Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 2
2 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR Nei, í pólitíkinni hef ég heilan þing- flokk á bak við mig og stend með hon- um. Við erum með Framsóknarflokkn- um í stjórn og það gengur ágætlega; svona að mestu leyti. Svo á ég heila fjölskyldu. Sagt er að kona fari ekki einsömul sem þýðir að hún sé ófrísk og í þeim skilningi er ég einsamall. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, hafnaði einn þeirri tillögu að nefndin skili séráliti um fjölmiðlafrumvarpið. Til- lagan var samþykkt með fimm atkvæðum. SPURNING DAGSINS Pétur, ertu maður einsamall? Blásið í herlúðra í haust Opinberum starfsmönnum er nóg boðið vegna frumvarps um breyting- ar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og þeir krefjast þess að fjármálaráðherra dragi það til baka hið fyrsta. KJARAMÁL „Verði frumvarpið að veruleika liggur ljóst fyrir að allir félagsmenn innan vébanda okkar munu blása í herlúðra við næstu kjarasamninga í haust,“ segir Jens Andrésson, formaður stéttarfélags SFR. Fundur aðild- arfélaga Bandalags háskóla- manna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasam- bands Íslands vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um breyting- ar á lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins var fjöl- sóttur og var hiti í fundarmönn- um. Verði frumvarpið að veru- leika fellur niður sú skylda for- ráðamanna að áminna starfs- mann með f o r m l e g u m hætti áður en til uppsagnar kemur. Hafa margir áhyggj- ur af því alræð- isvaldi sem þetta færir y f i r m ö n n u m stofnana ríkis- ins enda hafi dæmin sýnt gegnum tíðina að alloft er um hreina duttlunga að ræða við uppsagnir fólks. Jens segir einhug meðal fé- lagsmanna um að við þetta verði ekki unað og bendir á að kjara- samningar við ríkið séu lausir í desember næstkomandi. „Það verður ekki samið við ríkið um eitt né neitt fyrr en þetta frum- varp er komið af borðinu og út í ruslatunnu. Við þekkjum mörg dæmi um ólögmætar uppsagnir og það er ótækt með öllu ef auka á það gerræðisvald sem mis- jöfnum yfirmönnum er fært með þessu frumvarpi.“ Erna Guðmundsdóttir, lög- maður BSRB, segir annmarka á frumvarpinu eins og það liggi fyrir nú. „Frumvarpið mun skapa réttaróvissu og að líkind- um verða látið reyna á það fyrir dómstólum mjög fljótlega. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga stjórnsýslulög að gilda gagnvart starfsmönnum ríkisins en and- mælaréttur er takmarkaður þannig að hann gildir ekki um alla starfsmenn. Það er svo túlk- unaratriði hvers og eins hvar og hvenær hann gildir og hvenær ekki. Til að fá úr þessari óvissu skorið þarf að skjóta máli fyrir dómstóla og ég sé fyrir mér að það verði gert um leið og þau verði að veruleika.“ Ályktun fundarins var, að með frumvarpi fjármálaráð- herra væri vegið að grundvall- arréttindum ríkisstarfsmanna og um afturhvarf til forneskju- legra tíma væri að ræða. Með þeim væri verið að setja kjara- samninga í uppnám og ráðast á ósanngjarnan hátt á starfsfólk ríkisstofnana. Þess er krafist að Geir Haarde fjármálaráðherra dragi frumvarpið til baka hið fyrsta. albert@frettabladid.is Þingmenn felmtri slegnir eftir að hafa skoðað nýjar myndir af misþyrmingum fanga: Myndirnar sífellt viðbjóðslegri WASHINGTON, AP Bandarískum þingmönnum var mjög brugðið eftir að þeir sáu myndir af mis- þyrmingum og pyntingum fanga sem hafa ekki verið gerðar opin- berar. „Þetta var mun verra en nokk- uð það sem ég hafði ímyndað mér. Taktu versta dæmið og margfald- aðu það með hárri tölu,“ sagði Ron Wyden öldungadeildarþingmaður og kvað myndirnar mun verri en þær sem hafa birst opinberlega. Annar öldungadeildarþingmaður andmælti þó því mati. „Manni bregður við allt svona lagað. En þetta er í meginatriðum það sama og hefur birst opinberlega, ekkert sem kemur verulega á óvart,“ sagði Jim Talent. Sumir þingmannanna sögðu nokkrar myndanna sýna fanga af sama kyni neydda til að hafa mök. Aðrir sögðu gæði myndanna of slæm til að sjá hvað væri á seyði. Samkvæmt dagblaðinu The New York Times hafa starfs- menn leyniþjónustunnar CIA beitt háttsetta al-Kaída-liða þvingunum við yfirheyrslur. Einn leyniþjónustumaður var áminntur eftir að hafa hótað fanga með byssu. Annar fangi var kaffærður og talið trú um að honum yrði drekkt ef hann svar- aði ekki spurningum. ■ Bandaríkin: Bush drap son minn BANDARÍKIN, AP Faðir bandaríska þegnans sem hryðjuverkamenn tóku af lífi fyrir skemm- stu segir George Bush og Donald Rumsfeld bera fulla ábyrgð á láti sonar síns. Lætur hann stór orð falla um framgöngu bandarískra stjórn- valda í Írak en son- urinn var einmitt fangi bandarískra hermanna á tíma- bili fyrr á árinu. Ekki fyrr en eftir kvartanir fjölskyldu hans hafi hann verið látinn laus úr prísund sinni. ■ Alþingi: Stór mál bíða AFGREIÐSLA Alls bíða 64 stjórnar- frumvörp afgreiðslu á Alþingi og áttatíu frumvörp frá óbreytt- um þingmönnum. Umræður um fjölmiðlafrumvarpið hafa staðið yfir síðustu daga. Ekki liggur fyrir hvaða mál verða tekin á dagskrá þingsins að lokinni 2. umræðu um fjölmiðlafrumvarp- ið. Nokkur umtöluð frumvörp eru meðal þeirra sem bíða af- greiðslu. Á yfirstandandi löggjafarþingi hafa alls 57 stjórnarfrumvörp ver- ið samþykkt sem lög frá Alþingi og átta þingmannafrumvörp. ■ Í ABU GHRAIB Rumsfeld heilsaði upp á bandaríska her- menn í fangelsinu illræmda. Rumsfeld í Írak: Hættur að lesa blöðin ÍRAK, AP „Ég er hættur að lesa dag- blöðin,“ sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra bandarísk- um hermönnum í Írak en þangað hélt hann í óvænta heimsókn. „Einhvern veginn verður maður að halda geðheilsu sinni. Ég þrauka,“ sagði hann hermönnun- um og vísaði til mikillar fjöl- miðlaumfjöllunar um málið og kröfur um að hann segði af sér. Rumsfeld segir lögfræðinga hafa mælt gegn því að varnar- málaráðuneytið opinberi fleiri myndir af misþyrmingum íraskra fanga þar sem það bryti gegn Genfarsáttmálanum að birta nið- urlægjandi myndir af föngum. Hann sagði það þvætting að varn- armálaráðuneytið væri að reyna að breiða yfir málið. ■ „Það verður ekki samið við ríkið um eitt né neitt fyrr en þetta frumvarp er komið af borðinu og út í ruslatunnu. Undirskriftir gegn fjöl- miðlafrumvarpi: Tveir listar MÓTMÆLI Á netinu eru nú tveir und- irskriftalistar í gangi þar sem fólk er hvatt til að skora á forseta Íslands að samþykkja ekki fjölmiðlafrum- varpið heldur skjóta því til þjóðar- innar í atkvæðagreiðslu. Á vefnum askorun.is er talað um að fjölmiðlar séu mikilvægur hluti lýðræðis og al- menn sátt þurfi að ríkja um reglur sem um þá gildi. Farið er fram á að forsetinn veiti fólkinu í landinu það vald með því að staðfesta ekki frumvarpið. ■ Nýr meirihluti myndaður í efnahags- og viðskiptanefnd: Frumvarpið verði tekið af dagskrá ALÞINGI Átök halda áfram að magn- ast innan efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Nýr meirihluti nefndarinnar var myndaður á fundi hennar í gær og lagði hann til að fjölmiðlafrumvarpið yrði tekið af dagskrá þingsins og rætt í sumar. Samþykkt var áfangaálit um málið, sem stjórnarandstaðan og Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, stóðu saman að, en Pétur Blöndal, formaður nefndarinnar, var einn á móti. Nefndin fjallar áfram um mál- ið í dag. Í álitinu segir að fjölmiðlafrum- varpið þrengi mjög að rekstrarskil- yrðum fyrirtækja á fjölmiðlamark- aði og gangi gegn markmiðum um fjölbreytni. Málið sé vanbúið og ekki tækt til afgreiðslu og kunni að stríða gegn stjórnarskrá landsins. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, benti á að lagasetningin kæmi í veg fyrir skráningu Norður- ljósa í Kauphöllina og lífeyrissjóð- irnir ættu tveggja milljarða króna veðlaus lán hjá fyrirtækinu, sem gætu tapast við gjaldþrot þess. „Er það ekki ábyrgðarhluti fyrir Alþingi að samþykkja lög sem stefna þessum verðmætum lífeyris- sjóðanna í hættu,“ sagði Ögmundur. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð- isflokki, taldi ekkert að vanbúnaði að halda umræðunni áfram, en það væru engin stórtíðindi þótt þing- menn, sem margoft hefðu lýst sig andsnúna frumvarpinu, hefðu skrif- að það á blað.■ MISÞYRMINGUM MÓTMÆLT Efnt var til mótmæla gegn misþyrmingum fanga, fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær. ÁTÖK Á ALÞINGI Nýr meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar var myndaður á fundi hennar í gær og lagði hann til að fjölmiðlafrum- varpið yrði tekið af dagskrá þingsins og rætt í sumar. „Málið er vanbúið og ekki tækt til afgreiðslu,“ segir í áfangaáliti meirihlutans. MIKILL HITI Í FÓLKI Fundur vegna frumvarps til breytinga á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjölsóttur og voru félagsmenn á einu máli um að við þetta útspil fjármálaráðherra yrði ekki unað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R G ÍS LA SO N NOKKUR STJÓRNARFRUMVÖRP SEM BÍÐA AFGREIÐSLU Í nefnd Meðferð opinberra mála (rannsóknargögn, símhlerun o.fl.) Olíugjald og kílómetragjald o.fl. (heildarlög) Raforkulög (flutningur raforku, gjaldskrár o.fl.) Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess Bíða 2. umræðu Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (uppsögn) Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingar- gjald (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) Tónlistarsjóður (Ný lög) Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þing- eyjarsýslu (heildarlög) Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (Ný lög) SKOTLEYFI Á GUÐNA Ofninn er heitur og kolin glóa hjá Fram- sókn þessa dagana, segir Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, á heimasíðu sinni. Gunnar segir að Halldóri Ás- grímssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, virðist mikið í mun að renna Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra út af ráð- herraborðinu og úr forystusveit flokksins. Staðan versni stöðugt en Halldór láti ekkert uppi um hver missi stól sinn 15. septem- ber. FJÖLSKYLDA Í SÁRUM ■ STJÓRNMÁL 02-03 13.5.2004 22:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.