Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 8
8 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Stærsta hlutafjárútboði hingað til á Íslandi lýkur í kvöld. KB banki hyggst í útboðinu sækja sér 40 milljarða til kaupa á danska bankanum FIH. Hluthafar í bankan- um sem áttu bréf 5. júlí eiga for- kaupsrétt í útboðinu á genginu 360 sem er talsvert undir markaðsgengi. Forsvarsmenn KB banka mega ekki tjá sig um gang útboðsins. Sérfræðingar á markaði reikna með að ekkert verði afgangs fyrir aðra fjárfesta. Fjárfestingarráð- gjafar hafa hvatt viðskiptavini sína til að kaupa í útboðinu. „Þeir sem vilja ekki auka við eign sína geta innleyst hagnað með því að selja samsvarandi fjölda bréfa og þeir kaupa í útboðinu. Þannig innleysa þeir strax gengishagnað,“ segir Guðmundur Karl Guðmundsson hjá MP verðbréfum. Hann segir þó ekki mikið um slíkt, flestir auki við eign sína. Hluthafar KB banka eru yfir 30 þúsund. Flestir ganga frá kaupum án aðstoðar fjármálafyrirtækja í gegnum netið. KB banki tvöfaldast að stærð við kaupin á FIH. Við það verður bankinn 260. stærsti banki í heimi og fer úr 459 sæti. ■ „Kjarasamningar milli útvegs- manna og sjómanna taka ekki mið af aukinni afkastagetu og tækninýjungum nýrra fiskiskipa,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Hann segir mögulegt að fækka sjómönnum á skipum hluta flot- ans. Útvegsmenn vilji að menn beggja vegna borðsins hagnist af fjárfestingu útgerðanna. „Við viljum að hluti af því sem sparast skiptist á milli okkar en ekki að það fari allt til sjómanna vegna þess að það er ekki verið að tala um óhóflegt vinnuálag. Við erum einfaldlega með of marga menn. Það á reyndar ekki við um stóran hluta af flotanum,“ segir Friðrik: „Núna erum við með fimmtán menn á togveiðiskipun- um sem er meira en þarf að vera. Það er misjafnt eftir skipum hver- su marga menn þarf. Ég ætla ekki að segja að það þurfi tíu, ellefu eða tólf, Norðmenn og Skotar eru til dæmis með átta eða níu á svona skipum.“ Nýir samningar nauðsynlegir Friðrik segir að nýir samning- ar milli sjómanna og útvegs- manna séu nauðsynlegir til að mæta aukinni tæknivæðingu í greininni. „Menn tala um að sjómenn séu samningslausir. Útgerðir vantar samning fyrir nýju skipin. Þannig að það vantar ekkert á samnings- vilja okkar. Ef horft er á aðrar framleiðslugreinar þá hefur launahlutfallið farið niður þar sem vélar koma inn. Laun starfs- manna hafa ekki lækkað en hjá okkur útvegsmönnum stendur launahlutfallið alltaf í stað og það gengur ekki,“ segir Friðrik. Friðrik segir að hvort sem horft sé til línu-, dragnóta-, tog- veiði- eða uppsjávarveiðiskipa sem hafi verið endurnýjuð sé aug- ljóst að þau skili miklu meiri tekj- um. „Við erum aðeins að tala um að eðlilegt sé að tekið sé tillit til þess kostnaðar sem af endurnýj- un hlýst,“ segir Friðrik. Hann bendir á að þótt nýjustu skipin í flotanum afli mun meiru en eldri skip lækki launakostnaður út- gerðarinnar ekkert. „Við erum ekki að tala um að lækka launin hjá sjómönnunum, þvert á móti. Við erum að tala um að hækka launin hjá þeim með því að ávinningurinn af fækkun mann- afla skiptist á milli útvegsmanna og sjómanna þannig að báðir hagn- ist á því að útgerðin fjárfesti í nýj- um skipum,“ segir Friðrik. Ríkisstjórnin ekki á bandi LÍÚ Friðrik hafnar því að hagur LÍÚ sé best tryggður með laga- setningu stjórnvalda gegn verk- falli sjómanna eins og kom fram í viðtali við Sævar Gunnarssom, formann Sjómannasambands Ís- lands, í Fréttablaðinu 23. júní. „Þarna fór Sævar með rangt mál og það er einfalt að fá það staðfest hjá sjávarútvegsráð- herra að við fórum fram á hið gagnstæða. Við fórum fram á að lög yrðu ekki sett á verkfallið. Það er bjargföst trú okkar að aðilar verða sjálfir að leysa kjaramál sín og inngrip stjórnvalda leysir eng- in mál. Menn verða að hafa mann- dóm í sér til að klára þau mál sem þeir eru ráðnir til. Við lögðum of- uráherslu á þetta í síðustu kjara- viðræðum og það sama gildir nú ,“ segir Friðrik og bendir á að út- vegsmenn hafi gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands árið 2001 og hann gildi út árið 2005. „Það vantar ekki viljann hjá okk- ur, það er alveg á hreinu og sjó- menn vita að þessi samningur sem var gerður síðast var mjög góður fyrir þá.“ Friðrik segir að 1998 hafi sáttasemjari komið fram með sáttatillögu sem hafi verið borin undir atkvæði. Hana hafi útvegsmenn fellt sem sýni að lögin hafi ekki verið þeim í hag. „Svona lagasetningar geta aldrei leyst það sem málið snýst um. Stóra málið er hvernig menn ætla að þróa þessa atvinnugrein áfram með því að fjárfesta í nýj- um tækjum, skipum og búnaði þannig að báðir aðilar hafi hag af,“ segir Friðrik. Hann segir ekki eðlilegt að sami kjarasamningur sé á þeim skipum sem kosti nær tvöfalt meira og afkasti meiru þar sem sjómenn þeirra skipa geti vænst mun hærri tekna. Kjarafundur Sjómannasam- bands Íslands og LÍÚ er boðaður hjá Ríkissáttasemjara 9. ágúst. Samningur þeirra á milli rann út um áramót. ■ SVONA ERUM VIÐ ÁFENGISNEYSLA ÍSLENDINGA Bókaðu ódýrustu flugsætin í vetur á icelandexpress.is Þú finnur lágu fargjöldin á icelandexpress.is Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is H im in n o g h af - 9 04 05 08 Veturinn er kominn í sölu hjá Iceland Express Bókaðu núna og tryggðu þér lágu fargjöldin í allan vetur. Fjölskyldan afneitar fjársvikaranum Ragnar Sigurjónsson dúkkaði upp eftir fimm ár á flótta. Sonur hans segir Ragnar ekki vera til í sínu lífi. – hefur þú séð DV í dag? GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ. Afskipti stjórnvalda auka vandann Framkvæmdastjóri LÍÚ segir samninga sjómanna draga úr tæknivæðingu í sjávarútvegi. Lækka þurfi launahlutfall útgerða, þó ekki á kostnað launa sjó- manna. Um það verði að nást kjarasamningar án inngripa stjórnvalda. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Segir launamál sjómanna alls ólík því sem gerist á almennum vinnumarkaði. Þeir fái greiddan hlut úr aflaverðmæti skipanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N 1995 2003 HEIMILD: HAGSTOFAN Sterk vín Léttvín 17% 42% 21% 27% 52%41% Bjór Sterk vín Léttvín Bjór MEGA EKKERT SEGJA Forsvarsmenn KB banka tjá sig ekki um ganginn í útboði bankans. Í kvöld mun koma í ljós hvort forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði. Sérfræðingar telja slíkt afar líklegt. Útboð KB banka lýkur í kvöld: Útlit fyrir að allt klárist SA M SE TT M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.