Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 20
Árleg umræða um hvort skattar
fólks séu einkamál eða blaðaefni
hefur nú risið í kjölfar þess að
álagningarseðlar voru sendir út.
Sérstaklega eru það þó – eins og
jafnan áður – útreikningar Frjálsr-
ar verslunar á tekjum einstakra
manna út frá útsvari sem valda
deilum. Inn í þessa umræðu hefur
nú blandast synjun Úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál á ósk
DV um að fá uppgefin nöfn þeirra
sem hæstar greiðslur hlutu fyrir
nefndarstörf á árunum 2000–2002. Í
þeim úrskurði er vísað til ákvæða
um að óheimilt sé að veita almenn-
ingi aðgang að upplýsingum um
„einka- eða fjárhagsmálefni ein-
staklinga, sem sanngjarnt er og
eðlilegt að leynt fari, nema sá sam-
þykki sem í hlut á“. Hér er í raun
vísað til sömu grunnhugsunar og
flestir þeir hafa gert sem vilja
hætta að gera álagningarskrána op-
inbera, þ.e. að launamál fólks séu
þeirra einkamál. Vissulega er ýmis-
legt til í því að laun fólks geti verið
viðkvæm einkamál og það eru e.t.v.
oft ekki göfugustu hvatir í fari al-
mennings sem ráða forvitninni um
hvað þessi og hinn hefur í kaup.
Hins vegar felst líka í þessu ákveð-
ið aðhald, og þegar allur þorri
manna er að borga til sameigin-
legra þarfa er ekki óeðlilegt að
menn vilji fylgjast með hvort sam-
bærilegar kvaðir séu lagðar á alla.
Hér takast því á rétturinn til einka-
lífs og lögmætir almannahagsmun-
ir, og óhjákvæmilegt að í slíkum
átökum verði ætíð einhver grá
svæði.
Í ár hins vegar hefur þessi um-
ræða og samantekt Frjálsrar versl-
unar dregið fram skýrar en oft áður
að miklar breytingar virðast vera
að eiga sér stað í tekjuskattskerfinu
og í tekjuskiptingu þjóðarinnar.
Breytingarnar vísa ekki einvörð-
ungu til þess að launamunur sé að
aukast verulega, heldur líka til þess
að skattkerfið sjálft sé ekki að virka
eins og til er ætlast og að stórir og
sífellt stækkandi hópar séu að kom-
ast undan greiðslu eðlilegs tekju-
skatts. Að því leyti er samantekt
Frjálsrar verslunar afar gagnleg
ábending um breyttan veruleika, þó
sú ábending feli raunar samtímis í
sér ákveðna gengisfellingu á sam-
antektinni sjálfri – því hún er ekki
eins marktæk og áður og miðar við
úreltan veruleika. Sjálfur ritstjóri
blaðsins, Jón G. Hauksson benti ein-
mitt á að á listanum í ár kæmu í ljós
ákveðin tímamót í þróunarferli sem
tekið hafi nokkur ár, tímamót sem
sýndu vel hið tvískipta tekjuskatts-
kerfi í landinu. Ritstjórinn kallaði
þetta „tifandi tímasprengju“ í skatt-
kerfinu og er full ástæða til að taka
undir það, því hvort heldur er út frá
sanngirnissjónarmiðum eða efna-
hagslegum, þá er þessi mismunun
óskynsamleg. Þessi tvískipting felst
í því að annars vegar höfum við
launamenn sem borga fullan skatt
af öllum þeim tekjum sem þeir
vinna fyrir, og hins vegar höfum við
fjármagnseigendur og „ehf-ara“
sem borga eingöngu 10% skatt af
sínum tekjum.
Umræðan um ólíka skattpró-
sentu eftir uppruna tekna – hvort
um sé að ræða launatekjur eða aðr-
ar tekjur – er síður en svo ný af nál-
inni. Tekist var á um þetta mál á
pólitískum vettvangi fyrir nokkrum
árum. Niðurstaðan sem þá fékkst
byggðist hins vegar á þeim efna-
hags- og þjóðfélagslegu aðstæðum
sem þá voru uppi og voru í raun lið-
ur í ákveðinni hagstýringu. Það var
því mat á tímabundnu ástandi og
hentugleiki, en ekki grundvallar-
regla eða mikilvæg pólitísk
hugmyndafræði sem réði því að
stjórnvöld ákváðu að hafa tekju-
skattsprósentuna ólíka eftir upp-
runa teknanna. Í dag hefur um-
hverfið breyst og ekki óeðlilegt að
þetta sé endurskoðað.
Um þessar mundir stendur yfir
endurskoðun á skattkerfinu í
tengslum við frumvarp sem vænt-
anlega kemur fram í haust um
skattalækkanir sem koma eiga til
framkvæmda á kjörtímabilinu. Það
er í samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Ekki er ólíklegt
eða óeðlilegt að þessi atriði tekju-
skattsins komi til skoðunar í tengsl-
um við slíka endurskoðun og um-
ræðuna um hana í þinginu. Hér er
ekki eingöngu pólitískt réttlætismál
á ferðinni. Ekki bara mál sem kem-
ur upp í umræðunni þegar álagn-
ingarseðlar eru lagðir fram og al-
menningur horfir upp á það sem
Indriði Þorláksson kallaði einhvern
tíma „skattaleg sniðganga“ hjá
ýmsum helstu höfðingjum landsins,
sem sjá sóma sinn í því að greiða
einungis vinnukonuútsvar. Þetta er
líka mikilvægt atriði fyrir skatt-
tekjur ríkissjóðs almennt og þá ekki
síður fyrir tekjustofna sveitarfélag-
anna, en þau hafa sem kunnugt er
tapað verulega á einkahlutafélaga-
væðinu tekjustofna einstaklinga. ■
6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Við getum sætt okkur við hversdagslegar fornminjar
því við eigum ódauðlegar bókmenntir.
Höfuðlausn
Tifandi tekjuskattssprengja
ORÐRÉTT
Mín skoðun – og þar endar það
Tollurinn lítur á Apple iPod sem
upptökutæki.
Frétt um örlög lófatölvu í höndum
tollvarða.
Morgunblaðið 5. ágúst.
Tvískinnungur ríkisins
Meðan ríkið sjálft birtir opinber-
lega skatt og opinber gjöld allra
einstaklinga í landinu, sem svo
sannarlega varða einka- og fjár-
hagsleg málefni þeirra, og það
án þess að leita á nokkurn hátt
eftir samþykki, þá er leyndin
sem hvílir yfir nefndakóngunum
þeim mun einkennilegri.
Illugi Jökulsson ritstjóri sem fær
þvert nei þegar hann vill vita hverjir
hálaunamennirnir í nefndum ríkisins
eru.
DV 5. ágúst.
Kynlegur akstur
Konur í jeppum víkja úr bíl-
stjórasætum þegar þær sækja
eiginmanninn í vinnuna. Karlinn
situr við stýrið þegar eiginkonan
skutlar honum í vinnuna. Karl-
inn ekur séu hjón á ferð í jeppa.
Gunnar Hersveinn blaðamaður horfir
á konur - og karla - í umferðinni.
Morgunblaðið 5. ágúst.
Hlutabréfavísindi
Þegar markaðurinn hefur lengi
hækkað fer hið ótrúlega að
verða trúlegt.
Loftur Ólafsson um hlutabréfamark-
aðinn.
Morgunblaðið 5. ágúst.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
LAUNATEKJUR OG AÐRAR
TEKJUR
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Þessi tvískipting
felst í því að annars
vegar höfum við launamenn
sem borga fullan skatt af
öllum þeim tekjum sem þeir
vinna fyrir, og hins vegar
höfum við fjármagnseigend-
ur og „ehf-ara“ sem borga
eingöngu 10% skatt af
sínum tekjum.
,,
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LAUNÞEGI SKILAR SKATTFRAMTALI
Búa tvær þjóðir í landinu
með tilliti til skatta?
Vandræði í félagsmálaráðuneyti
Ekki fór eins og vonast var til með ráðn-
ingu nýs ráðuneytisstjóra í félagsmála-
ráðuneytinu. Þó er ekki útilokað að
plott framsóknarmanna gangi upp - að
lokum. Helga Jóns-
dóttir borgarritari
taldi, samkvæmt því
sem talið er, sig full-
vissa um að fá starfið
og sótti þess vegna
um. Án þess að
nokkur virtist
eiga von á
sótti settur
ráðuneytis-
stjóri, Her-
mann Sæ-
mundsson,
einnig um og bjó til vanda sem ekki sér
fyrir endann á. Meðan ráðið er fram úr
vandanum er umsóknarfresturinn fram-
lengdur til 10. ágúst.
Ráðherrans kvöl
Þar sem erfitt getur verið að ganga
framhjá starfandi ráðuneytisstjóra
verður Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra að taka erfiða ákvörðun. Annað
hvort að hafna starfandi ráðuneytis-
stjóra eða Helgu, sem taldi sig vera að
komast í öruggt skjól en staða ráðu-
neytistjóra er til muna tryggari en
staða borgarritara. Innan flokksins eru
fleiri kenningar. Ein er sú að staðan
verði einfaldlega geymd til að hliðra til
innan þingflokksins. Þegar ráðherra-
hrókeringar flokksins hefjast getur ver-
ið gott að hafa góða stöðu handa
þeim sem sárastir verða.
Jónína nefnd
Jónína Bjartmarz er oftast nefnd af
þingmönnum flokksins þegar talað er
um að finna stöðu fyrir
ósátta þingmenn.
Hvort hún vill hætta á
þingi er annað mál.
Björn Ingi Hrafnsson,
sem er varamaður
hennar, vill eflaust
að hún hætti
og langþráður
draumur hans
um þing-
mannsstarfið
rætist.
sme@frettabladid.is
E kki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum semgrafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfells-dal og halda því fram að hún sé „einstaklega vel varðveitt“.
Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á
fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér
kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar
þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig
átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbending-
ar um byggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar forn-
leifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð
hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir
að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum
flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina
sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða
sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir
róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kapp-
ar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði;
verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifa-
fræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við
rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóð-
hollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til
sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðl-
um. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertings-
son komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frum-
kristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir
kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá
að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus
og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir
þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.
Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra
mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fund-
ist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarð-
vegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim
verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og grip-
um sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á
fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síð-
ur merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á.
Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjá-
kvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum.
Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga
hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar frem-
ur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmynd-
um og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vett-
vangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsinga-
skiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo
að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki
nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við
þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna
í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem
ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða.
Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu
Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru
margfalt meiri verðmæti falin í „Höfuðlausn“ hans í Egils sögu. Við
þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið. ■