Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 54
Í nýju hefti af flugritinu Skýveltir Hannes Hólmsteinn Gissurarson mikilfengleik Dav- íðs Oddssonar fyrir sér. Hannes segir engan sem gengið hafi á ís- lenskri fold meiri en Davíð. Það er helst að finna megi samjöfnuð með Gissuri biskup Ísleifssyni á síðari hluta elleftu aldar og fyrri hluta þeirrar tólftu. En Hannes bætir síðan við efasemdum og bankar aðeins á höfuð Gissurar svo ljóst megi vera að Davíð sé mestur Íslendinga frá landnámi og fram í ófyrirséða framtíð. Goðsögnin Það má segja að við Íslending- ar höfum oft gengið helst til langt í að upphefja forfeður okk- ar; að forfeðradýrkun okkar hafi á stundum dregið kjark úr nútíð- inni. Glæsileiki Gunnars, viska Njáls, hreysti Grettis, stórbrotin persónugerð Egils, skáldagáfa Snorra – frammi fyrir þessu virðist öllum toppum hafa verið náð. Við eftirlifendurnir verðum vart annað en fölar skuggamynd- ir stórmenna fortíðarinnar; verk- efni okkar er að minnast afreka þeirra og varðveita til handa komandi kynslóðum. En þótt for- feðradýrkun geti verið letjandi er hún jákvætt afl í temmilegum skömmtum. Virðing fyrir for- feðrunum heldur aftur af eyð- andi sjálfelsku okkar; heldur okkur á jörðinni þegar okkur nægir ekki að drottna yfir öllu kviku heldur fyllumst löngun til að ná undir okkur öllu liðnu og ókomnu. Virðing fyrir forfeðrun- um er af sama stofni og virðing fyrir náttúrunni og öðru fólki og hefur sömu áhrif á sálartetrið; temur okkur hógværð og læknar hroka. Af þessum sökum er ástæða til að taka upp vangaveltur Hannesar Hólmsteins um mikil- fengleika Davíðs Oddssonar. Ef við þekktum ekki til þeirra kumpána myndum við telja að Hannes væri að hæðast að Davíð. Það er forn og viðurkennd list að hæða menn með oflofi. En þá list kann Hannes ekki. Hannes er margauglýstur vinur Davíðs og Davíð hefur mært gáfur Hannes- ar; bent á hvernig skörp greind hans finnur sér undirstöður í hlýju hjarta og kallar fram sindr- andi gáfur. Hannes dáir Davíð og Davíð dásamar Hannes. Við get- um því beðið þess að Davíð hafni upphafningu Hannesar og af- þakki oflof hans, en sú bið er til lítils. Við höfum beðið í tvo ára- tugi og úr þessu er einskis að vænta. Við sitjum því uppi með pró- fessorinn í stjórnmálaheimspeki sem bendir á mestan mann sög- unnar. Og við spyrjum: Hvernig má það vera? Erum við þeir lukkunnar pamfílar sögunnar að mega vera samtíða þessum manni og svo vel gerð öllsömul, að í stað þess að krossfesta hann, eins og fyrri kynslóðir sem rák- ust á góðmenni og stórmenni, höfum við hafið hann til æðstu metorða og átt þá auðmýkt hjart- ans að beygja allan vilja okkar undir vilja þessa manns? Auðvitað er þetta hálfklikkuð söguskoðun og samtíðargreining hjá prófessornum. Og þetta væri ekki annarra vandi nema fyrir það að Ríkissjónvarpið hefur lagt sig fram við að útvarpa þessari sýn prófessorsins; hún var til dæmis niðurstaða grein- ingar Ríkissjónvarpsins í þátta- röð um nýliðna öld og þráðurinn í samtalssyrpu við eitt hundrað góðborgara. Upphafning Hann- esar á Davíð Oddssyni er því ekki einkamál hans. Og það er heldur ekki svo að Hannes einn hafi byggt upp goðsögnina um Davíð – og enn síður að hann einn trúi á hana. Þvert á móti hefur þessi goðsögn verið hálfopinber trúarbrögð á Íslandi undanfarin ár. Það hefur nálgast guðlast að andmæla henni og mörg dæmi til af mönnum sem orðið hafa fyrir óláni eftir að hafa lastað goðið. Hvað veldur? Þrískipt forsætisráðherratíð Það má skipta forsætisráð- herratíð Davíðs Oddssonar í þrennt. Fyrsti kaflinn nær yfir stjórnartíðina með Alþýðuflokki Jóns Baldvins Hannibalssonar og fyrstu árin með Framsókn. Á þessari tíð var Davíð stjórn- málaforingi. Hann mótaði stefn- una, vann henni fylgi, hélt kúrs- inum og kom skipinu í höfn. Hann stóð fyrir löngu tímabærri uppstokkun í íslensku samfélagi, dró úr samþættingu viðskipta- og pólitísks valds og vísaði pils- faldakapítalistum út úr biðstof- um ríkisstofnana. Ríkisstjórn hans mótaði almennar reglur í stað sértækra aðgerða fyrri ára. Davíð gerði þetta að sjálfsögðu ekki einn; hann byggði á því sem síðasta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði best gert, miklum vilja samtaka atvinnu- lífs og launþega að skapa undir- stöðu fyrir hagsæld til lengri tíma og almennum vilja lands- manna til að byggja hér upp skikkanlegt samfélag. En Davíð var réttur maður á réttum stað. Næsta kaflann í sögu forsæt- isráðherrans má kenna við lands- föðurinn. Þetta hlutverk hefur alltaf notið vinsælda þótt ég hafi aldrei verið hrifinn af því. Landsfaðirinn er skapaður í sam- komulagi stjórnmálaforingja og þjóðar. Þjóðin veitir foringjanum traust og hann endurgeldur traustið með því að taka á sig táknmynd festu og öryggis. Landsföðurnum fylgir hins veg- ar alltaf þöggun. Hlutverkið þol- ir illa gagnrýni eða opinskáa um- ræðu. Á tímabilum landsfeðra geldist því pólitísk umræða og forðast ágreining. Landsfaðirinn mætir ekki andstæðingum sínum í kappræðum heldur ávarpar þjóð sína; landsfaðirinn er ekki yfirheyrður um stefnuna heldur leyfir hann okkur að kynnast við- horfum sínum eina stutta kvöld- stund – hann er maður sem er nefndur. Þegar stjórnmálaforingi breytist í landsföður breytist líka afstaða hans til samfélags- ins. Markmið hans er ekki lengur að þoka málum fram heldur halda friðinn. Þessi afstaða kom vel fram í sögulegu ávarpi Dav- íðs á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins þar sem hann sagðist vilja stefna að sátt um kvótamál- ið – á meðan samfélagið hrópaði á réttlæti. Eftir því sem hlutverk landsföðurins er leikið lengur, því óljósari skil verða á milli föðurins og landsins – höfðingj- ans og þjóðarinnar. Hvort um sig verður tákn hins. Það hefur enginn forsætis- ráðherra á Íslandi setið lengur en Davíð. Nokkrir þeirra hafa komist á stig landsföðurins en enginn setið svo lengi að hann komist fram yfir það og yfir á næsta þrep. Síðasti kaflinn í for- sætisráðherratíð Davíðs var því ókannað land og óvissuferð fyrir hann og þjóðina. Svo virð- ist sem öll skil lands og föður hafi rofnað og það sem faðirinn vill hljóti þjóðin að vilja einnig. Það er eins og ríkið, það sé hann. Davíð sjálfur virðist búa yfir æ minni þolinmæði gagnvart þjóð sinni og þjóðin hafa misst trú á að hún gæti séð fótum sínum forráð án tilsagnar föðurins. Þjóðin leitar tilsagnar hans þeg- ar illa gengur og þakkar honum allt sem vel er gert. Hápunktur þessa stigs fær prófessorinn í stjórnmálaheimspeki til að mæla Davíð við alla gengna menn og komast að þeirri niður- stöðu að enginn sé mikilfeng- legri. Við þekkjum úr sögunni til hvaða viðmiðana menn grípa þegar mannlegar mælistikur duga ekki lengur til að tigna leiðtogana – fram undan eru að- eins guðirnir. 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR34 Davíð: Berlusconi og Castro norðursins Opið laugardaga og sunnudaga frá 10-16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Frír flutningur á smávélum um helgar Við komum með vélina á staðinn og sækjum hana eftir notkun. Gildir fyrir allar smávélar og lyftur að 6.0 tonnum, á Stór-Reykjavíkursvæðinu. GUNNAR SMÁRI EGILSSON SKRIFAR UM SÉRKENNILEGA STÖÐU DAVÍÐS ODDSSONAR Í ÍSLENSKU SAM- FÉLAGI OG ÞÁ SÉRSTÆÐU STÖÐU SEM DAVÍÐ SETUR SAMFÉLAGIÐ Í. MÍN SKOÐUN Það hefur enginn forsætisráðherra á Íslandi setið lengur en Dav- íð. Nokkrir þeirra hafa kom- ist á stig landsföðurins en enginn setið svo lengi að hann komist fram yfir það og yfir á næsta þrep. Síðasti kaflinn í forsætisráðherratíð Davíðs var því ókannað land og óvissuferð fyrir hann og þjóðina. ,, FIDEL CASTRÓ Hefur stöðvað tímann á Kúbu og neitar þjóð sinni að njóta ávaxta opins lýðræðislegs samfélags. SILVIO BERLUSCONI Náði ríkismiðlum með sókn frá einkamiðlum. Stefnir að algjörum tökum á ítölsku samfélagi. DAVÍÐ ODDSSON Hefur vald yfir ríkismiðlum en sækist eftir einkamiðlum. Stjórnmálaforingi sem varð landsfaðir en er nú orðinn ríkið sjálft. 54-55 (34-35) smári 13.5.2004 22:03 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.