Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 8
8 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR FÉLAGI KVADDUR Ísraelskur hermaður situr fyrir framan gröf hermanns sem féll í bardögum við Palest- ínumenn á Gaza í vikunni. Heilbrigðismálaráðherrar OECD um heilbrigðisþjónustu: Fjárfesting en ekki eyðsla HEILBRIGÐISMÁL Á fundi heilbrigð- ismálaráðherra OECD-landanna sem nú stendur í París kom fram hjá flestum heilbrigðisráðherrum þeirra 30 ríkja sem eru á fundin- um að fremur bæri að líta á kostn- aðinn við heilbrigðisþjónustuna sem fjárfestingu hvers samfélags í stað þess að skilgreina hann sem útgjöld eða eyðslu. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, situr fund heilbrigðismálaráðherranna fyrir hönd Íslands, en síðar í dag er gert ráð fyrir að heilbrigðis- og fjármálaráðherrar landanna setjist saman til skrafs og ráða- gerða á sérstökum fundi. Í ræðu sinni á fundinum lagði Jón Kristj- ánsson áherslu á að heilbrigðisyf- irvöld landanna settu sér mark- mið til að vinna eftir til langs tíma og vísaði í máli sínu til heil- brigðisáætlunar til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Auk þess lagði ráðherra ríka áherslu á mik- ilvægi þess að menn nýttu sér upplýsingatækni á heilbrigðis- sviði og undirstrikaði mikilvægi samvinnu og samráð allra þeirra sem sinna heilbrigðisþjónustu, þ.e. yfirvalda, samtaka sjúklinga, fagstétta, stofnana, sjálfboðaliða og fyrirtækja sem starfa á heil- brigðistæknivettvangi. ■ OLÍUGJALD Helstu samtök fyrir- tækja í landinu vilja að upptöku ol- íugjalds verði frestað, þannig að hægt verði að sníða af því alvar- lega agnúa. Helstu samtök at- vinnugreina skiluðu sameiginlegri umsögn og tillögum um breyting- ar á frumvarpinu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Full- trúar samtakanna segja að nú hafi nefndin afgreitt málið frá sér með minniháttar breytingum þar sem ekki sé tekið tillit til gagnrýni og til- lagna þeirra sem olíugjaldið snertir. „Okkur er sagt að við höfum ekki verið nógu reið og rauð í framan fyrir nefndinni og þessi fundur er til þess að árétta að okkur er alvara og mjög mótfallin þessu frumvarpi,“ sagði Sveinn Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, á blaða- mannafundi sem samtökin boðuðu til. Alls stóðu sjö samtök atvinnu- lífsins að sameiginlegri greinar- gerð. Samtök ferðaþjónustunnar skiluðu sér greinargerð, en Erna Haukssdóttir, formaður samtak- anna, segir að sameiginleg niður- staða allra sé að frumvarp um olíugjald feli í sér óréttláta skatt- lagningu á atvinnugreinarnar. Sveinn Hannesson segir að ekki sé andstaða við þau mark- mið frumvarpsins að auka hlut dísilbíla í almennri umferð. Hins vegar lendi bílar sem eru yfir tíu tonn að þyngd í tvöföldu kerfi. Illskárra sé því að búa við nú- verandi þungaskattskerfi. Breyt- ingarnar sem boðaðar eru í frum- varpinu munu að mati sam- takanna þýða 20 til 40 prósenta skatthækkun á einstök ökutæki. „Við teljum að einfalt sé að breyta frumvarpinu þannig að ökutæki yfir tíu tonn að þyngd verði áfram í núverandi kerfi.“ Lita þarf dísilolíu í nýja kerfinu til að greina olíu til atvinnu- rekstrar frá olíu til almennrar notkunar. Mikill kostnaður fylgir þeirri aðgerð, sem samtökin telja að velt verði út í verðlag til al- mennra notenda. Bent er á að tækniþróun ökumæla geri nú þegar kleift að fylgjast nákvæm- lega með notkun og kostnaðarsöm litun sé því óþörf. Sameiginleg niðurstaða er sú að frumvarpið sé í núverandi mynd svo gallað að ekki sé verj- andi að afgreiða það á þessu vori. Samtökin hvetja því Alþingi til þess að fresta málinu svo hægt sé að fara yfir álitaefni og koma því í það horf að það þjóni bæði markmiðum sínum og hags- munum allra atvinnugreina landsins. haflidi@frettabladid.is Flugfarþegum fjölgar: Aukning yfir Atlantshafið SAMGÖNGUR Frá áramótum eru far- þegar Flugleiða 16,8 prósentum fleiri en á fyrstu fjórum mánuð- um síðasta árs. Þar munar mest um 37 prósenta fjölgun farþega yfir Atlantshaf á leið um Ísland, en farþegum til og frá Íslandi hef- ur fjölgað um sjö prósent. Sæta- nýting félagsins hefur aukist um 7,4 prósentustig, framboð var 7,3 prósentum meira en á síðasta ári, en söluaukningin nam tæpu 21 prósenti. Farþegum Flugfélags Íslands hefur einnig fjölgað frá áramót- um og er aukningin tæplega sautján prósent. ■ HÚSASMIÐIR Kosið verður um kjarasamning húsasmiða samhliða samningi SA. Kynningarfundur verður kl. 5 á mánudaginn í Sóltúni 3. Samið við húsasmiði: Laun hærri en samið var um SAMNINGAR Lágmarkslaun húsa- smiða verða frá 158 til 270 þúsund krónum samkvæmt samningi sem Samiðn undirritaði fyrir þeirra hönd í fyrrakvöld. Samið var um ýmis sérákvæði en samningurinn er að öðru leyti samhljóða samningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífs- ins. Finnbjörn A. Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir menn þokka- lega sátta en greinir mikið áhuga- leysi á samningnum: „Mönnum finnst ekkert mikið koma til þess- ara hækkana sem allir fá.“ ■ ■ Breytingarnar sem boðaðar eru í frumvarp- inu munu að mati samtak- anna þýða 20 til 40 prósenta skatthækkun á einstök öku- tæki. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR – hefur þú séð DV í dag? Geðsýki höfð að féþúfu í sjónvarpi KJARAMÁL Einungis tæp tíu prósent félagsmanna VR sögðu álit sitt í atkvæðagreiðslu um kjarasamn- ing félagsins við Samtök atvinnu- lífsins. Fimmtungur félagsmanna þarf að greiða atkvæði til að fella samning og því var hann sjálf- krafa samþykktur. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, hafði lýst áhyggjum sínum vegna lítillar þátttöku á heima- síðu félagsins og hvatt fólk til að- gerða. Þegar búið var að telja at- kvæðin var ljóst að 72,23% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já. „Þetta er afgerandi samþykki þeirra sem greiddu atkvæði og í ljósi þess er ég sáttur við niður- stöðuna.“ Gunnar segir að í samningun- um felist mikil hækkun fyrir verslunarfólk sem vinni mjög nálægt lágmarkslaunum. Þeir séu því sáttir miðað við þá samningsstöðu sem þeir voru í. Ragnar Árnason, forstöðumað- ur vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir áhugaleysið sýna að ekki séu margir sem setji sig upp á móti samningunum. Ragnar segir að ekki sé óalgengt að í jafn stórum félögum og VR nái menn ekki eins háu kosninga- hlutfalli. ■ NÁÐIST Kjell Alrich Schumann, 38 ára gamall Norðmaður, var handtekinn grunaður um aðild að bankaráninu í Stafangri Bankarán í Stafangri: Handtekinn á stolnum bíl NOREGUR Einn þeirra fjögurra sem norska lögreglan lýsti eftir í tengslum við bankaránið í Stafangri hefur verið handtekinn. Kjell Alrich Schumann, 38 ára gamall Norðmaður, var handtek- inn á stolnum bíl á flótta frá Osló. Í bílnum fannst nokkuð af pening- um í poka. Lögreglan kannar nú hvort peningarnir og aðrir hlutir sem í pokanum fundust tengjast ráninu. Schumann á afbrotaferil að baki, en hann neitar aðild að rán- inu. Lögreglan fékk spurnir af honum þar sem hann sótti peninga og nauðsynjar með litað hár og í dulargervi. ■ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Situr nú fund heilbrigðismálaráðherra OECD-landanna, sem stendur í París. Af 19.649 félagsmönnum VR greiddu aðeins 1.932 atkvæði: Samningur sjálfkrafa samþykktur KRINGLAN Launalægstu félagsmenn VR munu finna töluverðan mun með nýju samningunum, segir Gunnar Páll Pálsson. Á kjörskrá voru 19.649. Atkvæði greiddu 1.923. Já sögðu 1.389 og 527 sögðu nei. Sjö skiluðu auðu. Núverandi kerfi ill- skárra en frumvarp Samtök helstu hagsmunasamtaka atvinnugreina eru á einu máli um að frumvarp um olíugjald sé meingallað. Samtökin vilja fresta frumvarp- inu svo hægt sé að gera á því nauðsynlegar breytingar. EKKI NÓGU REIÐIR Forsvarsmenn atvinnulífsins telja að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafi hugsanlega ekki gert sér grein fyrir því að þeim væri mikið niðri fyrir í andstöðu við frumvarp um olíu- gjald. Blaðamannafundur var því haldinn til þess að árétta gagnrýni á aukna skattheimtu sem fylgir núverandi frumvarpi um að afnema þungaskatt og taka upp olíugjald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Meðganga: Neysla fisks jákvæð MEÐGANGA Vísindamenn við Bristol- háskóla í Bretlandi hafa komist að því að fiskneysla á seinni stigum meðgöngu getur dregið úr fyrir- burafæðingum og aukið líkurnar á að barn fæðist heilbrigt. Eru þetta niðurstöður umfangsmikillar könn- unar á yfir 12 þúsund konum en margir vísindamenn telja að fæðist börn fyrir tímann geti það haft áhrif á ýmsa þætti heilsu viðkom- andi síðar á lífsleiðinni. ■ TVEIR MENN BJÖRGUÐUST Mann- björg varð þegar Sigurbjörg KE 16 sökk um 1,8 sjómílur vestur af Reykjanestá í gærkvöld. Tveir menn voru um borð í Sigurbjörgu en þeim var bjargað um borð í Mumma GK 121 sem staddur var skammt frá. Trillan sökk skömmu síðar. HESTUR FÉLL MEÐ KNAPA Hestamaður marðist eftir að hest- ur sem hann reið datt með hann. Þegar hesturinn reis aftur upp eftir fallið sparkaði hann í knap- ann. Fólk í sumarbústað var að viðra og banka teppi og fældist hesturinn við það. ELDUR Á ELDAVÉL Eldur kviknaði í potti á eldavél í Gaukshólum í gær- kvöld. Húsráðendur náðu sjálfir að slökkva eldinn en slökkviliðið kom á staðinn til að reykræsta. 08-09 13.5.2004 22:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.