Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004 31 King Arthur Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göf- ugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óút- reiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Góður biti í hundskjaft. KD Shrek 2 „Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boð- skapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Há- punktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í al- gleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þenn- an litríka og stórskrýtna heim.“ KD Spider-Man 2 „Persónusköpuninni gefin góður tími og handritið er skrifað með ákaflega mikilli virðingu fyrir Spider- Man-blöðunum þannig að þeir sem hafa átt Lóa að vini síðan í barnæsku fá ofboðslega mikið fyrir sinn snúð en einn helsti galdur myndarinnar er sá að hún skemmtir bæði þeim sem þekkja sögu Spider-Man fram og aftur ekki síður en þeim sem eru bara að koma til að sjá gott bíó. Þessi fer beint á stall með Empire Strikes Back. Geðveik mynd. Al- veg tótallí brilljant.“ ÞÞ Around the World in 80 Days „Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa sög- una á filmu. Við sitjum því uppi með samhengis- lausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slags- málaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni. Mynd sem gleymist seint og býður upp á enda- lausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýði- legasta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS Þórarinn Þórarinsson Kristófer Dignus Svanborg Sigmarsdóttir Teiknimyndasagan um köttinn Gretti, sem hatar mánudaga en elskar lasagne, hefur verið ákaflega vinsæl í gegnum árin. Nú hefur loksins verið gerð kvikmynd um þessa skondnu persónu sem ber ein- faldlega heitið Garfield. Það er enginn annar en gaman- leikarinn Bill Murray sem ljáir Gretti rödd sína og gerir það víst með miklum sóma enda þekkur fyrir kaldhæðnisleg tilsvör eins og kötturinn lati. Breckin Meyer, sem lék meðal annars í Road Trip, fer með hlutverk Jóns, eiganda Grettis. Jennifer Love Hewitt, sem lék síð- ast í The Tuxedo á móti Jackie Chan, er í hlutverki Liz sem Jón er hrifinn af. Myndin fjallar um vandræði sem skapast þegar Jón kemur heim með hundinn Odie. Grettir verður af- brýðisamur vegna athyglinnar sem hundurinn fær og hugsar honum þegjandi þörfina. Aðrir sem fara með hlutverk í myndinni eru Debra Messing, úr þáttunum Will&Grace, og Alan Cumming, sem er meðal annars þekktur sem Nightcrawler úr X- Men 2. ■ Olsen-systur í New York Garfield Internet Movie Database 4,5 af 10 Rottentomatoes.com 13%=Rotin Metacritic.com 26 af 100 Entertainment Weekly C- Los Angeles Times 1 af 5 Fahrenheit 9/11 Internet Movie Database 7,8 af 10 Rottentomatoes.com 84%=Fersk Metacritic.com 66 af 100 Entertainment Weekly B+ Los Angeles Times 4 af 5 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) GRETTIR Kötturinn lati Grettir er loksins kominn á hvíta tjaldið. Bill Murray ljáir honum rödd sína. Hatar mánudaga en elskar lasagne Rómantíska gamanmyndin New York Minute skartar tvíbura- systrunum Ashley og Mary-Kate Olsen í hlutverkum systranna Jane og Roxy Ryan sem þola ekki hvor aðra. Ashley leikur Jane sem er mikill dugnaðarforkur og gengur vel í skóla. Systir hennar Roxy er aftur á móti uppreisnargjörn og hefur engan áhuga á náminu. Saman fara þær til New York og þar lenda þær í miklum ævintýr- um. Á meðal annarra leikara eru Eugene Levy, sem er þekktur sem pabbinn í American Pie, og grínistinn Andy Richter. Jack Os- bourne, sonur rokkarans Ozzy, fer einnig með lítið hlutverk í frumraun sinni á hvíta tjaldinu. ■ Í NEW YORK Tvíburasysturnar Ashley og Mary- Kate Olsen fara með aðalhlutverkin í myndinni New York Minute.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.