Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 30
30 15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Ys og þys hefur ríkt í Hafnar-húsinu síðustu daga þar sem út-
skriftarnemar úr myndlistardeild
og hönnunar- og arkitektúrdeild
Listaháskóla Íslands hafa sett upp
verk sín. Næstum sextíu nemar eru
að ljúka námi á þessum brautum
skólans og hafa þeir unnið myrkr-
anna á milli við að klára útskriftar-
verk sín og koma þeim upp á sýn-
inguna. Slíkt gerist hvorki þegj-
andi né hjóðalaust, hróp og köll
óma um húsið, borvélum er beitt á
veggi og loft og hamarshöggin
glymja í eyrum. Þannig hefur það
verið alla vikuna en nú hefur færst
meiri kyrrð yfir sýningarsalina
enda verða þeir opnaðir klukkan
tvö í dag.
Útskriftarsýning LHÍ hefur
löngum þótt með ferskari og
skemmtilegri myndlistar- og hönn-
unarsýningum ársins enda lista-
fólk framtíðarinnar á ferðinni og
að mestu laust við klisjur og for-
dóma.
Ævintýri
Lengi vel var útskriftarsýning-
in haldin í húsi Listaháskólans við
Laugarnesveg og var ævintýri lík-
ast að ganga þar um sali. Nemend-
um var gefinn laus taumurinn við
uppsetningu verka enda húsið
þess eðlis að óhætt var að gera
næstum hvað sem var. Í fyrra var
sýningin færð í fyrsta sinn í Hafn-
arhúsið en þar gildir lögmál lista-
safna með tilheyrandi reglum og
umgengnissiðum. Fyrir vikið
þurfa nemendur að laga sig að
hinu viðtekna og öðlast við það
hæfni og reynslu við uppsetningu
verka í viðurkenndu sýningar-
rými. Sýningin nú er engu minna
ævintýri, hugmyndaauðgi lista-
mannanna nýútskrifuðu er engin
takmörk sett.
Forvitni, skilningur, áræðni... er
yfirskrift sýningarinnar en segja
má að flest rúmist innan þessara
hugtaka og fólki því gefinn laus
taumurinn.
Gufubað og lífrænn gettó-
blaster
Athygli vekur hversu fáir nem-
endur í myndlistardeild spreyta sig
á hefðbundnu málverki. Aðeins
þrjú slík má finna á sýningunni.
Hins vegar er óvenju mikið af
vídeóverkum auk þess sem mörg-
um skúlptúrum og konseptverkum
bregður fyrir. Þá er nokkuð um
ljósmyndaverk á sýningunni.
Lýsingar verkanna eru á borð
við: Jeppi í fullri stærð, með
heimatilbúnum spojlerum og
skrauti, endurgerður bíll úr
pappakössum, í fullri stærð, gufu-
bað, sölubás og vídeóverk með
grænlenskri hefð.
Hönnunarnemar stinga víða
niður fæti og má segja að þeir not-
ist við allt sem nöfnum tjáir að
nefna í verkum sínum. Meðal
verklýsinga má nefna dósapressu,
tengslatré/ættartré, spil fyrir
óþægar stelpur, kúst sem er líka
gítar og gerir heimilisstörfin
skemmtilegri, handbók í mótmæl-
um og lífrænan gettóblaster.
Garðarshólmi
Böðvar Gunnarsson hafði ætl-
að sér að hefja myndlistarnám frá
því að hann var unglingur en lét
ekki verða af því fyrr en fyrir
þremur árum, þá 28 ára að aldri.
Fyrst fór hann og skoðaði heiminn
og hóf raunar fornám í Lundún-
um. „Það var svo einhver heimþrá
sem rak mig heim,“ segir hann,
„og hún hafði líka áhrif á útskrift-
arverkið mitt“. Verkið heitir
Garðarshólmi og samanstendur af
nokkrum tugum ljósmynda sem
teknar eru vítt og breitt um land-
ið. „Ég ferðaðist um landið í vetur
en það hafði ég í raun aldrei gert
áður. Ég var því að kynnast land-
inu í fyrsta sinn, hafði bara séð
Akranes, höfuðborgarsvæðið og
Reykjanesskagann áður.“
Þótt Böðvar beiti myndavélinni
í útskriftarverkinu er ekki þar
með sagt að hún verði hans vopn í
listinni í framtíðinni. „Það skiptir
eiginlega ekki máli hvaða tæki
maður notar. Ég gríp bara til þess
sem hugmyndin biður um,“ segir
hann.
Þegar Böðvar er beðinn um að
segja frá einni ljósmynd velur
hann mynd sem sýnir bókakili.
„Þetta er mynd sem var tekin í
gömlu húsi á Flateyri. Þar hefur
ekki verið búið í 30 ár en allt stend-
ur óhreyft.“ Í húsinu var bæði búð
og íbúð. „Þarna var nýlenduvöru-
verslun sem hét Bræðurnir Eyj-
ólfsson,“ segir Böðvar. Verslunin
var á neðri hæðinni en uppi var
íbúð. „Það var skrítið að koma inn á
heimili sem er í raun ekki heimili.
Öllu hefur hins vegar verið vel við
haldið og mér skilst að það standi
til að opna þarna safn.“
Böðvar veit ekki hvar og
hvenær hann mun vinna sigra á
listasviðinu í framtíðinni en næst á
dagskrá er að opna nýtt gallerí á
Hverfisgötunni, Gallerí 101, í sam-
vinnu við Ingibjörgu Pálmadóttur
athafnakonu.
Á mínum forsendum
„Ég er með vídeó- og tónlistar-
verk og er að fjalla um draum-
kennt ástand,“ segir Þórunn
Maggý Kristjánsdóttir, sem dags
daglega er kölluð Dodda Maggý.
Hún gerir allt sjálf, semur og spil-
ar tónlistina, tekur upp myndband-
ið og klippir það, auk þess að leika
í því sjálf. Hún vill sem minnst
segja um vídeóverkið: „Það má
ekki segja neitt um þetta annað en
að ég er að vinna með sjónræna
upplifun á frásagnarkenndan hátt
án þess að segja of mikið. Ég gef
ýmislegt í skyn en svo er það bara
áhorfandans að taka ákvörðun,
ákveða hvert ég er að fara með
þetta.“ Sjálf hefur hún auðvitað
sínar hugmyndir um þetta allt
saman en henni finnst mikilvægt
að gefa áhorfandanum frelsi til að
upplifa verkið.
„Ég lærði á flautu en hætti því
og fór að semja mína eigin tónlist á
píanó,“ svarar hún aðspurð um
tónlistina. „Ég sem tónlistina al-
gjörlega á mínum forsendum því
ég hef ekkert lært í þeim efnum.
Ég leyfi þessu bara að njóta sín á
sinn hátt og vinn þetta bara af
fingrum fram.“
Doddu Maggý dreymir um að
komast í kvikmyndanám og bíður
svara frá erlendum skólum. „Það
er kominn tími til að vinna að viða-
meiri verkum og þá með fólki,“
segir hún en fram að þessu hefur
hún unnið ein að verkum sínum.
Og hún lætur vel af árunum
þremur í LHÍ. „Þetta er rosalega
góður skóli. Námið er þroskandi og
maður finnur eftir þriðja árið hvað
maður vissi í raun lítið þegar mað-
ur byrjaði.“
Sjónum beint að myndmáli
„Sleppur oft en naumlega“ er
yfirskrift verks Gerðar Guð-
mundsdóttur og það birtist á
nokkrum veggspjöldum, forsíðum
dagblaða og tímarita og á umbúð-
um. „Ég er að skoða hvaða áhrif út-
lit og myndmál hafa á skilning okk-
ar og meðtöku á skilaboðum,“ segir
Gerður. „Ég vann fyrst með Morg-
unblaðið, DV og Fréttablaðið og
skoðaði mismunandi leturgerðir
blaðanna og velti fyrir mér hvaða
merkingu blöðin vildu ná fram. Síð-
an tók ég tímarit og loks þekktar
auglýsingar og umbúðir.“ Inn á alla
þessa fleti hefur hún skeytt orðun-
um „sleppur oft en naumlega“ og
það er áhorfandans að skoða,
spegúlera og móta afstöðu.
„Ég sá þessi orð í frétt í Frétta-
blaðinu. Þetta var fyrirsögn fréttar
um Osama bin Laden en ég var
bara að leita að fyrirsögn sem væri
almenn og gæti átt við margt.“
Með því að nota alltaf sömu
setninguna í mismunandi sam-
hengi vill Gerður færa fólk frá orð-
unum sjálfum og beina sjónum
áhorfenda að myndmálinu. „Hug-
myndin er að fólk velti fyrir sér
hvernig við meðtökum mismun-
andi útlit.“
Sjálf er hún fámál þegar hún er
spurð hvort henni finnist margt af
þessu sleppa naumlega en segir þó:
„Ég er líka að velta fyrir mér klisj-
um í grafískri hönnun og í mynd-
máli almennt. Af hverju er alltaf
svipað útlit þegar verið er að aug-
lýsa sömu eða svipaða hluti?
Kannski þetta þjóni bara allt sínum
tilgangi, kannski undirmeðvitundin
spili þarna inn í, við búum kannski
yfir lærðri þekkingu á útlit.“
Gerður segir námið hafa verið
lærdómsríkt og skemmtilegt en
framtíð hennar er óráðin. „Ætli ég
vinni ekki smá og læri svo meira.
Það er alltaf hægt að læra meira.
Ég held ég verði aldrei búin að
því.“
Útskriftarsýning LHÍ opnar í
dag klukkan 14.00 og stendur til 31.
maí. Opið er daglega frá 10-17 og
aðgangur er ókeypis.
bjorn@frettabladid.s
Forvitni,
skilningur, áræðni...
Ferskleiki og fjölbreytni er í fyrirrúmi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þar sem útskriftarnemar úr myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands sýna verk sín. Allt er leyfilegt og greinilegt að listafólk framtíðarinnar er í meira lagi hugmyndaríkt.
ÁN TITILS
Hluti af verki Halldóru Óla,
áhorfandi sest í stól, hlýðir á
hljóð og horfir á skyggnimyndir.
GARÐARSHÓLMI
Böðvar Gunnarsson við ljósmyndirnar sem
hann tók á ferðalagi sínu um landið.
Á IÐI
Margs gætir í verki Doddu Maggýar sem
bæði vinnur með hljóð og mynd.
SLEPPUR OFT EN NAUMLEGA
Gerður Guðmundsdóttir spyr hvaða áhrif
útlit hefur á merkingu skilaboða.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/STEFÁN
Ég var því að kynn-
ast landinu í fyrsta
sinn, hafði bara séð Akra-
nes, höfuðborgarsvæðið og
Reykjanesskagann áður.
,,
30/43 (30-31) LHÍ 14.5.2004 15:20 Page 2