Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 35
KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í
körfuknattleik leikur þrjá leiki
gegn því pólska um helgina og fer
fyrsti leikurinn fram í DHL-höll-
inni í Vesturbænum í kvöld kl. 20.
Pólska liðið er gífurlega sterkt, er
í A-deildinni í undankeppni Evr-
ópumótsins og því er við ramman
reip að draga hjá íslenska liðinu.
Sigurður Ingimundarson,
þjálfari íslenska landsliðsins, hef-
ur látið landsliðshóp sinn æfa stíft
í sumar fyrir leiki Íslands í undan-
keppni Evrópumótsins en ís-
lenska liðið mætir Dönum, Rúm-
enum og Aserum í september.
Sigurður sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að hann fagn-
aði leikjum gegn jafnsterkum
andstæðingum og Pólverjum því
leikir gegn slíkum þjóðum væru
prófsteinn á stöðu liðsins meðal
þeirra bestu. „Við viljum komast
upp í A-deildina og með leikjum
gegn liðum eins og Pólverjum þá
fáum við að vita hversu langt við
eigum í land. Það er rúmur mán-
uður í leikina í Evrópumótinu og
við höfum nægan tíma til að laga
það sem aflaga fer í leikjunum
gegn Pólverjum,“ sagði Sigurður.
Hann sagði aðspurður að hann
væri mjög ánægður með lands-
liðshópinn sem hefur æft á fullu í
allt sumar. „Strákarnir hafa lagt
virkilega hart að sér og þeir hafa
sannfært mig um að við getum
farið enn hærra og orðið enn
betri. Það kostar reyndar mikla
vinnu en ég held að það sé ekki
spurning að við getum náð mun
lengra en á þann stað sem við
erum á í dag.“
Þær gleðifregnir bárust í gær
að Jón Arnór Stefánsson, leikmað-
ur Dallas Mavreicks í NBA-
deildinni, yrði með íslenska
landsliðinu í leikjunum í
Evrópumótinu eftir að
VÍS lagðist á sveif með
Körfuknatt le ikssam-
bandinu við að greiða
himinhátt tryggingargjald
sem NBA-deildin fer fram á
fyrir leikmenn sína í lands-
leikjum. Ólafur Rafnsson,
formaður Körfuknattleiks-
sambands Íslands, sagði að-
spurður að ekki væri hægt að
gefa upp að svo stöddu hversu
há sú fjarhæð væri en hún væri
umtalsverð. Sigurður lands-
liðsþjálfari sagðist að sjálf-
sögðu fagna því að Jón
Arnór yrði með enda
væri ekki nokkur
spurning að lið-
ið væri betra
með hann inn-
anborðs.
Leikstjórn-
andinn efni-
legi Pavel
Ermolinskí,
sem er aðeins 17 ára gamall, var
tekinn inn í landsliðshópinn fyrir
skömmu og Sigurður staðfesti að
Ermolinskí myndi spila í ein-
hverjum af leikjunum gegn Pól-
verjum. „Hann er óvenjulegur
leikmaður með mikla hæfileika,
tveggja metra hár
leikstjórnandi, og
það verður
gaman að sjá
hann spila.“
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004 27
Prófsteinn á stöðu okk-
ar meðal þeirra bestu
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, fagnar lands-
leikjunum gegn sterku liði Pólverja og vonast eftir að fá skýra mynd af
styrkleika íslenska liðsins eftir leikina þrjá sem fara fram um helgina.
800 7000 - siminn.is
með Símanum í sumar
Ótrúlega
gaman
* Gildir eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. ** 500 kr. á mánuði í 6 mánuði innan kerfis Símans, inneign flyst ekki á milli mánaða.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I
Y
D
D
A
/
s
ia
.is
/
N
M
12
68
3
Með GSM símum*
í sumar fylgir:
3.000 kr.
SMS inneign**
3.000 kr.
inneign í Retro
Léttkaups-
útborgun
og 1.500 kr. á mánuði
í 12 mánuði
Verð aðeins 18.980 kr.
Eingöngu fyrir kort frá Símanum.
Sony Ericsson T610
980500 kr.
SMS inneign
ef þú fyllir rafrænt á Frelsið
Fylltu rafrænt á Frelsið fyrir 2.000 kr.
eða meira og þú færð 500 kr. SMS
inneign innan kerfis Símans.
Tilboðið gildir til 31. ágúst.
SIGURÐUR
INGIMUND-
ARSON
Segist hafa
trú á því að
íslenska lands-
liðið í körfu-
knattleik geti náð
mun lengra.