Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 29
Við sem erum ábyrg- ir kattaeigendur erum búin að fá nóg af þessu andvaraleysi yfirvalda og köllum eftir réttlátri reglugerð um meðferð og eignarhald á köttum. Tilveruréttur katta Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég las í Fréttablaðinu 23.júlí sl. um alla kettina sem fundust í húsi og húsbíl á Kjalarnesi. Ástand þeirra var samkvæmt lýsingum hræðilegt og mann setur hljóðan við að lesa slíkt. Þessum vesal- ings dýrum var komið fyrir upp í Kattholti en forráðamönnum Kattholts gert að skila þeim aft- ur til eigenda sinna. Því miður er þessi meðferð á köttum ekkert einsdæmi. Samkvæmt fréttum frá lögreglu var um mistök að ræða. Síðan gerist það að Katt- holt fær 13 af 26 köttum til baka. Ég spyr: Er búið að finna hina kettina eða er eitthvað vitað um afdrif þeirra? Það eru dýra- verndunarlög í landinu! Falla kettir ekki undir þau lög, eða þykja kettir ekki nógu merkileg dýr til að yfirvöld beiti sér fyrir tilverurétti þeirra og refsi þeim eigendum og öðrum sem fara illa með þá? Við sem erum ábyrgir katta- eigendur erum búin að fá nóg af þessu andvaraleysi yfirvalda og köllum eftir réttlátri reglugerð um meðferð og eignarhald á kött- um. Það mætti t.d. hugsa sér eitt- hvað svipað og hjá hundaeigend- um sem borga árgjald en fá af- slátt af því ef hundarnir eru send- ir á hlýðninámskeið. Hægt væri að hugsa sér skráningargjald fyrir ketti en ef þeir sýndu fram á að búið væri að gelda kettina þá fengju þeir (eins og hundaeigend- ur) afslátt af skráningargjaldinu. Ég er viss um að ef farið væri svona illa með t.d. hunda eða hesta hér á landi þá væru yfirvöld löngu búin að grípa inn í. Enn- fremur finnst okkur kominn tími til að yfirvöld virði og aðstoði þær konur sem eru að vinna frábært starf í Kattholti. Í von um mannúðlegri meðferð á þessum yndislegu dýrum sem hvarvetna eru mikið augnayndi. Ennfremur sendum við baráttu- kveðjur til Kattholts og hvetjum fólk til að vera þeim innan handar með því t.d. að ganga í Kattavina- félagið eða færa þeim muni sem hægt væri að selja á basarnum sem þar er. ■ 21FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004 Einkastríð um stjórnarskrá Stjórnarskráin á að vera hafin yfir póli- tískar deilur hversdagsins. Ég óttast að fyrirhugaðar breytingar séu hluti af einkastríði forsætisráðherra og forseta og vítavert ef stjórnarskránni og stjórn- skipan landsins er blandað inn í þvílík mál. Til að koma í veg fyrir slíka stöðu verður að leyfa þjóðinni að kjósa beint um breytingar á stjórnarskrá. Heiða Björg Pálmadóttir á politik.is Blind réttlætiskennd Nú er ekki seinna vænna fyrir þá sem haldnir eru blindaðri borgaralegri rétt- lætiskennd að skunda á skrifstofu skatt- stjóra og gefa því gaum hvað samborg- ararnir eru að greiða á sameiginlegan reikning skattgreiðenda. Fæstir munu viðurkenna að um einskæra forvitni sé að ræða heldur þvaðra ýmist um rétt- lætismál eða lýðræðistæki. Heiðrún Lind Marteinsdóttir á frelsi.is Konur og sparisjóðir Þótt hlutfall kvenna í stjórnum spari- sjóða sé mun hærra en í stjórnum skráðra félaga í úrvalsvísitölunni gæti það verið enn hærra. Sveitarstjórn sem útnefnir einstaklinga í stjórnir sparisjóða er í lófa lagið að fjölga konum ef vilji er til þess. Hlutföll kvenna í ráðum og nefndum opinberra aðila og stjórnum opinberra fyrirtækja er að öllum líkind- um mun hærra en hjá einkageiranum. Eggert Þór Aðalsteinsson á deigl- an.com Áfengisauglýsingar Fáum dylst að núverandi bann við áfengisauglýsingum er tímaskekkja. Fyndin útúrsnúningur á slíku banni get- ur verið jafnt góð auglýsing sem og heppileg leið í baráttunni fyrir breytingu á lögunum. Tilgangur með slíkum útúr- snúningum ætti þó fyrst og fremst að vera að snúa á lögin sjálf fremur en að blekkja neytendur. Það hefur sjaldnast skilað miklu ef neytendunum sjálfum finnst þeir vera hafðir að fíflum. Pawel Bartoszek á deiglan.com Páfinn og smokkarnir Margt er með undarlegra móti í Vatíkan- inu. Þaðan er kaþólsku kirkjunni stjórn- að af mönnum sem virðast ekki geta sætt sig við frjálslynt nútímasamfélag. Þannig hafa þeir orðið frægir að endemum fyrir að berjast gegn smokk- um, einu öflugasta úrræðinu sem til er til að berjast gegn kynsjúkdómum, þ.á.m. þeim sjúkdómi sem nú er að leggja margar þjóðir þriðja heimsins í rúst, einkum í Afríku. Þórður Sveinsson á mir.is Hórur og hreinar meyjar Söngkonan geðþekka, Britney Spears, vissi hvað hún var að gera þegar hún til- kynnti að hún væri hrein mey og hygð- ist vera það áfram um sinn, jafnvel þangað til hún gifti sig. Þegar hún sagði frá þessu, klædd í rauða, þrönga latexgallann sinn þar sem þrýstin brjóst- in gægðust upp úr hálsmálinu uppfyllti hún draum fjölmargra karlmanna ó drauminn um „hreinu“ kynbombuna. Kannski trúa sumir því ekki að Britney hafi verið hrein mey á þessum tíma. Yfirlýsingin hefur hins vegar verið út- pæld af Britneyju eða þá þeim sem selja hana á markaði. Nú skyldi maður halda að með allri þessari klámvæðingu sem allir eru að tala um væri það orðinn eftirsóknarverður eiginleiki hjá konum að hafa víða farið, sofið mikið hjá og prófað margt. Það er hins vegar helber misskilningur. Konur eiga að líta út eins og hórur en vera hreinar meyjar. Þær eiga að vera til taks fyrir rétta manninn en ekki neinn annan. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is ÓSK ÓSKARSDÓTTIR UMRÆÐAN KETTIR,, AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.