Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Skrýtið
Mér hefur alltaf fundist það sér-
kennilegt að þeir sem eiga fullt af
peningum, og festa þá í eignum um
allar jarðir og horfa svo á eignirn-
ar vaxa og dafna, borga einungis
10% skatt fyrir að leysa út auð
sinn og geta þar af leiðandi í raun
og veru varið allri ævi sinni í það
að sitja á rassgatinu allan daginn
með baunasalat og velta fyrir sér
vandamálum eins og hvað þeir eigi
að nenna að gera næst. Golf eða
heimsreisu.
OG MÉR hefur líka alltaf fundist
það skrýtið að þeir sem fengu fullt
af peningum gefins hér á árum
áður í kvóta og gátu síðan komið
honum í verð með tíð og tíma, og
græddu þar með fjárhæðir sem
hefðu fengið mann eins og mig til
þess að missa vitið, fara að ganga í
loðfeldi, með kúrekahatt og eiga
hús í Hveragerði, að þetta fólk
þurfti bara alls ekki að borga
neinn skatt af þessu öllu saman,
frekar en það vildi. Flutti bara féð
úr landi og málið var dautt.
FÍNT AÐ fólk eigi peninga og allt
það. Bara gott mál. En það er þetta
með skattinn. Það sem ég átta mig
illa á er það, hvers vegna þeir sem
vinna venjulega launavinnu, og
taka lán í bönkum í stað þess að
eiga banka, þurfa síðan að borga
hátt í 40% skatt, á meðan hinir
borga skít á priki, og ekki nóg með
það. Lánin minnka ekki, heldur
vaxa bara, þannig að maður skilur
ekki neitt í neinu og er kominn
með reiknitölvu í úrið sitt til þess
að reyna að finna eitthvað út úr
þessu, stimplandi inn tölur enda-
laust, sveittur á efri vörinni.
OG SVO kemur kannski álagning-
arseðill í þokkabót. Frá skattinum
auðvitað. Ég held að skatturinn
hafi starfsmenn í því að komast að
því sérstaklega hvort íslenskir
launamenn hafi einhvern tímann
eitthvað í afgang eftir skattaárið.
Ef þeir eiga afgang, er sendur
álagningarseðill til þess að ná í
hann. Uss uss uss. Þetta er meira
ástandið. Litlu betra en hér á árum
áður, þegar prestar og hefðarmenn
áttu jarðirnar og hinir áttu einar
buxur og eitt reipi til þess að halda
þeim uppi. Eða eins og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson orðaði
það svo skemmtilega í sínu fræg-
asta verki, Íslandsklukkunni: „Vont
er þeirra ranglæti, verra þeirra
réttlæti.“ ■
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR