Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 31
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 317 stk.
Keypt & selt 46 stk.
Þjónusta 53 stk.
Heilsa 10 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 29 stk.
Tómstundir & ferðir 12 stk.
Húsnæði 51 stk.
Atvinna 30 stk.
Tilkynningar 4 stk.
Farangursbox fyrir alla í vor
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 15. maí,
136. dagur ársins 2004.
Reykjavík 4.12 13.24 22.39
Akureyri 3.37 13.09 22.43
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þú færð líka
allt sem þig vantar á
Tímon Davíð Steinarsson er mikill
bílaáhugamaður og keypti sér fyrir níu
mánuðum draumabílinn sem er Nissan 300
ZX, sporttýpa. „Þetta er tveggja sæta
sportbíll með T-toppi sem þýðir að það er
glerþak sem ég get tekið af,“ segir Tímon.
„Bíllinn hefur verið á verkstæði af því ég
var að láta taka upp vélina, sem er 230
hestöfl V6, þriggja lítra, sem þýðir að ég
er ekki nema sjö sekúndur upp í hundrað-
ið.“
Tímon segist löngu kominn með fiðring
í bensínfótinn og hlakkar til að fá bílinn á
götuna. „Hann verður kominn á götuna í
dag eða morgun og svo ætla ég að reyna að
komast til Akureyrar 17. júní og skarta
honum þar á bíladögum.“
Tímon segir að allir bílarnir hans hafi
verið með einhvers konar sportlúkki, en
hann aftekur með öllu að hann noti bílinn
til að pikka upp stelpur. „Það gera það
auðvitað sumir sem eru desperat, en ég er
ekki í þeim hópi.“
Það er ekki hægt að skilja við Tímon án
þess að ræða aðeins um nafnið hans, en
hann lét breyta því fyrir tveimur árum úr
Davíð Páll í Tímon Davíð. „Þetta er úr
Lion King, Tímon og Púmba,“ segir hann
til skýringar. „Sumum finnst þetta fyndið,
en öðrum bara fáránlegt. Vinur minn
heitir Jasmín og okkur fannst þetta að
minnsta kosti mjög skondið.“
Tímon sótti löglega um nafnabreyting-
una og fékk hana samþykkta og nú gengur
hann undir þessu nafni nema hvað nánasta
fjölskylda kallar hann enn Davíð.
„Mömmu fannst ég skiljanlega létt-
bilaður,“ segir Tímon, „en þetta venst.“
edda@frettabladid.is
Flotti bíllinn minn:
Ekki til að pikka upp stelpur
Tímon Davíð Steinarsson er að fá sportbílinn sinn á götuna og er löngu kominn með fiðring í bensínfótinn.
Smáauglýsingar
á 750 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Daewoo Matiz skr. 04/2000 ek. 54.000
til sölu. Beinskiptur, rafdr. rúður. Yfir-
taka á láni + 200 þús. Afb. kr. 10.000 af
láni. Verð samtals 483.000 Uppl. í síma
557 3977 & 897 1877.
Til sölu 20 feta bátur og löglegur vagn
á fjöðrum. Vél 200 hp Volvo Penta
dísel. Ganghraði 43 mílur. Aðeins 15
mín. Reykjavík, Akranes. Það þarf engin
réttindi á þennan bát. Í 100% lagi. Verð
1,5 milljón. S. 869 3445.
Coleman Redwood 2001. Mjög vel
með farið. Upphækkað. Verð 830 þ., fer
á 780 þ. staðgr. Upplýsingar í síma 691
9966. Til sýnis í Grafarvogi.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Liggur í loftinu
FYRIR BÍLA
Bætt umferðarmerki og vega-
merkingar myndu fækka umferð-
arslysum mest af öllu
samkvæmt könnun
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda,
FÍB, sem
framkvæmd var
á vef þess fib.is. 43% þátttakenda
töldu að bætt umferðarmannvirki
og vegmerkingar væru það atriði
sem eitt og sér myndi skila mest-
um árangri. Næstflestir, eða 28%,
töldu að aukin löggæsla og hert
viðurlög við umferðarbrotum
dygðu best.
Bensínverð hækkar og eru
aukin eftirspurn Kínverja, lág
birgðastaða í Bandaríkjunum og
stríðsástand í Mið-Austurlöndum
helstu ástæðurnar að því er fram
kemur á vef FÍB.
Heimsmarkaðsverð á olíu er nú
það hæsta í 13 ár. Það mun
halda áfram að hækka í kjölfar
frétta af styrjaldarástandi og
ofbeldisverkum í Írak og fyrir
botni Miðjarðarhafs og lágri
birgðastöðu í Bandaríkjunum.
Konur eru betri bílstjórar en
karlar samkvæmt nýrri breskri
samantekt á orsökum bílslysa. Í
henni kom í ljós að karlmenn voru
88% þeirra sem dæmdir voru fyrir
brot á umferðarlögum í Wales og á
Englandi árið 2002.
Innanríkisráðuneytið breska sem
sendi þessar upplýsingar frá sér í
vikunni varar þó konur við að
verða of ánægðar með niður-
stöðurnar, þær sýna nefnilega líka
að slysum af völdum kvenna fjölg-
ar stöðugt.
bilar@frettabladid.is
31 (01) Allt forsíða 14.5.2004 15:59 Page 1