Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 22
Vert er að gefa hvítvíninu frá spænska vínhúsinu Montecillo
gaum. Það er úr þrúgunni viura og er ferskt, létt og þægilegt
hvítvín þar sem blóm og græn epli eru í fyrirrúmi auk niður-
soðinna ávaxta. Tilvalið sumarvín, til að minnast sumarsins
eða þá með léttum mat. Hentugt í boðin og með smáréttum.
Spænsk hvítvín eru ekki eins þekkt og rauðvínin en gefa þeim
lítið eftir og eru á afar hagstæðu verði. Bodegas Montecillo er
með kunnustu vínhúsum Rioja og þar heldur um taumana
kona sem nefnd er „Drottningin af Rioja“ af löndum sínum,
Maria Martinez. Hún er ein frægasta víngerðarkona heims og
hefur stýrt víngerðinni í þrjá áratugi. Hún er væntanleg í heim-
sókn til Íslands á haustdögum.
Verð í Vínbúðum 890 kr.
Montecillo Blanco:
Sumarvín frá
drottningunni
Vín vikunnar
Nýtt í vínbúðum
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA
MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA.
Fiskibollur frá Miðjarðarhafsströndum
Ef ódáinsfæða er til þá hlýtur þessi réttur að teljast þar með. Tómat-
arnir bústnir af andoxunarefnum og fiskurinn og eggin rík af upp-
byggjandi próteinum og olíum. Ekki sakar að rétturinn er ljúffengur
og matreiðslan einföld.
Útbúið fiskfarsið í mat-
vinnsluvél eða hrærivél.
Hrærið allt saman þar til það
myndar gott fars. Myndið bollur með skeið og steikið þær á pönnu í
ólífuolíu um tvær mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru gullin-
brúnar og fallegar á báðum hliðum. Setjið bollurnar til hliðar og haldið
heitum á meðan sósan er útbúin. Steikið hvítlauk og Provence-jurtirnar
í ólífuolíu þar til olían ilmar vel. Setjið þá tómatana út í og látið sósuna
malla svolitla stund. Bætið balsamediki og saxaðri basiliku út í að
lokum. Berið fram með soðnum kartöflum. Gott að rífa parmaost yfir.
Kostnaður samtals um 900 kr.
Fiskfars
700 g fiskhakk 600 kr.
2 egg 40 kr.
1 skalotlaukur (fínt saxaður)
2 kartöflur (rifnar með fínu rifjárni)
salt og pipar
Sósa
1 hvítlauksgeiri (fínt saxaður)
2 msk. ólífuolía
1 dós Hunts-tómatar, teningaðir m. hvítlauk 120 kr.
1 tsk. þurrkaðar jurtir frá Provence
1 msk. balsamedik
1 lúka fersk basilika
Í nýja Iðuhúsinu í Lækjargötu
hafa þær Kristín Ásgeirssdóttir
og Guðbjörg Halldórsdóttir upp-
fyllt drauma sína og opnað sæl-
kerabúðina Yndisauka. Verslunin
er full af flestu því sem sannur
sælkeri kann að þarfnast en mat-
urinn er með spænsku, frönsku og
ítölsku yfirbragði. Ostar og skink-
ur af bestu gerð, hágæða olíur og
edik, frosið sjávarfang, framandi
fuglar og sniglar eru meðal þess
sem stöllurnar selja en einnig
bjóða þær upp á veitingar fyrir
veislur og mannfagnaði.
Arndís, eigandi bókabúðarinn-
ar á neðri hæð hússins var að
skipuleggja starfsemi í Iðuhúsinu
og bar hugmyndina að sælkera-
verslun undir Guðbjörgu.
Hún var meira en til og sköm-
mu síðar var Kristín fengin í liðið
og málinu hrint í framkvæmd.
Stelpurnar hafa ólíkan bakgrunn,
Kristín er smurbrauðsgerðarkona
og kokkur en Guðbjörg einka-
þjálfari og nuddari. Þær eiga það
sameiginlegt að hafa óbilandi
ástríðu á mat og eru sannfærðar
um að hér á landi vantar meira úr-
val af sérvöru fyrir sælkerana. „Í
útlöndum fer fólk til slátrarans til
að kaupa kjöt og í ostabúðina að
kaupa osta. Hér fer fólk í stór-
markaði því þar fæst allt. Þeir
sem framleiða t.d. hágæða ólífuol-
íu vilja ekki selja vöruna sína í
slíkum búðum því þar er ekki
rétta þjónustan fyrir hendi. Kúnn-
inn kaupir ekki litla flösku af
ólífuolíu á tvö þúsund krónur ef
hann hefur ekki hugmynd um
hvers vegna hún er svona dýr,“
segir Kristín og bendir á að í Ynd-
isauka fáist gott úrval af slíku há-
gæða hráefni.
„Við erum einnig með tilbúinn
mat í hollari kantinum, súpu, salöt
og brauð auk þess sem við fram-
leiðum nokkuð af vörum á staðn-
um svo sem hummus, pestó og
chutney. Svo þykir okkur voða-
lega gaman þegar fólk hringir í
okkur með eitthvað sérstakt í
huga eða þegar það vill gleðja ein-
hvern og biður okkur um að tína
eitthvað til. Við aðstoðum fólk í
hugmyndavinnu og við fram-
setningu og fleira.“
Ferskur túnfiskur verður ein-
nig fáanlegur hjá Yndisauka fyrir
helgarnar en verslunin er opin
fram á kvöld alla daga. Blaða-
manni var gefið að smakka á
bestu tómötum í heimi úr kæli-
borði verslunarinnar, hálfsól-
þurrkuðum og marineruðum.
Algjört lostæti. ■
Gúrkutíð:
Gúrkur í
hnetusósu
1 gúrka
salt
1 laukur eða rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri
2 cm bútur af engifer
2 msk. olía
3-4 msk. jarðhnetur (má nota salthnetur)
nokkur blöð af kínakáli, grófsöxuð
1 lítil dós ananas í bitum
1 msk. sojasósa
1 dl hnetusmjör
ananas- eða appelsínusafi
nýmalaður pipar
chili- eða cayennepipar á hnífsoddi
Gúrkan flysjuð með flysjunarjárni
eða ostaskera, skorin í tvennt eftir
endilöngu og hvor helmingur síðan í
um 1 cm þykkar sneiðar. Sett í sigti
salti stráð yfir og látið standa í um
hálftíma. Þá er saltið skolað af
gúrkunni í köldu, rennandi vatni og
síðan látið renna vel af henni. Lauk-
urinn saxaður og hvítlaukur og engi-
fer saxað smátt. Olían hituð í wok-
pönnu eða á venjulegri, þykkbotna
pönnu og laukur, hvítlaukur og engi-
fer steikt í 1–2 mínútur án þess að
brenna. Jarðhnetum og kínakáli
bætt á pönnuna og 1–2 mínútum síð-
ar gúrkunni og ananasinum. Soja-
sósunni hrært saman við og síðan
hnetusmjöri. Látið sjóða við meðal-
hita í 2–3 mínútur og þynnt með an-
anassafa (úr dósinni) eða appel-
sínusafa eftir þörfum. Kryddað með
pipar og chilipipar, smakkað til og
síðan borið fram með soðnum hrís-
grjónum. ■
Sælkeraverslun í Iðuhúsinu:
Yndisauki sælkeranna
Kristín og Guðbjörg kýldu á að opna sælkeraverslun í Iðuhúsinu og anna nú vart eftirspurn.
Trapiche Astica:
Léttkryddað frá
Argentínu
Í byrjun þessa mánaðar hófst sala í Vínbúðum á
Trapiche Astica Cabernet Sauvignon í þriggja
lítra kössum. Þetta vín er framleitt eingöngu úr
Cabernet Sauvignon þrúgunni sem er ræktuð í
Santa Rosa í Mendoza-héraðinu í Argentínu. Vín-
ið er fallega rautt með léttkrydduðum keim, fín-
legu, mjúku og rúnnuðu bragði af þroskuðum
ávöxtum og þægilegu eftirbragði. Þetta auð-
drukkna vín á sérlega vel við á sumarkvöldi við
grillið í garðinum. Hentar vel með flestum kjöt-
og pastaréttum sem og mismunandi ostum. Vín-
ið á að drekka meðan það er tiltölulega ungt,
ekki geyma. Trapiche Astica er enn eitt dæmið
um prýðilegt kassavín sem stenst kröfur
neytenda um aukin gæði slíkra vína.
Verð í Vínbúðum 3.290 kr.
Prófaðu að frysta heilan banana og bera hann svo fram með skeið.
Þá bragðast hann alveg eins og bananaís.
Á FÖSTUDÖGUM
Uppskrift að góðri matarhelgi
Auglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins