Fréttablaðið - 15.05.2004, Page 18
18 15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Fyrstu hersveitir Sovétríkjannayfirgefa Afganistan þennan
dag eftir ríflega átta ára
árangurslitlar tilraunir þeirra til
að hernema landið.
Sovésk stjórnvöld sendu
hersveitir til Afganistans í desem-
ber árið 1979. Tilgangurinn var að
styrkja stjórn kommúnista, sem
voru hliðhollir Sovétríkjunum en
áttu í vök að verjast gegn inn-
lendum uppreisnarmönnum.
Næstu átta árin börðust
Sovétmenn grimmilegri og
blóðugri baráttu við íslamska
uppreisnarmenn, sem fyrirlitu
bæði kommúnistastjórnina og
innrásarliðið.
Hvorugur aðili átakanna náði
nokkru sinni yfirhöndinni.
Innrásin reyndist afdrifarík
fyrir Sovétríkin, ekki síður en
fyrir íbúa Afganistans. Talið er að
um 15 þúsund rússneskir her-
menn hafi fallið í Afganistan og
Sovétríkin, sem stóðu veikum
fótum fjárhagslega, áttu erfitt
með að standa undir gífurlegum
herkostnaði.
Sambandið við Bandaríkin
versnaði til muna og Jimmy
Carter Bandaríkjaforseti skipaði
íþróttafólki þjóðar sinnar að
hunsa Ólympíuleikana í Moskvu
árið 1980.
Ófarir Sovétmanna í
Afganistan hafa vafalaust átt sinn
þátt í hruni Sovétríkjanna fáum
árum síðar. ■
Ég mun gera voðalega lítið,“segir Ólafur Örn Bjarnason,
landsliðsmaður í fótbolta, sem spi-
lar nú með norska liðinu Brann.
„Við erum að fara að keppa á sun-
nudaginn á móti Hamkam, þannig
það er ekki hægt að gera margt. Ég
verð auðvitað að horfa á
Júróvisjón og maður heldur nát-
túrlega með Íslendingum, þó svo
maður búi hér í Noregi.“
Hann segist reyndar lítið hafa
fylgst með lögunum í keppninni
hingað til og geti ekki myndað sér
skoðun á norska laginu, því hann
hafi ekki heyrt það. „Ég sá samt
einhverja þætti í sjónvarpinu þar
sem Eiríkur Hauksson var eitt-
hvað að gefa álit sitt á þessu. Svo
verður kannski eitthvað gert eftir
leikinn. Það er haldið upp á
þjóðahátíðardaginn hér 17. maí og
það er aldrei að vita nema við
fáum okkur eitthvað að borða og
tökum nokkra bjóra með.“ Ólafur
segir ekki mikið gert úr því þó svo
að leikmenn séu að drekka í hófi,
svo lengi sem það er ekki gert rétt
fyrir leiki.
Hann segir að það hafi nú
aldrei verið nein stór veisla á
afmælidaginn. „Þegar ég var
yngri voru oft skólaslit á sama
degi. Þegar ég varð eldri var fót-
boltinn að byrja á þessum tíma og
þá var lítið hægt að gera,“ segir
hann og bætir við að það sé nú
aldrei að vita hvað gerist á næsta
ári þegar hann verður þrítugur.
Ólafur hefur verið í Noregi frá
því upp úr áramótum við æfingar
með Brann og segist hafa það bara
mjög gott. Líkt og á Íslandi spilar
meistaradeildin yfir sumartímann
og er liðið hans Ólafs búið að spila
fimm leiki það sem af er af
deildarkeppninni. „Það er svolítill
munur á íslenska og norska fót-
boltanum. Það er allt meira fag-
mannlega gert hérna og miklu
betri æfingar, ekki það að það hafi
verið slæmt heima. Það er bara
meiri peningur í fótboltanum hér
og stærra umfangs og hvernig
þjálfarar og stjórnendur vinna
allir í kring um liðin. Það er aðal-
lega það að þetta er allt mikið
stærra.“ ■
AFMÆLI
ÓLAFUR ÖRN BJARNASON
■ er 29 ára í dag og horfir á
Júróvisjón í Noregi.
MIKE OLDFIELD
Tónlistarmaður og höfundur Tubular Bells
er 51 árs í dag.
15. MAÍ
LEIFAR SOVÉSKA HERNÁMSINS
Ástralskur herforingi skoðar sovéska skrið-
dreka, sem enn í dag eru að grotna niður
í norðanverðu Afganistan.
Heimsveldið hrökklast burt
RÚSSAR YFIRGEFA AFGANISTAN
■ Þennan dag byrjuðu Sovétmenn að
draga herlið sitt burt frá Afganistan
eftir átta ára blóðug átök við
heimamenn og erlenda málaliða.
15. MAÍ 1988
Fylgist með Júróvisjón í Noregi
!"#$%&& '(')*+,
-
AP
/E
M
IL
IO
M
O
R
EN
AT
TI
ÓLAFUR ÖRN BJARNASON OG ÁSGEIR SIGURVINSSON
Fyrsti leikurinn hans í byrjunarliði landsliðsins ágúst í fyrra þegar Íslendingar mættu Færeyjum í Þórshöfn. Hér er landsliðsþjálfarinn að þakka honum fyrir leikinn.
Það er óhætt að segja að vikanhjá Hálfdáni Steinþórssyni,
fyrrverandi stjórnanda spurn-
ingaþáttarins Landsins snjallasti,
og unnustu hans Erlu Björnsdóttir
hafi verið viðburðarík.
„Vikan var nánast yndisleg að
öllu leyti því við eignuðumst
sterkan strák,“ segir hinn nýbakaði
faðir. „Strákurinn valdi sér líka
þennan fína dag, kom í heiminn
060504.“
Hálfdán er að vonum mjög
stoltur af drengnum sem var
fjórtán merkur og rétt rúmir 50
sentímetrar þegar hann kom í
heiminn. „Á þriðja degi heyrðist
mér hann segja Bessastaðir. Ég
var að vísu illa sofinn og þetta
gæti bara hafa verið rop hjá
honum,“ segir Hálfdán og ætlar
drengnum augljóslega stóra hluti
í framtíðinni.
Hálfdán er aftur kominn til
vinnu, á markaðsdeild Skjás eins,
en ætlar að taka lengra fæðingar-
orlof í sumar.
„Eftir þessa lífsreynslu finnst
mér að konur eigi að ganga með
kórónu alla daga því þær eru
gangandi kraftaverk,“ segir hinn
stolti faðir að lokum enda heilsast
móður og barni ágætlega.
VIKAN SEM VAR
HÁLFDÁN STEINÞÓRSSON
■ Fæðing frumburðarins skyggði á allt
annað í vikunni.
Landsins snjallasti pabbi
HÁLFDÁN STEINÞÓRSSON
Sjónvarpsmaðurinn snjalli eignaðist strák í vikunni sem leið. Hann er ekki frá því
að erfinginn sé þegar með hugann við Bessastaði.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
SVEINN SVERRIR SVEINSSON,
Reynigrund 71, Kópavogi,
áður Stafholti, Vestmannaeyjum,
Sigríður R. Júlíusdóttir,
Júlíus Sveinsson Freydís Fannbergsdóttir,
Sveinn S. Sveinsson Margrét J. Bragadóttir,
Ragnar Sveinsson Gunnhildur M. Sæmundsdóttir,
Birgir Sveinsson Steinunn Ingibjörg Gísladóttir,
Finnbogi Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 13. maí.
■ AFMÆLI
Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrum alþingis-
maður, er 39 ára.
Bergsveinn Sampsted markaðsfræðin-
gur er 38 ára.
■ ANDLÁT
Hallgrímur Valgeir Guðmundsson,
Stórholti 47, Reykjavík, lést þriðjudaginn
11. maí.
Pétur Stefánsson, Kjarrhólma 30,
Kópavogi, lést miðvikudaginn 12. maí.
Ragnhildur Magnúsdóttir myndlistar-
maður, Barmahlíð 36, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 11. maí.
Sveinn Sverrir Sveinsson, Reynigrund
71, Kópavogi, áður Stafholti, Vestmanna-
eyjum, lést fimmtudaginn 13. maí.
■ JARÐARFARIR
14.00 Alma Oddgeirsdóttir, Svalbarða,
Grenivík, verður jarðsungin frá
Grenivíkurkirkju.
14.00 Anna Elínórsdóttir, Björk,
Mývatnssveit, verður jarðsungin
frá Reykjahlíðarkirkju.
14.00 Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Hvanneyrarbraut 28b, Siglufirði,
verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju.
14.00 Sigfinnur Karlsson, Hlíðargötu
23, Neskaupstað, verður jarð-
sunginn frá Norðfjarðarkirkju.
18-19 Tímamót 14.5.2004 19:35 Page 2