Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 41
33FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004 ■ TÓNLEIKAR Hitað upp fyrir stóra daginn Opnunarhátíð Hinsegin daga í Reykjavík verður haldin í Loftkast- alanum í kvöld. Hátíðin hefst klukkan níu og þar hita menn upp fyrir stóra daginn á morgun með fjölbreyttum skemmtiatriðum og fjörugri tónlist, og svo á miðnætti hefst stelpnaball í Þjóðleikhús- kjallaranum og strákaball á Jóni forseta. Á opnunarhátíðinni koma fram fyrir hlé meðal annars Hommaleik- húsið Hégómi, Heklína og drag- klúbburinn Trannyshack. Eftir hlé kemur síðan röðin að söngvaranum Maríusi Sverrissyni, sem hefur gert garðinn frægan í söngleikjum í Þýskalandi. „Ég er með íslenska tónlistar- menn með mér, fyrir utan einn sem heitir Andrea Dessi. Hann er gítar- leikari frá Ítalíu og vann með mér að geisladisknum sem ég var að senda frá mér.“ Maríus ætlar að bjóða upp á blandað prógramm, þar sem mikil áhersla verður á leikhústónlist. Einnig koma fram dansarar. Tónleikar Maríusar í Loftkastal- anum eru í raun útgáfutónleikar disksins. „Á disknum er blanda af alls konar tónlist, allt frá Cure til Kurt Weill. Þetta er tónlist sem hefur fylgt mér í gegnum tíðina, og stemningin er í anda evrópskrar götutónlistar. Við notum líka ein- göngu hreyfanleg hljóðfæri eins og gítar og bassa, ekkert píanó til dæmis. Það væri hægt að spila allan diskinn á einhverju götuhorni í Evr- ópu.“ ■ MARÍUS SVERRISSON Kynnir nýja diskinn sinn á opnunarhátíð Hinseg- in daga í Loftkastalan- um í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Tölvulán Námufélögum býðst allt að 300.000 króna tölvulán í allt að 3 ár. Þetta gildir fyrir tölvu og fylgihluti, s.s. tösku, prentara, aukaminni o.s.frv. Á landsbanki.is geturðu reiknað út afborganir og fyllt út umsókn um tölvulán. 410 4000 | landsbanki . is Banki allra námsmanna Náman - námsmannaþjónusta IBM ThinkPad fartölva frá Nýherja á frábæru verði fyrir Námufélaga, 154.900 kr. Intel Pentium M 1,5GHz, 256MB minni, 40GB diskur með APS fallvörn, 15” TFT skjár (1024x768), Combo drif (CD-RW / DVD), þráðlaust netkort 802.11b 11Mb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.