Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 Íslenska handboltalandsliðið: Ellefu nýliðar HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, valdi í gær 19 manna leik- mannahóp sem fer á Flanders Cup í Belgíu síðar í mánuðinum. Flestir atvinnumennirnir eru enn að spila í sínum deildum og því er aðeins einn atvinnumaður í hópnum að þessu sinni, Róbert Gunnarsson sem spilar í Danmörku. Athygli vekur að Logi Geirsson úr FH er ekki í hópnum en hann gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Athyglis- vert nafn á listanum er Kristján Andrésson, sem er 24 ára miðju- maður sem spilar í sænsku úrvals- deildinni. Ellefu nýliðar eru í hópnum að þessu sinni en fastlega má búast við því að hópurinn breytist mikið 23. maí. Þá velur Guðmundur nýj- an hóp sem spilar tvo æfingaleiki í Grikklandi sem eru undirbúnings- leikir fyrir leikina tvo gegn Ítölum en sigur í þeirri rimmu tryggir Ís- lendingum sæti á HM á næsta ári. „Þetta er kærkomið tækifæri til að skoða alla þessa stráka en þeir hafa allir staðið sig vel í vetur og eru nú að uppskera með þessu kalli,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en andstæð- ingar Íslands í Belgíu verða Túnis, Danmörk og Serbía og Svartfjalla- land. „Flanders Cup er sterkt mót sem vel er staðið að og verður gam- an að sjá hvernig strákarnir pluma sig.“ ■ Kvennalandsliðið í handbolta: Tekur stefnuna á EM HANDBOLTI Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, valdi í gær leik- mannahóp sem mun mæta Dön- um í tveim æfingaleikjum um helgina. Þeir leikir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir tvo leiki gegn Tékkum um sæti í úrslitum EM. Það er ekki ama- legt fyrir íslenska liðið að fá eins sterka æfingaleiki og þetta en danska kvennadeildin er sú besta í heimi og landslið Dana eitt það besta í heiminum í dag. „Það er alveg frábært að fá þessa leiki og þeir eru í raun tákn um breytta tíma,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum undirbúningi fyrir Tékka- leikina þótt ég hefði gjarna viljað fá meiri tíma til þess að undirbúa liðið fyrir Danaleikina en það þýð- ir ekki að kvarta yfir því.“ Stefán segir að stelpurnar setji markið hátt og ætli á EM en það verður enginn hægðar- leikur. „Við töpuðum fyrir þessu liði með tveimur mörkum í október þannig að við vitum að við get- um sigrað þær. Það þarf samt mikið að ganga upp því Tékkar hafa verið inni á öllum stórmót- um síðustu ár og eru með gott og reynt lið.“ ■ Liðsstyrkur frá Stoke Þrír ungir og efnilegir leikmenn til liðs við Víkinga. FÓTBOLTI Á næstunni mun Víking- um berast liðsstyrkur frá Stoke í formi þriggja ungra leikmanna sem spila munu með þeim í Lands- bankadeildinni í sumar. Leik- mennirnir, sem eru allir undir tví- tugu og hafa spilað með unglinga- og varaliði Stoke í vetur, verða til- búnir í slaginn með Hæðargarðs- piltum í þriðju umferð mótsins. Þeir eru Richard Keogh, sem er varnarmaður, Jay Denny, miðju- maður, og svo sóknarmaðurinn Jermaine Palmer en sá er sonur Carltons Palmer, sem garði garð- inn frægann með mörgun enskum liðum, var meðal annars í meist- araliði Leeds 1992 og lék einnig með Sigurði Jónssyni, þjálfara Víkings, hjá Sheffield Wednesday á níunda áratug síðustu aldar. Jay Denny hefur leikið með U-17 ára landsliði Bandaríkjanna með undrabarninu Freddy Adu, sem er rétt nýskriðinn á kynþroskaaldur- inn en spilar engu að síður meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum, að- eins 14 ára að aldri. Richard Kreogh var kjörinn besti ungi leikmaðurinn hjá Stoke í lok keppnistímabilsins 2002-3 og Jermaine Palmer var á dögunum kjörinn besti ungi leikmaðurinn hjá félaginu þetta tímabilið. Hér virðist því um væna kosti að ræða fyrir Víkinga og af þessu tilefni sló Fréttablaðið á þráðinn til Sig- urðar Jónssonar, sem hafði þetta um málið að segja: „Við erum í góðum tengslum við Stoke en þetta kom nokkuð snöggt og óvænt upp á. Þessir ungu strákar fá að spreyta sig hjá okkur og er það liður hjá Stoke í því að herða þá og þroska með því að senda þá á framandi stað þar sem þeir þurfa að miklu leyti að standa á eigin fótum. Það er töluvert mikið í húfi fyrir þá því þeir eru að berj- ast fyrir því að fá atvinnumanna- samning hjá Stoke. Þeir hafa staðið sig virkilega vel í vetur með varaliðinu og þessi dvöl hér á landi er vettvangur fyrir þá að sanna sig enn frekar. Svo sjáum við bara til hvar þeir standa. Það er aldrei að vita nema að þeir komi eitthvað til með að hjálpa okkur en ég er aðallega að horfa til aukinnar breiddar og það er aðalmarkmiðið en breiddin í leik- mannahópnum er mitt aðal- áhyggjuefni. Við höfum ekki peninga eins og önnur lið til að spreða í leikmannakaup og ég er ekki á sama báti og aðrir þjálfar- ar í deildinni hvað það varðar. Ég verð því að finna aðrar leiðir en þetta er ein af þeim og hún er ekki að kosta félagið neitt. Grunnhugsunin í þessu dæmi er sú að tryggja okkur ef við lend- um í miklum meiðslum. Eins og staðan er í dag erum við bara með 18-19 leikmenn og það má því lítið út af bregða til að ekki fari illa. Þó að þessir strákar frá Stoke séu ungir eiga þeir alveg að vera í stakk búnir fyrir deild- ina hér. Hjá mér eru leikmenn einfaldlega dæmdir eftir því hvernig þeir standa sig á æfing- um og velja sig sjálfir í liðið, ef svo mætti að orði komast. Við í Víkingi ætlum að stóla á unga stráka sem við höfum mikla trú á. Meiri liðsstyrkur er ekki væntanlegur en ég er bjartsýnn á gengi liðsins og það býr mikið í því,“ sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir Berglind Íris Hansdóttir Valur Helga Torfadóttir Tvis Holstebro Hildur Gísladóttir Grótta/KR Útileikmenn Anna María Guðmundsd. Valur Anna Úrsula Guðmundsd. Grótta/KR Ásdís Sigurðardóttir Stjarnan Dagný Skúladóttir Án félags Drífa Skúladóttir Valur Dröfn Sæmundsdóttir FH Eva Björk Hlöðversdóttir Grótta/KR Guðbjörg Guðmannsdóttir ÍBV Guðrún Hólmgeirsdóttir FH Gunnur Sveinsdóttir FH Hafrún Kristjánsdóttir Valur Hanna Guðrún Stefánsd. Tvis Holstebro Harpa Vífilsdóttir Ydun Hrafnhildur Skúladóttir Tvis Holstebro Inga Fríða Tryggvadóttir Tvis Holstebro Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Kristín Guðmundsdóttir Tvis Holstebro Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan Þórdís Brynjólfsdóttir FH SIGURÐUR JÓNSSON Þjálfari Víkinga. Leikmannahópurinn er lítill og liðið stólar á unga og efnilega leikmenn sem fá sína eldskírn í sumar. Strákunum frá Stoke er ætlað að auka breiddina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Pálmar Pétursson Valur Björgvin Páll Gústavsson HK Ólafur Gíslason ÍR Útileikmenn Sturla Ásgeirsson ÍR Baldvin Þorsteinsson Valur Bjarni Fritzson ÍR Þórir Ólafsson Haukar Róbert Gunnarsson Aarhus GF Vignir Svavarsson Haukar Arnór Atlason KA Ingimundur Ingimundarson ÍR Heimir Örn Árnason Valur Kristján Andrésson GUIF Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar Einar Hólmgeirsson ÍR Hrafn Ingvarsson Afturelding Vilhjálmur Halldórsson Valur Valdimar Þórsson Fram 58-59 (38-39) Sport 13.5.2004 20:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.