Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 37
29FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2004
Í fjórða sinn verður hinn árlegi
fiskidagur haldinn hátíðlegur á
Dalvík í dag og er öllum lands-
mönnum boðið í allsherjar fiski-
veislu. Fiskverkendur í Dalvíkur-
byggð og fleiri góðir aðilar standa
að dagskránni sem verður sann-
kölluð fjölskylduhátíð með þéttri
dagskrá.
Undanfarin ár hefur fjöldi
fólks gert sér ferð um Dalvík
þennan dag og í fyrra var talið að
um 23 þúsund manns hafi tekið
þátt í að halda daginn hátíðlegan. Í
dag verður fiskihátíðin glæsilegri
en nokkru sinni fyrr, að sögn skipu-
leggjenda, skemmtidagskrána ann-
ast meðal annars Paparnir, Hvann-
dalsbræður, Karlakór Dalvíkur,
götuleikhús, Brúðubíllinn, Robin
Nolan djasstríó og margir fleiri.
Boðið verður upp á siglingu um
Eyjafjörð, leikhópurinn Sýnir fer
með Stútungasögu og yfirkokkur
veitingahússins Þriggja Frakka,
Úlfar Eysteinsson, eldar ýsu, lax,
síld, ufsa, reykt hrogn, rækjur,
fiskborgara og hrefnukjöt ofan í
gesti þeim að kostnaðarlausu. Á
hafnarsvæðinu verða 15 matar-
stöðvar og rúmlega 90 þúsund
matarskammtar tilbúnir. Til þess
þarf tíu tonn af fiski og 2 flutn-
ingabíla af drykkjarvörum en í
fyrra var Byrginu afhent afgang-
ur matarins.
Salka - Fiskmiðlun hf heldur
úti nígerískum bás skreyttum af-
urðum sem fluttar eru frá Dalvík
til Nigeríu og nýjasta fyrirtæki
byggðarinnar, Sælgætisgerðin
Moli, gefur gestum brjóstsykur
og kandíflos. Einnig er fiskasýn-
ingu Skarphéðins Ásbjörnssonar
frá Blönduósi beðið með mikilli
eftirvæntingu en í fyrra sýndi
hann yfir hundrað tegundir af
ferskum fiski. Fyrir sýninguna í
dag hefur Skarphéðinn meðal
annars komist yfir einstakar
Íslenskar fisktegundir svo sem
surtlu, marsnák, gapald, loðháf og
drumb sem almenningi gefst
sjaldan kostur á að sjá.
Íbúar Dalvíkurbyggðar hafa
staðið í ströngu við að snyrta bæ-
inn og skreyta. Sjálfboðaliðar sem
að hátíðarhöldunum koma skipta
hundruðum og bærinn hefur iðað
af lífi alla vikuna. Gestum er bent
á að ekkert kostar að gista á tjald-
stæði Dalvíkur. ■
Elliðaárnar eru meðal þeirra lax-
veiðiáa sem hafa bætt sig síðan á
síðasta veiðitímabili en þar hefur
veiðin alls ekki verið góð síðustu
árin. „Þetta er í góðu lagi í Elliða-
ánum, en núna eru komnir 490
laxar úr ánni en allt árið í fyrra
veiddust 336 laxar, „sagði okkar
maður við árnar í gærdag og
bætti við „það er um 50 prósent
betri veiði en í fyrra. Tæplega
1150 laxar eru gengnir í gegnum
teljarann núna.
Veiðimaður sem við hittum við
Símastreng í Elliðaánum fyrir
fáum dögum, var kominn með
þrjá laxa og annar veiðimaður var
með tvo og báðir veiddu þeir á
fluguna.
Veiðin í Húseyjarkvísl gengur
vel, að sögn Valla í Veiðibúðinni
við Lækinn. Aflinn þar er meiri en
lokatölur í fyrra sögðu til um og
fiskurinn er dreifður á flesta staði
í ánni. „Það hefur einnig gengið vel
í Norðurá í Skagafirði og er sjó-
bleikjan komin upp um alla á, en
lax hefur líka veiðst í henni. Fínn
gangur hefur verið í Sæmundará í
Skagafirði og er töluvert af laxi,
„sagði Valli ennfremur.
Góður gangur hefur verið í
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og
hafa síðustu holl verið að
mokveiða, á milli 60 og 70 laxa
hvert holl.
„Við fengum 16 fiska, alla á
flugu,“ sagði Halldór Hafsteins-
son, er við hittum hann við Iðu-
steina, við Langadalsá, fyrir fáum
dögum. En áin hefur gefið 75 laxa
og hafa 50 laxar veiðst á ýmsar
flugur eins og rauða og svarta
franses. Stærsti laxinn er 10
punda, en átta fiskum hefur verið
sleppt af þessum sem hafa veiðst.
Mest er um fisk efst í ánni og frá
Grásteini og svolítið þar upp með
þar sem líklega eru um 100-150
laxar á sveimi.
Sömu góðu fréttirnar verða
ekki sagðar úr Hvannadalsá þar
sem aðeins einn lax er kominn á
land og veiðimenn sem voru þar í
fyrradag, sáu einn lax á sveimi.
Vonandi eru þeir þó fleiri í ánni.
Lítið veiði hefur verið í Hvanna-
dalsá síðustu árin og er það synd,
hún er flott, en fisklítil.
Eystri- Rangá er komin í næst-
um 950 laxa og veiðimaður sem
var að koma þaðan, veiddi 16 laxa
á hálfum degi. Fyrri hluta dagsins
gat hann ekki veitt, vegna vatna-
vaxta í ánni. Hann sagði að mikið
væri af fiski á svæðinu. ■
HÖRÐUR FILIPPUSSON
Með fallega hrygnu sem var sleppt aftur í Húseyjarkvísl en fiskurinn veiddist í Laxhyl.
VEIÐI
GUNNAR BENDER
■ skrifar um veiði.
Allt annað líf að
veiða í Elliðaánum
Tíu tonn af fiski
FÓLKSMERGÐ Á FISKIDEGINUM
23 þúsund manns gerðu sér ferð á Dalvík þegar fiskidagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrra.
■ TÍMAMÓT
fyrir vandláta
veiðimenn
vöðlur og skór
halda þér þurrum