Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.08.2004, Blaðsíða 32
24 6. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR Við hrósum... ... FH-ingum fyrir að hafa kjark og þor til að sækja og rúlla yfir and- stæðinga sína sem þora vart fram fyrir miðju. FH-ingar spiluðu óumdeil- danlega flottasta hálfleik tímabilsins á KR-vellinum í fyrrakvöld og skor- uðu þrjú mörk hjá Íslandsmeisturum KR-inga á þeirra eigin heimavelli. FH-ingar eru í kjölfarið liða líklegastir til fagna titlinum í haust. Vissir þú ... ... að KR-ingar hafa fjórum sinnum dottið úr úr bikarnum á heimavelli sínum á síðustu fimm árum og hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex heimaleikjum sínum í bikarnum.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Föstudagur ÁGÚST Við lýsum eftir.. ... stuðningsmönnum KR sem sáu sér vart fært að mæta á KR-völlinn í gær. Meira að segja var Rauða ljónið hvergi sjáanlegt á vellinum í fyrsta sinn í afar langan tíma og það þykir táknrænt um ástandið. FÓTBOLTI Fréttablaðið hefur valið FH-inginn, Frey Bjarnason, besta leikmann 7-12 umferðar Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu. FH trónir á toppi deildarinnar og er það að auki komið í undanúrslit bikarkeppninnar og hefur að margra mati leikið skemmtileg- asta boltann. Freyr hefur vart stigið feilspor í FH-vörninni í sumar en þessi 27 ára gamli Skagamaður kom til liðsins fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur geislað af sjálfstrausti og fundið sig virkilega vel við hliðina á Dananum sterka Tommy Nielsen í vörn Hafnarfjarðarliðsins. „Ég er fæddur og uppalinn á Akranesi og lék með ÍA alla yngri flokkana en hafði ekki náð að festa mig í sessi í meistaraflokki þegar ég flutti í bæinn og fór í FH.“ Aðspurður segir Freyr að hann hafi ekki farið að spila í vörninni að neinu ráði fyrr en hann kom til FH. „Ég var oftast á miðjunni en fann mig strax vel í varnarleikn- um hjá FH og hef verið þar síð- an,“ segir Freyr, sem er með B.A. gráðu í félagsfræði og ensku og hefur undanfarin ár starfað sem blaðamaður. Hann lætur vel af dvölinni hjá FH, er hann ekki einfaldlega far- inn að líta á sig sem ekta FH-ing? „Eiginlega er ég farinn að gera það,“ segir Freyr brosandi og bætir við: „Ég hef nánast spilað allan minn feril í meistaraflokki með FH og þetta er mitt félag.“ Staða FH í dag er mjög góð en þetta fornfræga félag hefur hins vegar aldrei náð að hampa stórum titli í knattspyrnu. Í fyrra var lið- ið í öðru sæti, bæði í deild og bik- ar. Telur Freyr að nú sé tími FH kominn og að liðið nái að yfirstíga stóru hindrunina? „Hvers vegna ekki, það er allt til alls hjá okkur og auðvitað stefnum við ótrauðir á að brjóta ísinn. Hins vegar erum við alveg á jörðinni og vitum sem er að ef við höldum ekki einbeitingunni getur farið illa. Á hinn bóginn er mjög góð umgjörð í kringum félagið og góðir menn sem standa á bak við hana. Þá eru stuðningsmennirnir einstakir og allt þetta hefur gert það að verkum að frábær stemn- ing ríkir í Kaplakrika og hún hef- ur svo sannarlega skilað sér inn í liðið. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá okkur og menn eru virki- lega að hafa gaman af því sem þeir eru að gera,“ sagði Freyr, besti leikmaður 7.–12. umferðar. sms@frettabladid.is FREYR BJARNASON Ekki stigið feilspor í FH-vörninni í sumar og leikmaður 7.–12. umferðar í Landsbankadeild karla að mati Fréttablaðsins. Allt til alls hjá okkur FH-ingurinn Freyr Bjarnason, sem Fréttablaðið valdi besta leikmann 7.–12. umferðar í Landsbankadeild karla, segir ekkert því til fyrirstöðu að FH vinni sinn fyrsta stóra titil í ár. ■ ■ LEIKIR  19.00 ÍBV og KR mætast á Hásteinsvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.  19.00 Breiðablik og FH mætast á Kópavogsvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.  20.00 Ísland og Pólland mætast í DHL-höllinni í landsleik í körfu- knattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Bikarkvöld á RÚV. Endursýndur þáttur frá fimmtu- dagskvöldi.  18.45 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.40 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.05 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  20.30 Heimsbikarinn í torfæru á Sýn.  21.00 Hnefaleikar (Arturo Gatti - Leonard Dorin) á Sýn. Útsending frá hnefaleikakeppni í Atlantic City, þann 24. júlí sl. Á meðal þeirra sem mættust voru Arturo Gatti og Leonard Dorin.  23.30 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Upptaka frá mótinu sem fram fer í Zurich í kvöld. BIKARKEPPNIN Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM 1. deild í Kaplakrika, Hafnarfirði, í dag kl. 18:15-20:30 og á morgun, laugardag kl. 14:00-18:00 Tímaseðil og mótsskrá má nálgast á www.frjalsar.is Ná fleiri frjálsíþróttamenn Ólympíulágmörkum? Verða FH-ingar bikarmeistarar 11. sinn í röð? Komið og fylgist með ótrúlega spennandi keppni. F A B R I K A N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.