Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 10
10
15. maí 2004 LAUGARDAGUR
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 110. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 ] VERÐ KR. 295
Halldór SeturDavíð stólinnfyrir dyrnar Bls. 8-9
Eva María Jónsdóttir Barnið gengur fyrir ogKastljós verður að bíða
DV hefur fylgst náið með
þróun mála í Tyrklandi og í blaðinu í dag eru hátt
í fimm síður lagðar undirkeppnina. Við
flytjum nýj-
ustu fréttir
og viðtöl, að
ógleymdri
stigatöflunni
sem við
birtum.
Bls. 23-26
Rafn Jónsson er tilbúinn að kveðja. Í fimmtán ár hefur hannbarist hetjulega við skelfileganhrörnunarsjúkdóm. Hann býstekki við að lifa til jóla en vonast tilað upplifa fimmtugsafmælið sitt í desember.. Bls. 18-19
Grétar líkmaður Báturinn hans sökk rétt fyrir utan Grindavík Bls. 4
Ég vil deyja með reisn
Jónsi tekur
ekki mark
á spám
Undirbýr
eigin jarðarför
Bls. 46
Skrílslæti um
borð í Norrænu
Um 700 unglingar fengu ódýra ferð sem endaði í allsherjar fylliríi. Einn farþega
segir að fjölskyldur í ferðinni hafi nánast ekkert sofið í tvo daga. Smyril Line
hefur þegar ákveðið að ferðir ungmenna verði með öðrum hætti í framtíðinni.
SAMGÖNGUR Allt fór úr böndunum
þegar sjö hundruð unglingar þáðu
ódýrt tilboð Norrænu um vikuferð
frá Þórshöfn til Hanstholm í Dan-
mörku þann 7. maí. Unglingarnir
drukku ótæpilega og starfsmenn
skipsins réðu ekki neitt við neitt.
Fjölskyldur með börn fengu engan
svefnfrið vegna djöfulgangs, tón-
listar og láta segir Sigríður Krist-
insdóttir, farþegi með Norrænu.
Sigríður segir færesku ungling-
ana sem voru á heimleið frá Dan-
mörku hafa verið með skrílslæti og
hamagang.
„Við stoppuðum í tvo daga í Fær-
eyjum en við vorum svo uppgefin
að við gátum ekkert skoðað. Við
sváfum bara,“ segir Sigríður.
Hún segir að starfsmenn Nor-
rænu hafi ekki þorað að hafa barinn
opinn á laugardagskvöldinu og ekki
hafi verið hægt að dansa. „Um 40 til
50 unglingar sneru öllu við. Þau yf-
irtóku skipið. Á morgnana voru
reyklausu gangarnir á fimmtu,
sjöttu og sjöundu hæð fullir af bjór-
dósum, sígarettustubbum og gler-
brotum.“
Sigríður segir að hluti Íslending-
anna hafi óskað eftir því að ræða
við Jónas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóra Norrænu á Seyðis-
firði, við komuna í land. Hann hafi
hins vegar verið í fríi og sé enn.
Samkvæmt færeskum fjöl-
miðlum var tugmilljóna sala á bar
ferjunnar í ferðinni. Stúlka var
heppin að falla ekki útbyrðis þegar
hún lenti í utanáliggjandi björgun-
arbáti skipsins. Maður var settur í
land í Danmörku með áverka eftir
slagsmál og önnur líkamsárás var
tilkynnt til lögreglu í Færeyjum.
Hún handtók í kjölfarið ungan
mann sem hafði gefið samferðar-
manni olnbogaskot fyrir að óska
þess að hann hefði lægra.
Fjölmiðlafulltrúi Smyril Line,
eiganda Norrænu, Kári Durhuus,
segir fyrirtækið hafa borið mikið
traust til unga fólksins þegar ferðin
var auglýst. Þeir hafi hins vegar
gert þrjú meginmistök; hleypt of
mörgum unglingum undir 18 ára
aldri um borð. Þeir hafi síðan
skemmt sér með sér eldra fólki. Að
lokum hafi drukknu fólki verið
hleypt í ferðina. Slík ferð verði
aldrei aftur í boði.
Durhuus vill biðja þá sem ekki
fóru sáttir frá borði að hafa sam-
band við aðalstöðvar Smyril Line.
Þar verði málin leyst.
gag@frettabladid.is
DÓMSTÓLAR Fjórir lögmenn hafa
sóttu um starf héraðsdómara hjá
dómsmálaráðuneytinu en um-
sóknarfrestur rann út í vikunni.
Dómsmálaráðherra mun skipa
í embættið 1. september en dóm-
arinn mun fyrst um sinn ekki eiga
fast sæti við tiltekinn héraðsdóm-
stól. hann mun eiga fyrstu starfs-
stöð við Héraðsdóm Reykjavíkur,
en auk starfa þar mun honum
einnig verða falin verkefni við
aðra héraðsdómstóla.
Þeir sem sækja um embættið
eru: Arnfríður Einarsdóttir, skrif-
stofustjóri við Héraðsdóm
Reykjavíkur, nú settur héraðs-
dómari við sama dómstól, Ásgeir
Magnússon hæstaréttarlögmaður,
Sigrún Guðmundsdóttir hæsta-
réttarlögmaður og Þorsteinn Pét-
ursson héraðsdómslögmaður, sem
starfar nú sem löglærður fulltrúi
sýslumannsins á Selfossi. ■
BJÖRGUN „Unnið er að björgun
Guðrúnar Gísladóttur skref fyrir
skref,“ segir Tor Kristjan Sletner
hjá norsku strandgæslunni, að-
spurður um gang björnunar-
aðgerða en skipið hefur legið á
hafsbotni skammt frá Lofoten í
Noregi í tæp tvö ár.
Tor Kristian sagði að tekist
hefði að koma Guðrúnu á réttan
kjöl á fimmtudag. Í gær var unnið
að undirbúningi til að lyfta skip-
inu af hafsbotni og sagði Tor
Kristian að skiptið gæti jafnvel
byrjað að lyftast á næstu klukku-
tímum þegar Fréttablaðið ræddi
við hann í gær. Eins gæti það tek-
ið nokkra daga eða jafnvel vikur.
Ef tekst að lyfta skipinu frá botn-
inum verður reynt að færa það
nær landi, á minna dýpi, áður en
því verður lyft alveg. Tor Kristian
segir verkefnið flókið og það
verði að hugsa og framkvæma
klukkutíma fyrir klukkutíma.
Hann segir að skemmdir á skipinu
hafi verið lauslega kannaðar og
það sé töluvert skemmt eftir tæp-
lega tveggja ára legu í sjónum.
Skemmdirnar geti sett strik í
reikninginn og kostað að byrja
þurfi björgunina frá grunni. Þó er
stefnt að því að ekki líði meira en
mánuður þar til búið verði að
bjarga skipinu. ■
Björgunin unnin skref fyrir skref:
Guðrún Gísladóttir
komin á réttan kjöl
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Skemmdir á skipinu eru töluverðar og geta
sett strik í reikninginn við björgun þess.
HÉRAÐSDÓMUR
Nýr héraðsdómari mun eiga fyrstu starfs-
stöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Nýr héraðsdómari skipaður 1. september:
Fjórir sóttu um starfið
AF BARNUM Í NORRÆNU
Samkvæmt færeskum fjölmiðlum var
tugmilljóna sala á bar ferjunnar í ferðinni.
Myndin er ekki úr umræddri ferð.
NORRÆNA
Á leið inn í Seyðisfjarðar-
höfn.
10-11 14.5.2004 21:29 Page 2