Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 58
38 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR AF STAÐ Ísraelinn Anna Gostomelsky spyrnir sér frá bakkanum í 100 metra baksundi. Gostomelsky tekur þátt í Evrópukeppninni sem fram fer í Madríd þessa dagana. SUND A-landslið kvenna: Maður kemur í manns stað FÓTBOLTI A-landslið kvenna leikur í kvöld vináttuleik við Englendinga í Peterborough. Leikurinn verður fyrsti leikur liðsins án fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur sem meiddist í leik gegn Skotum um miðjan mars. „Það kemur bara maður í manns stað og það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Helena Ólafsdóttir lands- liðsþjálfari. „Við höfum leikið 4-5- 1 og það verða ekki miklar breyt- ingar. Við munum verjast vel og þess vegna erum við með 4-5-1 og við höldum okkur bara við það. Það kemur bara nýr maður inn þar sem Ásthildur hefur verið.“ Margir leikmanna enska liðs- ins leika með Fulham og Arsenal, sem mætast í mikilvægum deild- arleik á morgun. Leikmenn þess- ara félaga leika því ekki allan leikinn í kvöld. „Hún er með 22 leikmenn í þessum leik og kemur örugglega til með skipta þessum leik svolítið upp á milli þeirra.“ Helena sá upptöku með leik Englendinga og Nígeríumanna. „Þær virðast firnasterkar og aggressívar þannig að við erum að fara í hörkuleik sem mun ef- laust nýtast okkur mjög vel í næstu leikjum. Við lítum á leikinn sem mikilvægan undirbúning fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Helena en liðið leikur við Ung- verja í undankeppni Evrópu- keppninnar í lok mánaðarins. „Það er frábært að fá að æfa eitt- hvað fyrir stórleikina og fyrst þetta þurfti að gerast er leikurinn gríðarlega mikilvægur upp á það.“ Byrnunarlið Íslands var til- kynnt í gær: Þóra B. Helgadóttir - Íris Andrésdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Erla Hendriksdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir - Edda Garðarsdóttir, Erna B. Sig- urðardóttir, Hólmfríður Magnús- dóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir - Olga Fær- seth. ■ ■ TENNIS SJÓNVARP  17.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV.  19.00 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  21.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild UEFA.  21.30 Kraftasport á Sýn. Í þættinum verður sýnt frá Fitness bikarmóti.  22.00 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta. STÓRHUGA OG BJARTSÝNIR FH-ingar samankomnir í Hafnarborg í gær. Ýmislegt í bígerð og tónlistin ómaði. Flottur fundur FH-inga Stórhugur og bjartsýni ríkir í Kaplakrika og knattspyrnuhús mun rísa þar í haust. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild FH hélt blaðamannafund í Hafnarborg í gær þar sem lagðar voru línur fyrir kom- andi átök í Landsbankadeildinni í sumar. Kynnt var nýtt nafn og merki aðalstyrktaraðila deildarinnar sem áður hét Delta/Pharmaco en heitir núna Actavis. Nýir búningar voru einnig kynntir til sögunnar og þá skrifuðu nokkrir ungir leikmenn, bæði í meistaraflokki karla og kven- na, undir samning við liðið. Þá var borinn á borð nýr hljómdiskur þar sem finna má mikið af skemmtileg- um og frískandi stuðningslögum sem koma til með að óma um Kaplakrikann í allt sumar og fram á haust. Hafnarfjarðarmafían og Karlakórinn Þrestir tóku lagið, sem og Jón Ragnar Jónsson, einn þeirra ungu leikmanna sem skrifuðu undir við þetta tækifæri, og er óhætt að segja að frammistaða þeirra hafi glatt FH-hjörtun allverulega. FH-ingar eru greinilega stórhuga í fótboltanum og það fékkst staðfest í spjalli sem Fréttablaðið átti við formann deildarinnar, Guðmund Árna Stefánsson: „Við viljum gjarn- an gera umgjörðina eins góða og við mögulega getum og ég tel að hún sé vel viðunandi. Um leið gerum við auknar kröfur til leikmanna okkar inni á vellinum. Við erum ekki að setja neinn þrýsting á þá þó að stór- hugur sé í mönnum, enda þurfum við þess ekki, þeir hafa jafn mikinn metnað og forráðamenn félagsins til þess að brjóta ísinn og landa stórum titli í sumar. Það eru allar forsendur fyrir góðu sumri en við viljum festa okkar í sessi sem stórlið og erum auðvitað eitt af stærri félögum landsins sé mið tekið af þátttakenda- fjölda. Fjárhagslega stendur knatt- spyrnudeildin býsna vel, það er mik- il velta og við eigum marga góða styrktaraðila. Okkur hefur tekist að reka deildina með hagnaði síðustu ár og að því verður áfram stefnt. Síðan verður alger aðstöðubylting hér í bænum þegar ráðist verður í byggingu innihúss sem stefnt er á að taka í notkum í september. Húsið verður með aðeins öðru sniði en önn- ur slík hús hér á landi. Völlurinn verður hálf stærð knattspyrnuvöll- ur eða hér um bil og staðsettur vest- anmegin við íþróttahús Kaplakrika og þar geta allir flokkar æft allan veturinn. Kostnaður verður aðeins um fimmtungur af velli í fullri stærð en framkvæmdin verður á hendi okkar FH-inga í góðri sam- vinnu við bæjaryfirvöld og verður stofnað sérstakt rekstrarfélag um húsið. Ég á fastlega von á því að svona hús muni spretta upp eins og gorkúlur um allt land í kjölfarið, og þá sérstaklega í minni sveitarfélög- um, enda er ýmislegt hagræði fólgið í byggingu þess konar húsa sem mun skila sér mjög vel. Það er því margt í bígerð og menn eru bæði stórhuga og bjartsýnir en um leið raunsæir,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, formaður knattspyrnu- deildar FH, að lokum. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Föstudagur MAÍNAVRATILOVA KEPPIR Á NÝ Mart- ina Navratilova keppir í einliðaleik á Opna franska meistaramótinu sem hefst eftir tíu daga. „Hún vildi fá að halda upp á að það eru liðin 20 ár frá því hún sigraði hér síð- ast,“ sagði talsmaður mótsins. Navratilova, sem er 47 ára, sigraði á 167 mótum á ferlinum, þar af tvisvar á Opna franska meistara- mótinu. Navratilova keppti í ein- liðaleik í síðasta mánuði en hún hefur ekki keppt í einliðaleik á stórmóti í áratug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HELENA ÓLAFSDÓTTIR Leikurinn við Englendinga mikilvægur undirbúningur fyrir næstu leiki. 58-59 (38-39) Sport 13.5.2004 20:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.