Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 10
10 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR LEST Frakkar máttu bíða lengi eftir lestum í gær. Starfsmenn lestanna fóru í verkfall til að mótmæla þungaflutningum og hafði það áhrif á 30% lestasamganga í Frakklandi öllu. Í París leit þessi kona í bók og beið þess sem verða vildi. Jóhann Ársælsson um fjölmiðlafrumvarpið: Gengur lengra en ritskoðun ALÞINGI Jóhann Ársælsson, Sam- fylkingunni, vakti athygli á prent- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar í annarri umræðu um fjölmiðla- frumvarpið á Alþingi í gær. Í ákvæðinu segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en hann verði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tján- ingarfrelsi megi aldrei í lög leiða. „Það hljóta að minnsta kosti að vera sambærilegar tálmanir á tján- ingarfrelsi að banna mönnum eða fyrirtækjum að gefa út blöð, eins og fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir. Með því að setja inn ákvæði um að viðkomandi missi útvarps- leyfið er verið að lögleiða ákvæði sem tekur af mönnum réttindi sem þeim eru tryggð í ákvæði stjórnar- skrárinnar. Ég tel að það hafi aldrei verið reynt að gera þetta áður,“ sagði Jóhann. Hann undirstrikaði að lögfræð- ingar hefðu bent á þetta álitaefni frumvarpsins og talið það fara gegn stjórnarskránni. „Það gengur eiginlega lengra en ritskoðun þeg- ar mönnum er bannað að gefa út blað,“ sagði Jóhann. ■ Ráðherra tvísaga Sjávarútvegsráðherra kynnti í gær breytingartillögur á lögum um sóknardagakerfi smábátasjómanna sem eru ólíkar því sem hann kynnti fyrir hagsmunaaðilum á fundum fyrr í vikunni. SJÁVARÚTVEGUR „Þarna er alls ekki um neinn botn að ræða á sóknar- dagakerfinu eins og ráðherra kynnti málið fyrir okkur fyrir nokkrum dögum síðan,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátasjó- manna, um breytingarfrumvarp Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra á sóknardagakerfi smábátasjómanna. „Hann kallaði okkur á fund á mánudaginn var og sagði að fyrir dyrum stæði að setja botn á fjölda sóknardaga, sem hefur farið hraðminnkandi undanfarin ár. En þegar litið er yfir breyt- ingatillögurnar í frumvarpinu kemur allt annað í ljós. Það er mikið ósamræmi í þessu frum- varpi og þvi sem hann sagði okkur og ráðherra er í raun að í raun binda enda á sóknardaga- kerfið í heild sinni.“ Þar á Örn við þann fyrirvara sem gerður er í frumvarpinu um að leyfilegt sé að endurskoða leyfilegan fjölda sóknardaga í upphafi hvers fiskveiðiárs þrátt fyrir að sett lágmark sé 18 dagar á ári hverju. Kemur fram í frumvarpinu að viðmiðunarafli sóknardagabáta verður ekki aukinn frá því sem hann var á liðnu fiskveiðiári en útgerðum verður gert kleift að stunda veiðar sínar samkvæmt veiði- leyfi með krókaaflamarki enda skuli þá byggja á veiðireynslu hvers báts fyrir sig. „Það er ekkert fullkomið kerfi til en fyrir þá sem hafa séð vandamál í sóknardagakerfinu gefst hér tækifæri til að fara yfir í krókaaflamark eins og margir hafa beðið eftir,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. „Samkvæmt frumvarpinu gefst þeim er þess óska tækifæri að flytja sig yfir í kvótakerfið en þá yrði skipt á milli þeirra báta úr potti sem yrði meðaltalsveiði síðustu þriggja ára þannig að hver um sig getur valið betra árið af síð- ustu tveimur. Þannig fengjust 80 prósent af því sem þeir veiddu upp að 50 tonnum og 60 prósent af því sem veitt var framyfir en enginn fengi þó minna en 15 tonn.“ Árni telur þessa tvo kosti smá- bátasjómanna sambærilega og segir áhrif breytinganna á fisk- veiðistjórnunarkerfið lítil sem engin. „Verði frumvarpið sam- þykkt mun það þýða að við búum við betra kerfi en nú gerist að því leyti að minni hætta er á því að aflinn sé að aukast umfram það sem við gerum ráð fyrir.“ Landsamband íslenskra út- vegsmanna gagnrýnir einnig frumvarp ráðherrans á þeim forsendum að sóknardagabátar hafi undir núverandi kerfi þegar fengið vænlegri skerf en aðrir og ekki sé stætt á að bæta frekar í þann pott með þessum breyt- ingum. albert@frettabladid.is Eimskip sýknað af kröfum: Vikið úr starfi vegna ölvunar DÓMSMÁL Eimskipafélagið var sýknað af kröfum fyrrverandi vélstjóra félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í október og staðfesti Hæstiréttur dóminn í gær. Vélstjórinn fékk áminningu vegna áfengisneyslu í starfi haustið 1999. Í áminningunni sagði að manninum yrði fyrirvar- laust vikið úr starfi gerðist hann aftur sekur um slíkt agabrot. Í byrjun næsta árs var hann aftur undir áhrifum áfengis í vinnunni og var því vikið úr starfi. ■ STJÓRNARANDSTÆÐINGUR HANDTEKINN Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið handtekin síðustu daga. Stjórnarandstæðingar: Sakaðir um landráð PAKISTAN, AP Lögregla í Lahore í Pakistan handtók þrettán leiðtoga íslamsks stjórnarandstöðuflokks. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa reynt að grafa undan stöðugleika í landinu með því að skipuleggja samkomur til stuðn- ings Shahbaz Sharif, bróður Nawaz Sharif fyrrum forsætis- ráðherra. Pervez Musharraf leiddi upp- reisn gegn Nawaz Sharif árið 1999 og tók sér síðar titil forseta. Shahbaz Sharif kom til Pakistan á þriðjudag en var þá snúið við og sendur aftur til Sádi-Arabíu þar sem fjölskylda hans dvelur. Hinir handteknu voru í hópi hundraða manna sem ætluðu að fagna komu hans. ■ ■ FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Á SKJÁNUM Í RÉTTARSAL Ríkasti Rússinn dúsir í fangelsi í Moskvu. Mikhaíl Khodorkovskí þurfti að fylgjast með réttarhöldum yfir sér úr fangaklefa. Moskva: Höfuðborg ofurríkra MOSKVA, AP Af öllum borgum heims er Moskva sú sem flestir tugmilljarðamæringar kalla heimkynni sín. Samkvæmt rúss- nesku útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes eiga 33 milljarðamæring- ar í dollurum talið, þeir sem eiga meira en 74 milljarða króna, heima í Moskvu eða hafa safnað auðæfum sínum þar. Tveir þeirra verða þó að láta sér lynda að dúsa þar í fangelsi og nokkrir eru flún- ir úr landi. New York er í öðru sæti yfir heimkynni tugmilljarðamæringa með 31 innan borgarmarka sinna. Þegar litið er til landa þar sem flestir milljarðamæringar búa eru Bandaríkin í efsta sæti með 277 slíka. ■ Biðtími eftir aðgerð 4-6 mánuðir: Kuðungsígræðsla kostar 4,2 milljónir HEILBRIGÐISMÁL Meðalkostnaður við hverja kuðungsígræðslu er um 4,2 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Jóns Krist- jánssonar heilbrigðisráðherra í svari við við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar alþingismanns. Í þeirri upphæð felst sjúkrakostn- aður, kostnaður við ferðir og uppi- hald og hjálpartæki: bæði það sem er grætt í eyrað og það sem er utan við. Í svari ráðherra kom fram að fyrsti Íslendingurinn fór í kuð- ungsígræðslu árið 1988. Síðan hafa 24 farið í aðgerð, fimm börn á aldrinum 0-18 ára, tíu manns á aldrinum 19-64 ára og tíu sem eru 65 ára eða eldri. Samningur er við Huddinge-sjúkrahúsið í Stokk- hólmi um aðgerðir vegna kuð- ungsígræðslna. Fjórir bíða eftir aðgerð á þessu ári en biðtími eftir aðgerð er frá fjórum upp í sex mánuði. Varðandi kostnað við slíkar að- gerðir upplýsti ráðherra að vegna breytinga á tölvukerfi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins væru tölur ekki aðgengilegar nema frá miðju ári 2001. Það ár var kostnaður stofnunarinnar 4.953.218 kr. Árið 2002 nam kostnaðurinn 15.080.652 kr. og árið 2003 var hann 24.824.662 kr. Tölur fyrir árið 2004 liggja ekki fyrir. ■ KARPAÐ UM FJÖLMIÐLAFRUMVARP Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ganga lengra en ritskoðun þegar mönnum er bannað að gefa út blað. Fréttablaðið/GVA BREYTINGARNAR KYNNTAR Þær eru ekki í takt við það sem kynnt var fyrir hagsmunaðilum fyrr í vikunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI KUÐUNGSÍGRÆÐSLA Árið 2003 nam heildarkostnaður við kuð- ungsígræðslur 24,8 milljónum króna. MÓTMÆLIR FJÖLMIÐLAFRUM- VARPINU Verkalýðsfélag Húsa- víkur tekur undir með þeim sem mótmælt hafa fjölmiðlafrum- varpinu, að því er fram kemur á þingeyska fréttavefnum Skarp- ur.is. Verkalýðsfélagið segir að frumvarpið virðist samið út frá afmarkaðri forsendu en ekki lagt fram á grundvelli ítarlegrar um- ræðu. 10-11 13.5.2004 22:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.