Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 33

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 33
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 Árgerð 1981. Fyrst skráður á Íslandi 13.09.1985. Vél: 3,0 l, 150 kw 204 hp Beinskiptur 5 gíra. Power bremsur með diskum að framan og aftan. Felgur: Framan: 7 x 16 Aftan: 9 x 16. Dekk: Framan: 225 / 50 R 16. Aftan: 245 / 45 R 16. Bíll í sérflokki. VERÐ: 2.850.000 STAÐGREITT. PORSCHE 911 SC, TURBO LOOK Ekinn: 144.730 km frá upphafi. Akstur síðustu ár: 1998: 7366 km 1999: 0 km 2000: 0 km 2001: 655 km 2002: 395 km 2003: 470 km Volkswagen Touareg: Gríðarleg eftirspurn Volkswagen-jeppinn, Touareg, hefur slegið í gegn og eru biðlist- ar eftir bílnum sums staðar lang- ir. Bíllinn var frumsýndur á Ís- landi í árslok 2002 en Hekla var fyrsti umboðsaðilinn í heiminum til að frumsýna bílinn, sem var gert í tilefni þess að 50 ár voru þá liðin frá því að byrjað var að flytja inn Volkswagen. Sala á bíln- um hófst í janúar 2003. „Framleiðendur óskuðu eftir áætlun um sölu á bílum fram í tímann en sums staðar var ekki gert ráð fyrir jafn mikilli eftir- spurn og raunin varð,“ segir Jón Trausti Ólafsson hjá Heklu. „Það er sérstaklega ný dísilvél R5 TDI sem hefur selst ótrúlega vel. Svo vel að í Hollandi væri 10 ára biðlisti eftir slíkum bíl ef fólk hefði þolinmæði til að bíða svo lengi. Hér á landi fundum við strax fyrir stórgóðum viðtökum á þessum bílum og gerðum frá upphafi ríflegar pantanir. Þess vegna fáum við þrjá til fjóra bíla á mánuði með þessari vinsælu dísilvél.“ Eftirspurnin eftir bílum með V10 TDI er einnig mikil. „Sú vél skilar 313 hestöflum og er öflug- asta dísilvél í fjöldaframleiddum fólksbíl í dag. Hekla hefur selt um 10 slíka bíla nú þegar.“ Það sem af er ársins hafa verið skráðir um 25 VW Touareg og eru Heklumenn mjög ánægðir með söluna. VW Touareg er margverðlaun- aður. Hann hefur fengið gullna stýrið og verið valinn jeppi ársins á fjölmörgum mörkuðum.■ Spurningin Örugglega 25 og Bensinn var bestur! Halla Arnar Hversu marga bíla hefurðu átt? Nissan 350Z Nissan 350Z sportbíll af glæsilegustu gerð var frumsýndur hjá Ingvari Helgasyni í gær. Fjölmargir mættu til þess að kíkja á gripinn, sem er afar glæsilegur eins og myndirnar sína. Bíllinn sló í gegn þegar hann var frumsýndur í Bretlandi, 320 bílar seldust fyrstu 2 klukkutímana. Bílarnir eru búnir 3500 cc 6 cylindra vélum sem skila 280 hestöflum. [ FRUMSÝNING ] 32-33 (02-03) Allt bílar 14.5.2004 15:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.