Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 34
FÓTBOLTI Keflvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í fótbolta í gærkvöld þegar þeir lögðu Fylkismenn að velli í Árbænum, 1-0. Það var Þórarinn Kristjánsson, hinn alræmdi bjarg- vættur Keflvíkinga, sem tryggði þeim sigurinn á 68. mínútu eftir glæsilegan undirbúning vara- mannsins Scotts Ramsey og Jónasar Guðna Sævarssonar. Fyrri hálfleikur var ansi dauf- ur og lítið um skemmtileg tilþrif. Fylkismenn voru meira með bolt- ann en þeim tókst aldrei að ógna marki Keflvíkinga að neinu ráði. Þeir áttu nokkur langskot en það sem vakti kannski mesta athygli var hversu litla áhættu liðin tóku. Bæði lið sóttu yfirleitt ekki á fleiri mönnum en tveimur með litlum sem engum árangri. Það verður þó að segjast báðum liðum til hróss að varnarleikur beggja var þéttur og sterkur. Í síðari hálfleik hresstist aðeins yfir leiknum og Sævar Þór Gísla- son, framherji Fylkismanna, var klaufi að koma þeim ekki yfir þeg- ar hann komst einn í gegnum vörn Keflvíkinga en skaut framhjá á 52. mínútu. Sjö mínútum síðar kom síðan vendipunkturinn í leiknum. Þá fékk Fylkismaðurinn Björgólf- ur Takefusa að líta rauða spjaldið fyrir munnbrúk og í framhaldinu tóku Kelfvíkingar öll völd á vellin- um. Þeir uppskáru mark níu mín- útum síðar eins og áður hefur ver- ið lýst og voru í raun nær því að bæta við öðru marki en Fylkis- menn að jafna. Fylkismenn lögðu eiginlega upp laupana eftir mark- ið og virtust ekki hafa nokkra trú á því að þeir gætu jafnað leikinn. Þeir þurfa heldur betur að hysja upp sig brækurnar og Valur Fann- ar Gíslason, fyrirliði Fylkis, sagði að það væri engin uppgjöf í Fylk- ismönnum. „Það verður bara að segjast eins og er að hlutirnir eru ekki að falla fyrir okkur núna. Það var erfitt að vera einum færri en þeir skoruðu gott mark og það verður að hrósa þeim fyrir það. Við erum ekki hættir, það er nóg eftir af deildinni og einhvern tíma hlýtur þetta að falla okkar megin,“ sagði Valur Fannar. Keflvíkingurinn Guðjón Árni Antoníusson var hins vegar sáttari í leikslok. „Þetta var afskaplega sætur sigur og kærkominn eftir heldur brösugt gengi í deildinni að undan- förnu. Mér fannst við eiga sigur- inn skilið því þeir sköpuðu sér engin færi að ráði,“ sagði Guðjón. ■ 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR 0–1 Þórarinn Kristjánsson 68. DÓMARINN Egill Már Markússon slakur BESTUR Á VELLINUM Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–9 (4–4) Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 20–17 Rangstöður 1–3 MJÖG GÓÐIR Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík GÓÐIR Valur Fannar Gíslason Fylki Gunnar Þór Pétursson Fylki Magnús Þormar Keflavík Guðjón Árni Antoníusson Keflavík Haraldur Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Scott Ramsey Keflavík 0-1 FYLKIR KEFLAVÍK VISA-BIKAR KARLA VÍTAKEPPNIN (3–0 FYRIR KA) Atli Sveinn Þórarinsson 1–0 Gunnar Heiðar Þorvaldssson varið Örlygur Þór Helgason 2–0 Matt Garner varið Jóhann Helgason 3–0 Ian Jeffs varið DÓMARINN Magnús Þórisson Góður BESTUR Á VELLINUM Sandor Matus KA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–7 (5–3) Horn 11–2 Aukaspyrnur fengnar 17–14 Rangstöður 1–2 FRÁBÆRIR Sandor Matus KA MJÖG GÓÐIR Birkir Kristinsson ÍBV GÓÐIR Atli Sveinn Þórarinsson KA Ronni Hartvig KA Hreinn Hringsson KA Örlygur Þór Helgason KA Tryggvi Bjarnason ÍBV Bjarnólfur Lártusson ÍBV Páll Hjarðar ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV KA ÍBV Átta liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu: KA-menn í undan- úrslit fjórða árið í röð FÓTBOLTI Það má með sanni segja að ungverski markvörðurinn Sandor Matus hafi verið þyngdar sinnar virði í gúllasi fyrir KA- menn í gærkvöld en hann tryggði þeim sæti í undanúrslitum VISA- bikarsins nánast upp á eigin spýt- ur eftir viðureign við Eyjamenn á Akureyrarvelli í gær. Staðan var markalaus eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnu- keppni. Þá tók Matus til sinna ráða og varði allar þrjár vítaspyrnur Eyja- manna í vítakeppn- inni. Á sama tíma tíma skoruðu KA- menn úr öllum þremur spyrnum sínum og tryggðu sér þar með sæti í u n d a n ú r s l i t u m bikarsins fjórða árið í röð. KA-menn voru mun sterkari aðilinn í leiknum allt þar til á 75. mínútu þegar Dean Martin fékk rauða spjaldið fyrir brot á Bjarnólfi Lárussyni. Allt annað var að sjá til liðsins heldur en í síðustu leikjum en leikurinn jafn- aðist nokkuð eftir að Martin var farinn af velli. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og KA-maðurinn Jó- hann Þórhallsson fengu báðir tækifæri til að skora fyrir sín lið en bestu menn liðanna, markverð- irnir Sandor Matus og Birkir Kristinsson, sáu við þeim eins og öðrum leikmönnum liðanna í gær- kvöld. „Vítaspyrnukeppnir eru alltaf erfiðar. Þegar út í þær er komið þá er jafnt á komið með sóknar- mönnum og mark- mönnum. Í dag hafði ég betur. Liðið er búið að spila illa í deildinni en vel í bikarn- um og von- andi hjálpar þessi leikur okkur gegn S k a g a - mönnum í deildinni á sunnudag- inn,“ sagði S a n d o r Matus, hin ungverska hetja KA-manna, eftir leikinn SIGURMARKINU FAGNAÐ Keflvíkingar sjást hér fagna sigurmarki Þórarins Kristjánssonar í leiknum gegn Fylki í gær, marki sem tryggði þeim sæti í undanúrslitum VISA-bikarsins. HETJA KA Ungverjinn Sandor Matus. Fallvölt Fylkisgæfa Misstu Björgólf Takefusa af velli með rautt spjald og töpuðu í framhald- inu fyrir Keflvíkingum í átta liða úrslitum VISA-bikarsins. LEIKIR GÆRDAGSINS VISA-BIKAR KARLA 0-0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.