Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 24
Stjórnunarstíl þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar hefur oft verið lýst sem stíl hinna sterku leiðtoga. Þeir ráða ferðinni í flokkum sínum, halda spilunum þétt við brjóst sér og hleypa einungis fáum að til sam- ráðs. Aðrir verða að bíða ákvörð- unar – og finna til smæðar sinnar. Á þeirri smæð byggist síðan stærð leiðtoganna. Hinir sterku foringjar gefa helst ekki eftir, enda vanir að fá sínu fram. Þetta eru hörkutól, en veikleiki þeirra felst einmitt í hörkunni, þeir geta ekki lengur bognað og hljóta því að brotna þegar álagið keyrir um þverbak. Umdeilt fjölmiðlafrum- varp hefur nú keyrt upp álagið, því margt bendir til að harkan og óbilgirnin sem fylgir styrka leið- togahlutverkinu hafi ýtt hinum smærri samborgurum út á ystu nöf og köll þeirra eftir hjálp verða sífellt háværari. Og þegar „hnúkarnir sjálfir hrikta við og hornsteinar landsins braka“, þá gerist það að Ólafur Ragnar Grímsson forseti snýr óvænt til baka. Umræðan um beitingu mál- skotsréttarins hefur ekki verið eins hávær í landinu síðan Al- þingi samþykkti EES-samninginn fyrir um áratug. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sterklega gefið það til kynna að Davíð Oddssyni og hinum handhöfum forseta- valds muni ekki gefast tækifæri til að fara í íslenska útgáfu af „Home alone“ líkt og gert var á ríkisráðsfundinum á heima- stjórnarafmælinu á sínum tíma. Heimkoman á miðvikudag tekur af allan vafa um það – forsetinn tilkynnti með henni að hann hygðist vera til staðar þegar kæmi að því að skrifa undir fjöl- miðlalögin. Hvort hann síðan skrifar undir er aftur spurningin sem brennur á allra vörum. Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun fyrir forsetann og mik- ilvæg. Rökin með því að beita málskotsréttinum eru óvenju sterk, en áhættan er að sama skapi mikil. Nokkur augljós atriði hvetja til þessa úrræðis. Í fyrsta lagi er málið einfaldlega mikil- vægt, það snertir grundvallar- atriði s.s. tjáningarfrelsi, eignar- rétt, jafnræðisreglur og meðal- hóf. Í öðru lagi er það ekki flókn- ara en svo að það hentar í at- kvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun. Í þriðja lagi eru forseta- kosningar fyrir dyrum í sumar þar sem hægt væri að bæta þess- ari atkvæðagreðslu inn. Í fjórða lagi fengist niðurstaða í umræð- urnar og útfærsluna á beitingu þessa ákvæðis í stjórnarskránni. En þessu fylgir líka mikil áhætta, bæði fyrir Ólaf sjálfan, forsetaembættið og alla stjórn- skipun landsins. Þannig myndu forsetakosningarnar breyta gjör- samlega um eðli. Þær yrðu hápólitískar. Auk þess að velja forseta og kjósa efnislega um fjölmiðlalög væri þjóðin í raun að kjósa um breytt hlutverk forseta- embættisins, nýja vídd í íslenskri stjórnskipan, störf og starfshætti Alþingis og síðast en ekki síst um hina sterku leiðtoga stjórnar- flokkanna. Spurningin um það hvort Ólaf- ur Ragnar Grímsson beiti mál- skotsréttinum eða ekki snýst því þegar öllu er á botninn hvolft ekki nema að mjög litlu leyti um efnisatriði fjölmiðlafrumvarps- ins sem slíks. Þó að fjölmiðlalög- in séu stórt mál, væri hér á ferð- inni miklu stærra mál. Afleiðing- arnar gætu jafnframt orðið ótrú- legar á hvorn veginn sem niður- staðan yrði og það er vel þess virði að þær séu hugleiddar. Setjum svo að fjölmiðlafrum- varpið yrði samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni og hinir sterku leiðtogar framkvæmda- valdsins ynnu í þessum slag. For- setann sjálfan myndi setja veru- lega niður að því gefnu að hann næði kjöri – valkostirnir væru þá væntanlega Snorri Ásmundsson, Ástþór Magnússon eða Baldur Ágústsson! Satt að segja eru þess- ir valkostir ekki mjög spennandi og vængbrotinn Ólafur þrátt fyrir allt besti kosturinn. Ef hins vegar lögunum yrði synjað sem ólögum stæði Ólafur Ragnar með pálmann í höndunum en bæði Alþingi og ríkisstjórn væru í vondum málum. Þeim væri varla sætt þó lögformlega sé ekk- ert sem kallar á þingrof. Líklegt væri hins vegar að kosið yrði aft- ur við fyrsta tækifæri og spurn- ing hvort það fæli ekki jafnframt í sér uppbrot á vígi hinna sterku leiðtoga – í það minnsta er ljóst að stjórnarráðshrókeringar hausts- ins væru í uppnámi. Sú ákvörðun sem Ólafur Ragn- ar Grímsson stendur frammi fyrir núna er ekki einföld og trú- lega er þetta mikilvægasta ákvörðun sem hann mun taka á sínum opinbera ferli. Það er hins vegar lærdómsríkt að íhuga að spurningin um fjölbreytni í fjöl- miðlum og þar með talin spurn- ingin um að setja lög um eignar- hald á fjölmiðlum var aldrei – þegar allt kemur til alls – eitt af heitari deilumálum í íslensku samfélagi. Fyrir aðeins fáum mánuðum hefði verið hægðar- leikur að ná víðtækri þverpóli- tískri sátt um þetta mál. Það felst hins vegar í eðlishlutverki hins sterka leiðtoga að vera dramb- samur, hafna málamiðlunum og vera í sífelldri pissukeppni. Þess vegna hefur með einlægum vilja tekist að gera úr þessu máli þá þúfu sem kann að velta einhverju stærsta hlassi í stjórnmálasögu lýðveldisins. Möguleikinn á stór- tíðindum er hins vegar orðinn raunverulegur, eins og sést best á því að forseti lýðveldisins treyst- ir sér ekki lengur til að skilja handhafa forsetavalds eftir eina heima. ■ B orgarstjóri og borgarfulltrúar virðast ekki hafa miklaráhyggjur þó að margir félagar þeirra á Alþingi hafisammælst um að eyðileggja einn af stærri vinnustöðum borgarinnar. Þeir sem hafa verið kosnir eða valdir til ábyrgðar fyrir hönd Reykvíkinga sitja í besta falli þöglir hjá. Sem betur fer er það þannig að sveitarstjórnarmenn víðast um land berj- ast til að halda uppi öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi. En það ger- ist ekki í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, hefur gegnt störfum á Alþingi síðustu daga og barist þar gegn frumvarpi Dav- íðs Oddssonar um eyðileggingu Norðurljósa. Sama er að segja um Helga Hjörvar, borgarfulltrúa og alþingismann. Hann hefur einnig rætt frumvarp forsætisráðherra, en ekki í Ráðhúsinu, hann hefur gagnrýnt það á þingi. Aðrir borgarfulltrúar hafa ekkert sagt til varnar vinnustöðum hundraða borgarbúa. Flestir þeirra horfa þegjandi á aðförina. Tveir borgarfulltrúar, sem jafnframt eru alþingismenn, eru reyndar framarlega í niðurrifsliðinu, Björn Bjarnason dóms- málaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þeir gera allt sem þeir geta til að vinnustaðir umbjóðenda þeirra verði rústir ein- ar. Til þess voru þeir örugglega ekki kosnir til þeirra trúnaðar- starfa sem þeir eiga að sinna. Úr Ráðhúsi Reykjavíkur heyrist hvorki hósti né stuna. Borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, segir ekkert, borgarráð segir ekkert og borgarstjórn ekki heldur. Á meðan óttast margir borgarar um framtíð sína, afkoman er í óvissu og efasemdir ágerast. Það má vel vera að borgarstjóri og borgarfulltrúar hafi merki- legri störfum að sinna en reyna að vernda einn af stærri vinnustöð- um borgarinnar fyrir óvinveittum yfirvöldum sem fáir fá skilið hvað vakir fyrir. Það hefur ekki tekist að skýra hvers vegna þetta mikla óðagot er nauðsynlegt. Skýringarnar eiga eftir að koma fram. Tjöldin verða dregin frá og sannleikurinn að baki þessari miklu drift stjórnarliðsins á þingi verður opinber. Fjarlægðin milli kjörinna fulltrúa og almennings er mikil og eykst. Það finna allir sem tengjast því máli sem hæst rís. Almenn- ingur hringir og skrifar og hefur uppi stórar og miklar lýsingar um skoðun sína á þeim sem fremstir eru í fótgönguliði forsætis- ráðherra, og á ráðherranum sjálfum. Þeim sem til þekkja dylst ekki að mikið er að gerast í samfélaginu. Það er uppstokkun í stuðningi við menn og flokka. Aldan rís og það er einungis spurn- ing um hversu stór hún verður og hvernig verður umhorfs eftir að hún hefur riðið yfir. Stjórnarmeirihlutinn ætlar hvergi að hvika. Fyrirtækið Norður- ljós skal falla. En eins og fyrr segir hafa ekki komið fram rök um hvers vegna, en þau koma fram, fyrr eða síðar, hin einu og sönnu rök. Auðvitað bregður borgurunum við að þeim sem er treyst til að stjórna borginni skuli láta sem ekkert sé og málið sé þeim óviðkom- andi. Vissulega þarf meirihlutinn að vanda til verka ef draga á úr viðvarandi halla borgarsjóðs. Sterkt atvinnulíf er ein forsenda þess að vel takist með stjórn borgarinnar og það er hetjuskapur að berj- ast gegn óréttlæti. Það ætti borgarstjórn Reykjavíkur að gera, berjast svo hundruð borgarbúa þurfi ekki að lifa í óvissu um fram- tíð atvinnu sinnar. ■ 14. maí 2004 FÖSTUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Meðan Alþingi ætlar að setja lög gegn fjölmennum vinnustað í borginni þegja borgaryfirvöld. Grafarþögn í Ráðhúsinu „Home alone“ ORÐRÉTT Það er þá ekki auðvelt Samviska er fljótandi hugtak og óljóst hvað það merkir. Þó er sagt að stjórnmálamenn eigi að fylgja eigin samvisku. Gunnar Hersveinn blaðamaður. Morgunblaðið 13. maí. Í afneitun? Ég hélt örfáar ræður á þinginu sem mætti telja langar. Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingsmaður. Langar ræður eru mældar í „hjörlum“ en Hjörleifur gerir lítið úr þeirri nafngift; segist aldrei hafa mælt einu orði of mikið. DV 13. maí. Húsbændur og hjú [Helgi Hjörvar alþingismaður] fullyrðir að sú regla sé höfð á Al- þingi að starfsfólk megi ekki sitja við sama borð og þingmenn nema vera sérstaklega boðið það, og það megi ekki vera of kumpánalegt við þingmenn. Þingmaðurinn bendir einnig á að sérstakt borð, með hvítum dúki, skilið frá öðrum borðum með skilrúmi, sé fyrir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þorgrímur Gestsson blaðamaður velt- ir fyrir sér samskiptum á Alþingi. Morgunblaðið 13. maí. Stund hefndarinnar? Flaug í fjórtán tíma til að ögra Davíð Forsíðufyrirsögn í DV um óvænta heimkomu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands. DV 13. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Velja útlenskar Athygli vekur að þrír af fjórum mönnum, sem lýst hafa yfir framboði til embættis forseta Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, eru kvæntir eða í sambúð með erlendum konum. Fjórði frambjóðandinn, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, sem raunar er ekki vitað hvort lætur slag standa, er svo einhleypur. Vekur þetta óneitanlega athygli í ljósi þess að íslensk- ar konur hafa jafnan verið taldar meðal hinna fegurstu og kynþokkafyllstu í heimi - og sumir bæta við að þær séu jafnframt hinar gáfuðustu og skemmtilegustu. Slíkar konur hljóta að eiga erindi á Bessastaði. Og nú vaknar spurningin, hvort eina raun- hæfa svarið við því ástandi sem upp er komið sé ekki að fá konu - íslenska að sjálfsögðu - í forsetaframboð. Hneykslaður ráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er svo hneykslaður á blaðamennsku þeirri sem DV stundar að hann skrifar sérstakan pistil í miðri viku til að láta í ljós óánægju sína með vinnubrögð blaðsins. „Ádrepur, sem ég hef fengið í Baugsmiðlunum undan- farna daga og vikur, eru fleiri en ég get talið eða hef áhuga á að telja,“ skrifar hann. Rekur hann á vefsíðu sinni ýmis dæmi um það sem honum finnst sér- kennilegt og ómálefnalegt í skrifum DV. Skrifar Björn m.a.: „Nú er ég sagður rógberi ..., af því að ég leyfi mér að nota orðin Baugsmiðlar eða Baugstíð- indi hér á síðunni minni. Ég svaraði bréfritara því, að auðvitað réðist það af viðhorfi hvers og eins, hvort slík orðnotkun væri talin mönnum til lasts eða lofs. Ef starfs- menn þessara miðla teldu það rógburð að minna á höfuðeigendur þeirra, segði það meira um hug þeirra til vinnuveitenda síns en annað – mér þætti til dæmis heiður að því að vera sagður af Engeyjarætt, en vissulega kynnu einhverjir að kenna mig við bústað forfeðra minna mér til háðung- ar eða niðurlægingar“. Vanþóknun og velþóknun Björn Bjarnason klykkir síðan út með þessum orðum á vefsíðunni: „Ég læt les- endum síðunnar eftir að meta, hvort DV sé með þessu að þjóna hagsmunum eigenda sinna. Víst er, að þeir, sem eigendunum eru ekki að skapi, fá það óþvegið um blaðið allt. Þá er einnig ljóst á hverjum blaðið hefur velþóknun“. Í DAG Málskotsréttur og stjórnunarstíll BIRGIR GUÐMUNDSSON Sú ákvörðun sem Ólafur Ragnar Grímsson stendur frammi fyrir núna er ekki einföld og trúlega er þetta mikilvæg- asta ákvörðun sem hann mun taka á sínum opinbera ferli. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 24-25 Leiðari 13.5.2004 16:18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.