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 16
16 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR MESSAÐ Í RÓM Bernard Law kardínáli, sem varð að segja af sér sem yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Boston í Bandaríkjunum vegna kynferðis- brota klerka gegn ungmennum, er tekinn við nýju hlutverki hjá Vatíkaninu. Hann segir trú sína hafa eflst á nýjum vettvangi. Alþjóðaviðskiptastofnunin: Niðurgreiðslur ESB á sykri lögbrot BRASILÍA, AP Niðurgreiðslur Evrópusambandsins til sykur- framleiðanda innan landa- mæra sambandsins standast ekki alþjóðleg verslunarlög. Þetta er niðurstaða úrskurða- nefndar Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. Nokkur ríki kvörtuðu til stofnunarinnar undan niður- greiðslum ESB á sykri til út- flutnings og sögðu þær skekkja samkeppnisgrundvöll annarra ríkja. Utanríkisráðherra Brasil- íu segir úrskurðinn mikinn sig- ur fyrir brasilíska sykurfram- leiðendur, en landið er stærsti sykurframleiðandi heims. ■ Breskur skipstjóri: Vildi sökkva snekkjunni MADRÍD, AP Breskum hjónum var bjargað úr lystisnekkju í gær- morgun eftir yfirlýsingar þeirra um að skipstjórinn hefði í hyggju að sökkva snekkjunni undan ströndum Spánar. Deilur munu hafa komið upp milli hjónanna og skipstjórans eftir að hann tilkynnti þeim um þá áætlun sína að sökkva skipinu. Hjónin yfir- buguðu þá skipstjórann og bundu hann áður en þau kölluðu á hjálp. Skipstjórinn var fluttur beint á sjúkrahús eftir að skipverjarnir þrír voru sóttir með þyrlu. Hann var sagður í losti og hugsanlega hafa fengið taugaáfall. ■ HERMENN Reyndu að fara leynt fyrir utan herstöðina þar sem vígamaður drap níu hermenn í tólf klukkustunda bardaga. Einsamall vígamaður: Drap níu hermenn KASMÍR, AP Einsamall vígamaður varð níu hermönnum að bana er hann gekk berserksgang um her- stöð í Kasmír-héraði á Indlandi í gær. Vígamaðurinn náði einnig að særa tíu hermenn áður en hann var skotinn til bana eftir tólf klukku- stunda skotbardaga. Árásin virðist hafa verið sjálfs- morðsárás en slíkar árásir á her- búðir eru algengar í héraðinu. Víga- mennirnir vilja með þessu ýta undir kröfur sínar um sjálfstæði frá Ind- landi eða samruna við Pakistan. ■ WASHINGTON, AP Mary Kay Letour- neau, grunnskólakennari sem átti í kynferðislegu sambandi við tólf ára nemenda sinn, lauk afplánun fangelsisdóms í gær. Upp komst um samband Mary Kay við tuttugu árum yngri nem- anda árið 1996. Þá var hún gift fjögurra barna móðir en ófrísk að barni hans. Hún var dæmd í sex mánaða fangelsi. Þegar hún var laus úr fangelsi hafði hún aftur samband við drenginn sem leiddi til þess að hún varð aftur ófrísk og var hún þá dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi. Fyrrverandi nemandinn sem nú er 21 árs segist enn vera ást- fanginn af Mary Kay og vill að banninu við því að hún hafi sam- band við hann verði aflétt. ■ út sa la Allt að 70% afsláttur Fangelsisafplánun: Forboðin ást Olíusérfræðingur hjá Esso: Íslendingar kaupa ekki minna bensín OLÍUVERÐ Magnús Ásgeirsson hjá Esso segir að hækkun olíuverðs á heimsmarkaði hafi líklega ekki mikil áhrif á bensínkaup ís- lenskra neytenda. „Sjálfsagt erum við Íslendingar þannig að við búumst alltaf við því að það birti einhvern tímann upp í þessum efnum þó að það sé ekki mjög bjart í augnablikinu,“ segir hann. Olíuverð hefur haldið áfram að hækka á undanförnum vikum og hefur aldrei verið hærra að nafnvirði þótt það hafi farið nokkuð hærra að raunvirði í olíukreppunum í byrjun níunda áratugarins. Magnús segir að olíukreppa á borð við þá sem varð 1973 og í um áratug þar á eftir myndi ekki hafa jafnmikil áhrif nú og þá. „Það er náttúrlega svo margt búið að breytast á síðustu árum í sambandi við uppbyggingu á vélum í bílum,“ segir hann. Mikil aukning eftirspurnar á Kínamarkaði auk óstöðugleika í Miðausturlöndum eru helstu ástæður hækkaðs verðs á olíu en á síðustu vikum hefur óvissa um afdrif rússneska olíufyrirtækis- ins Yukos bætt gráu ofan á svart og kynt undir verðhækkanir. Magnús telur að hækkanir undanfarinna daga séu komnar til vegna óvissunnar um Yukos en hann segist ekki telja að sú hækkun verði varanleg þar sem hann hafi ekki trú á að olíufram- leiðsla fyrirtækisins stöðvist. „Út frá mínum bæjardyrum séð þá er það ljóst að Yukos verður ekki lokað. Það verður einhver sem tekur við,“ segir hann. ■ SYKURAKRAR Í ÞÝSKALANDI Sykurreyr er meðal annars ræktaður í Þýskalandi og kemur úrskurðurinn sér illa fyrir framleiðendur þar. DÆLT Á TANKINN Ekki er búist við að hækkandi bensínverð leiði til minni bensínnotkunar. MARY KAY LETOURNEAU Hefur setið í sjö og hálft ár í fangelsi vegna kynferðissambands við tólf ára nemanda sinn. Hún var gift fjögurra barna móðir en maður hennar hefur nú flutt burt með börnin. Hún á tvö börn með fyrrverandi nemanda sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.