Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 1
HAMFARIR Hættuástand skapaðist
við virkjunarframkvæmdir við
Kárahnjúka í gærkvöld þegar
vatnsflaumur Jökulsár á Dal rauf
skarð í varnargarðinn sem verndar
vinnusvæði þeirra er starfa við
byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Vatn hefur runnið undir garðinn og
þurfti í gær að rýma vinnusvæðið.
Starfsmenn Impregilo hafa unnið
hörðum höndum að því að dæla burt
vatni og þétta varnargarðinn en
verkið reynist erfitt.
Það er ekki eina áhyggjuefni
virkjunarmanna. Óvíst er hvort brú-
in yfir ána hefur skemmst meira en
í fyrrakvöld. Í gær fór hún á kaf í
annað sinn á sólarhring þegar vatns-
hæð Jökulsár náði 479 metrum.
Hefur vatnsborðið aldrei mælst
hærra en óttast er að enn eigi eftir
að hækka í henni næstu daga.
Að sögn Páls Ólafssonar, staðar-
verkfræðings Landsvirkjunar við
Kárahnjúka, var mikið gert til að
tryggja og festa brúna í gærdag
enda laskaðist hún talsvert þegar
fyrst flaut yfir hana í fyrrakvöld.
Einnig kvarnaðist talsvert úr vegar-
stæði því sem liggur að brúnni
sunnan megin. „Brúin sjálf er í raun
ekki í hættu og brúarstæðin þykja
trygg en áhyggjur okkar eru fyrst
og fremst hvað varðar brúargólfið
sjálft. Vatnsstraumurinn gæti hrif-
ið það með sér og það gæti aftur
haft alvarlegar afleiðingar.“
Fyrir framan varnarstífluna
hefur myndast myndarlegt lón
þar sem hjáveitugöng þau er eiga
að veita vatninu framhjá anna
ekki hlutverki sínu. Ótti manna
varðar helst það sem gerist ef
varnarstíflan gefur sig meira en
verið hefur, slíkt myndi setja alla
framkvæmdina í uppnám um
óákveðinn tíma.
albert@frettabladid.is
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sími 550 5000
FÖSTUDAGUR
OPNUNARHÁTÍÐ Hinsegin dagar
opna með pompi og prakt í Loftkastalan-
um í kvöld. Þar verður boðið upp á
leikatriði og tónlistaratriði.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
ÞYKKNAR UPP FYRIR NORÐAN
Rigning í borginni og á sunnanverðu
landinu fram eftir degi. Fer að rigna
norðan til undir kvöld. Sjá síðu 6.
6. ágúst 2004 – 211. tölublað – 4. árgangur
STEFNIR Í STÓRSLYS Íslenskur leið-
sögumaður segir hættu á stórslysi við Geysi
í Haukadal verði ekki bætt úr merkingum.
Hann varð vitni að því þegar Geysir gaus
skyndilega þegar ferðafólk hafði verið að
gægjast ofan í hverinn. Sjá síðu 10
VANDI FÆRÐUR MILLI HVERFA
Foreldrar barna í frístundaheimili við Engja-
skóla eru ósáttir við að færanleg kennslu-
stofa sem hefur verið nýtt fyrir starfsemi
hafi verið færð að öðrum skóla. Sumar-
námskeið raskast og óvissa ríkir um dag-
gæslu í vetur. Sjá síðu 2
LAKARI AFKOMA Sveitarfélögin
bjuggu í heildina við lakari afkomu í fyrra
en árið áður. Rekstur margra sveitarfélaga
er erfiður, ekki síst vegna þess að íbúum
hefur farið fækkandi. Sjá síðu 4
BETRI AFKOMA RÍKISSJÓÐS Af-
koma ríkissjóðs var betri fyrstu fimm mán-
uði ársins en gert var ráð fyrir. Hún var
einnig betri en á sama tíma í fyrra og batn-
aði greiðsluafkoman um tæpa níu milljarða
milli ára. Sjá síðu 11
36%50%
Kvikmyndir 30
Tónlist 32
Leikhús 32
Myndlist 32
Íþróttir 24
Sjónvarp 36
HEILBRIGÐISMÁL Í endurskoðaðri
reglugerð um merkingar á mat-
vælum með tilliti til hugsanlegra
ofnæmisvalda verður tekið fastar
á merkingu aukaefna heldur en í
gildandi reglugerð, að sögn Helgu
Bjarnadóttur, staðgengils forstöðu-
manns matvælasviðs Umhverfis-
og heilbrigðisstofu. Endurskoðun
reglugerðarinnar er þegar hafin.
„Í nýju reglugerðinni verða
meðal annars merkingar á matvæl-
um vegna hugsanlegra ofnæmis-
valda teknar sérstaklega til skoð-
unar,“ sagði hún, spurð vegna um-
fjöllunar blaðsins um bráðaof-
næmi sem neysla á jarðhnetum
getur valdið.
Helga sagði að í gildandi reglu-
gerð um merkingar matvæla væri
tekið fram, að skylt væri að nefna
innihaldsefni og afurðir úr þeim
sem gætu valdið ofnæmi eða óþoli.
Þar væru jarðhnetur meðal annars
taldar upp.
„Það er alveg klárt að ef jarð-
hnetur eru í vörunni þá ber að
merkja það sérstaklega,“ sagði
hún.
„Hvað aukaefnin varðar, þá
segja reglurnar að það þurfi að
merkja þau séu þau í vörunni. En í
dag er ekkert í reglugerð sem seg-
ir til um að taka þurfi fram sé
aukaefnið unnið, til dæmis, úr
hnetum. Ný reglugerð verður
væntanlega þrengd hvað þetta
varðar.“
Sjá viðtal á bls. 4
Merkingar á matvælum til endurskoðunar:
Tekið fastar á aukaefnunum
nr. 31 2004
í hverri viku
tíska stjörnuspá fólk heilabrot tónlist glæpir
Gay Pride
- gleðin yfir frelsinu
+
Sigtryggur Baldursson
Sunna Björk
Lisa Marklund
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
06
. á
gú
st
- 1
2.
ág
ús
t
- skora mörkin
Allan &
Jermaine
Öskubuska
- saumar gamanmyndir
- skora mörkin
birta
Allan & Jermaine:
▲Fylgir Fréttablaðinu dag
● gay pride ● liza marklund
ÚTSÖLULOK
ENN M
EIRI
AFSLÁ
TTUR
LOKADAGAR
● matur ● tilboð
Kristín og Guðbjörg:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kýldu á sælkerabúð
Vatn rauf skarð
í varnargarðinn
Hættuástand skapaðist við Kárahnjúka í gærkvöld þegar vatnsflaumur
rauf skarð í varnargarðinn. Flytja þurfti starfsmenn af vinnusvæði við
virkjunina þegar ljóst varð að vatn flæddi inn á svæðið.
EINS OG GAMALL PLASTPOKI
Sjávarlíffræðingar hafa fundið margar nýjar
tegundir fiska og sjávardýra á Mið-Atlants-
hafshryggnum.
Lífríki á Mið-Atlants-
hafshryggnum:
Fjölbreyttara
en talið var
RANNSÓKNIR Lífríki sjávardýra við
botn Mið-Atlantshafshryggsins er
mun fjölbreyttara en fræðingar
hafa haldið. Þetta eru frumniður-
stöður norskra vísindamanna sem
kannað hafa sjávarbotninn með-
fram stærsta fjallgarði á jörðinni,
Mið-Atlantshafshryggnum, í tvo
mánuði og kynntu niðurstöður
sínar í gær. Fundu þeir talsvert
magn af áður óþekktum tegund-
um og var þar bæði um fiskteg-
undir að ræða sem og lindýr
ýmiss konar sem lifa á botninum.
Enn á þó eftir að rannsaka mikið
af gögnum og ekki loku fyrir það
skotið að mun fleiri uppgötvanir
verði gerðar. ■
M
YN
D
/A
P
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SKRÚÐUR SIGLIR Í HEIMAHÖFN Lítið sem ekkert er eftir af úthlutuðum kvóta á þessu fiskveiðiári sem lýkur um næstu mánaðamót.
Kvóti í helstu tegundum er á þrotum en enn er talsvert verslað með fiskveiðikvóta sem nota má á næsta ári og höfðu kvótasalar nóg að
gera í júlímánuði. Þrátt fyrir að veiðar hafi almennt gengið vel er lágt risið á mörgum útgerðarmönnum þar sem verð fiskafurða á erlend-
um mörkuðum hefur verið í lægri kantinum.
Pósturinn í Sviss:
Frímerki
úr viði
SVISS, AP Svissneska póstþjónustan
býður nú í fyrsta sinn upp á frí-
merki úr viði. Frímerkin eru gerð
úr 120 ára barrtrjám og eru álíka
þykk og greiðslukort. Burðar-
gjald frímerkjanna er fimm
frankar, eða um 280 krónur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Svisslendingar fara óhefð-
bundnar leiðir við gerð frímerkja.
Þeir hafa búið til frímerki úr
blúndum og sem lykta eins og
súkkulaði. ■