Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Pétur Níelsson.
Reykjanesbær.
Jarðhnetuofnæmi.
Hart barist með orðum
Sjónvarpskokkurinn frægi, Jamie
Oliver, kom til landsins í fyrradag
ásamt fjölmennu fylgdarliði en til-
efni ferðarinnar er að elda jólamat
fyrir ástralska tímaritið Delicious.
Leifur Kolbeinsson, eigandi
veitingahússins La Primavera, tók
á móti kokknum og fór með honum
að Vatnajökli í gær þar sem Jamie
mun matreiða úr íslensku hráefni í
bland við ýmislegt sem hann hafði
meðferðis til landsins.
Á heimasíðu Jamie, jamieoliv-
er.net, er hægt að lesa um upplifun
Jamies á Íslandi en þar heldur
hann dagbók. Í gær sagði hann til
dæmis að fólkið á La Primavera
væri svo frábært að Jamie hefur
hóað til skemmtilegs leiks. Fyrsta
manneskjan sem kemur þangað í
dag með skilti sem á stendur „La
Prima Vera er besta veitingahús á
Íslandi,“ mun eiga von á skemmti-
legum glaðning frá nakta kokknum
sjálfum.
Hann mun dvelja á Íslandi fram
á laugardag og eyða mestum tíma
uppi á jökli en ætlun tímaritsins
var að mynda hann matreiða í snjó.
Hann virðist nokkuð hrifinn af
Íslandi, þó svo hann segist þegar
hafa þurft að smakka á undar-
legum íslenskum mat, líkt og aðrir
ferðamenn hér á landi, svo sem
sviðahausa, hákarl og lunda. Þrátt
fyrir lystugheitin segir hann á
heimasíðu sinni að hann efist um
að geta borðað slíkan mat, þrátt
fyrir að vera verulega svangur.
Kannski er þetta eitthvað sem hann
mun læra að meta á þessari dvöl
sinni.
Fyrr í vikunni útskrifaði Jamie
lærlinga sína sem starfað hafa á
veitingahúsinu Fifteen í London .
Úr útskriftinni flaug sjónvarps-
kokkurinn hingað í lítilli einkaflug-
vél og myndaði landið úr háloftun-
um með farsíma sínum. Myndirnar
sendi hann svo samdægurs á
heimasíðuna sína þar sem hægt er
að lesa sig til um helstu fréttir af
kokknum.■
Jamie býður til leiks á Íslandi
JAMIE OLIVER
Það dugar skammt að vera kokkur án
klæða þegar eldamennskan fer fram á
Vatnajökli.
38 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR
Það verður háð stríð á Gauknum
í kvöld. Þeir sem mætast munu
hins vegar ekki beita venjuleg-
um vopnum heldur orðaflaumi í
þeim tilgangi að særa andstæð-
ing sinn. Rímnastríð eða „batl“
eins og það kallast erlendis á sér
ekki langa sögu hér á landi.
„Rímnastríðið fer þannig fram
að um einvígi er að ræða og
keppendur hafa 30 sekúndur til
að særa andstæðing sinn með
rímum. Þetta heldur síðan áfram
með útsláttarfyrirkomulagi þar
til einn stendur uppi sem sigur-
vegari,“ segir Róbert Aron
Magnússon, betur þekktur sem
Robbi Cronic en hann skipulegg-
ur stríðið í kvöld.
Robbi segir formið á keppn-
inni svipað og sást í kvikmynd-
inni 8 Mile en þar fór bandaríski
rapparinn Emenem mikinn. „Er-
lendis er þetta helsti vettvangur-
inn fyrir unga rappara til að koma
sér á framfæri. Þetta er í þriðja
skiptið sem Rímnastríðið er hald-
ið hér á landi og áhuginn fer sí-
fellt vaxandi,“ segir Robbi og
bætir því við að margir séu þó
hræddir við þetta form. „Þetta
reynir rosalega á þann sem er að
keppa. Hann þarf að vera rosa-
lega spontant enda mesta niður-
lægingin fólgin í því ef að rappari
frýs á sviðinu. Það er líka hræði-
legt ef þeir geta ekki svarað
neinu eða svara með orðum sem
ríma einfaldlega ekki.“ Það er
greinilega mikil pressa á kepp-
endunum því auk þess að þurfa að
semja allt á staðnum vita þeir
ekkert hverjum þeir mæta í ein-
víginu eða hvað andstæðingurinn
mun segja um þá. „Það eru tveir
dómarar sem dæma keppnina en
áhorfendurnir hafa þó úrsli-
taáhrif og láta í sér heyra,“ segir
Robbi og bætir því við að oft á
tíðum séu mikil læti úr áhor-
fendahópnum. „Þeir eru vel með
á nótunum og eru fljótir að taka
eftir því ef um gamlar rímur er
að ræða eða ef rappararnir klúðra
þessu á einhvern annan hátt.“
Aðspurður hvort hann haldi
að keppnin verði hörð í ár segir
Robbi ekki efast um það. „KJ
sem stóð uppi sem sigurvegarinn
í fyrra er staðráðinn í að verja
titilinn þannig að búast má við
harðri keppni,“ segir Robbi en
neitar því þó að hinir keppnirnir
hafi eytt undanförnu ári í að
finna eitthvað miður skemmti-
legt um rímnameistarann.
Keppnin verður á Gauknum í
kvöld og opnar húsið klukkan 21.
Hljómsveitirnar O.N.E og
Antlew/Maximum munu einnig
koma fram auk Dj B-Ruff.
Það fer eftir fjölda keppenda
hvenær keppnin hefst en eitt er
víst að úrslitin hefjast klukkan
23 og er sjónvarpað beint á Popp
Tíví.
vbe@frettabldid.is
RÍMNASTRÍÐ
BARÁTTAN MUN HEFJAST
■ í þriðja skiptið á Gauknum í kvöld.
Sigurvegarinn frá því í fyrra, KJ, hyggst
verja titilinn og má því búast við mikilli
spennu. Keppninni verður sjónvarpað á
Popp Tíví klukkan 23 í kvöld.
FÓLK
JAMIE OLIVER
■ Eldar ekki nakinn á fjöllum
í þetta skiptið.
OPEE
Hann mun troða upp á Rímnastríðinu í kvöld ásamt hljómsveit sinni O.N.E.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
í dag
Ruth Reginalds
Skorið í brjóst
og andlit
Brennuvargs leitað
í Vesturbænum
Notar grillvökva til
að kveikja í bílum
McDonalds snýr
vörn í sókn
Gulrætur í stað
franskra
Þóra Fjeldsted
kvikmyndagerðarkona
„Mér fannst 9/11 æðisleg,“ segir
heimildamyndargerðarkonan Þóra
Fjeldsted. „Ég hef reyndar verið mjög
hrifin af öllum myndum Michaels
Moore en finnst 9/11 bæði gott kvik-
myndaverk og einnig tímabær mynd
vegna þess að í henni er verið að
velta upp spurningum í sambandi við
Írak og hryðjuverkin 2001 sem ekki
hefur verið haft hátt um hingað til.“
Baldur Þórhallsson
stjónmálafræðingur
„Ég sá myndina í París fyrir nokkru en
9/11 var umtöluð í Frakklandi,“ segir
stjórmálafræðingurinn Baldur Þór-
hallsson. „Það má segja að Michael
Moore sé þarna í hlutverki höfundar
því hann tekur klára afstöðu gegn
Bush-feðgunum en vinnur afskap-
lega vel með það. Höfundurinn dreg-
ur upp nokkuð einfalda mynd af
ástæðunni fyrir innrás Bandaríkja-
manna í Írak og magnar upp andúð
fólks á Bush-fjölskyldunni svo það er
ekki skrýtið að 9/11 sé umdeild. En
ýmsar gagnlegar upplýsingar koma
líka fram í myndinni og til dæmis er
varpað ljósi á tengsl Bush-fjölskyld-
unnar við ráðamenn í Sádi-Arabíu.
Myndin skýrir þannig í hverju stefna
Bandaríkjanna gagnvart arabaheim-
inum kristallast og er verðugt inn-
legg inn í stjórnmálaumræðuna og
allir sem hafa áhuga á stjórnmálum
eða heimildamyndagerð ættu að sjá
þessa athyglisverðu mynd.“
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
laganemi
„Mér fannst myndin ótrúlega góð,“
segir laganeminn og Deiglukonan
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. „Maður
var búinn að heyra að 9/11 væri
meiri áróðursmynd en heimilda-
mynd en heimildamynd má að
mínu mati alveg hafa áróðursgildi
svo lengi sem áhorfendum er gert
það ljóst. Myndin var mun áhrifarík-
ari en ég bjóst við og alls ekki til að
auka álit manns á Bush bandaríkja-
forseta.“
| HVERNIG VAR MYNDIN 9/11? |
Nýjasta mynd Michaels Moore er frumsýnd í dag en var forsýnd í gær.
Lárétt: 1 greiðir, 6 gruna, 7 komast, 8 í röð,
9 elska, 10 sonur, 12 auðug, 14 sterk löng-
un, 15 stafur, 16 í röð, 17 farfa, 18 aða.
Lóðrétt: 1 ræningi, 2 garg, 3 sólguð, 4 nóg
að gera, 5 stuldur, 9 for, 11 not, 13 glaði,
14 raus, 17 tveir eins.
Lausn.
Lárétt: 1borgar, 6óra,7ná,8fg,9ann,
10bur, 12rík,14þrá,15ká,16uú,17lit,
18skel.
Lóðrétt: 1bófi,2org,3ra,4annríki,5rán,
9aur, 11brúk,13káti,14þus,17ll.