Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 59

Fréttablaðið - 15.05.2004, Side 59
47LAUGARDAGUR 15. maí 2004 Tekið verður við umsóknum nýnema til náms í Háskóla Íslands háskólaárið 2004-2005 til 5. júní 2004. Umsóknareyðublöð er hægt að prenta út af vefnum eða fá þau afhent hjá Nemendaskrá í Aðalbyggingu. Frá 24. maí gefst kostur á rafrænni umsókn á vefsíðu Háskólans, www.hi.is. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af stúdents- prófsskírteini. Senda má umsókn og fylgigögn í pósti til Nemendaskrár Háskólans. Umsækjendur sem sækja um á vefnum senda fylgigögn í pósti. Þeir sem ljúka stúdentsprófi í vor sæki um fyrir 5. júní og skili fylgigögnum jafnskjótt og þau liggja fyrir. Upplýsingar um nám er að finna í Kennsluskrá Háskóla Íslands 2004-2005 á www.hi.is og í prent- aðri útgáfu sem liggur frammi í Nemendaskrá. Umsóknarfrestur rennur út 5. júní n.k. Afgreiðsla umsókna og staðfesting Stefnt er að því að afgreiðslu umsókna verði lokið fyrir 30. júní. Öllum umsóknum verður svarað. Þeim sem býðst skólavist fá sendan greiðsluseðil skrásetningargjalds kr. 32.500.- Skrásetning til náms við Háskóla Íslands tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins innan þeirra tímamarka sem fram koma á greiðsluseðli. Skrásetningargjaldið er ekki endurkræft. Inntökuskilyrði Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Almennt er áskilið að stúdentspróf sé af bóknámsbraut, en deildir geta með samþykki háskólaráðs ákveðið að falla frá því skilyrði eða bundið aðgang að námsgreinum frekari skilyrðum um undirbúning. Sjá nánar á www.hi.is. Fjöldatakmörkun Í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið inntökupróf 21.-22. júní 2004, sjá nánar sérstaka auglýsingu í dagblöðum og upplýsingar á heima- síðu læknadeildar www.hi.is/nam/laek. Í hjúkrunarfræðideild og tannlæknadeild eru samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember. Fyrirvari er gerður um mögulega fjöldatakmörkun í fleiri greinum. Háskóli Íslands – Nemendaskrá Aðalbyggingu við Suðurgötu - 101 Reykjavík Sími 525 4309 – nemskra@hi.is – www.hi.is Opið virka daga kl. 10-15. UMSÓKNIR NÝNEMA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS 2004-2005 Umspil í 1. deild: Palace vann FÓTBOLTI Crystal Palace vann Sunderland 3-2 á heimavelli í fyrri viðureign þeirra í keppni fjögurra félaga um sæti í úr- valsdeildinni á næsta ári. Marcus Stewart kom Sunder- land yfir með marki úr víta- spyrnu á 50. mínútu en Neil Shipperley jafnaði tveimur mínútum síðar. Danny Butter- field náði forystunni fyrir Palace á 63. mínútu þegar hann skoraði með skoti af 30 metra færi. Sex mínútum fyrir leiks- lok jafnaði Kevin Kyle fyrir Sunderland en Andrew Johnson skoraði sigurmark Palace þremur mínútum síðar. Sunderland og Crystal Palace mætast að nýju í Sund- erland á mánudag en sigur- vegarinn leikur til úrslita við Ipswich eða West Ham laugar- daginn 29. maí. ■ HELENA ÓLAFSDÓTTIR „Það var margt jákvætt í leik liðsins og það munum við nýta okkur í framhaldinu.“ Jafntefli hefði verið sanngjarnt Englendingar sigruðu Íslendinga 1-0 í vináttuleik í gærkvöldi. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik í gærkvöldi. Fara Williams, leikmaður Charlton Athletic, skoraði eina mark leiks- ins fimm mínútum fyrir leikhlé. „Fyrri hálfleikur fór svolítið í að átta sig á hlutunum og mér fannst við ekki nógu duglegar við að halda boltanum innan liðsins,“ sagði Helena Ólafsdóttir lands- liðsþjálfari. „Við vorum að flýta okkur svolítið mikið í aðgerðum. Í seinni hálfleik fannst mér allt annar bragur á liðinu. Við spiluð- um boltanum betur og þorðum að halda honum meira. Það var svekkjandi að tapa þessu 1-0 en það var margt jákvætt í leik liðs- ins og það munum við nýta okkur í framhaldinu.“ „Við fengum svona fimm, sex mjög góð færi, kannski svipað mörg og þær,“ sagði Helena. „Þess vegna er ég svekkt með þetta tap því jafntefli hefði verið sanngjarnt í þessum leik fannst okkur.“ Englendingar gerðu sex breyt- ingar á liði sínu eftir leikhléið. Var einhver styrkleikamunur á liðunum sem léku fyrir og eftir hlé? „Ég átta mig ekki alveg á því,“ sagði Helena. „Það hefur eðlilega einhver áhrif þegar sex mönnum er skipt inn á en ég held að þessi hópur þeirra sé það breið- ur að þær eigi að þola það án þess að liðið verði mikið lakara.“ „Þegar við áttuðum okkur á hraðanum þá fannst mér við vaxa inn í leikinn. Þessi hraði og tími sem við fáum í leik eins og þess- um er ekki nándar nærri sá sami og heima. Það tekur sinn tíma að átta sig á því og svo má ekki gleyma því að við erum að hefja okkar tímabil en þær ekki.“ „Við erum að leggja upp marga nýja hluti sóknarlega og það hafa orðið breytingar á liðinu og mér fannst breytingar að mörgu leyti ganga upp fyrir utan það að klára ekki færin. Ég sá leikinn sem liðin spiluðu í Birmingham fyrir tveim- ur árum og hann var ekki eins op- inn og þessi. En það hafa orðið breytingar á báðum liðum frá þeim tíma. Mér fannst liðið í heildina mjög duglegt og það gafst aldrei upp.“ Lið Íslands í gær: Þóra B. Helgadóttir - Íris Andrésdóttir (Málfríður Sigurðardóttir 46.), Björg Ásta Þórðardóttir, Erla Hendriksdóttir (fyrirliði), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir - Edda Garð- arsdóttir (Dóra Stefánsdóttir 75.), Erna B. Sigurðardóttir (Rakel Logadóttir 57.), Hólmfríður Magnúsdóttir (Dóra María Lárus- dóttir 80.), Margrét Lára Viðars- dóttir, Laufey Ólafsdóttir - Olga Færseth. Leikurinn fór fram á London Road vellinum í Peterborough að viðstöddum 2.762 áhorfend- um. ■ Einn ótrúlegasti endir allra tíma þegar Lakers sigraði Spurs í fimmta leiknum: „Í þessi sekúndubrot sem ég flýt“ KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers unnu hreint út sagt ótrúlegan, 73-74, sigur á San Antonio Spurs þegar liðin mættust fimmta sinni í undan- úrslitum Vesturdeildar NBA-körfu- boltans í Texas. Þar með er Lakers komið yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri í næsta leik sem fram fer í Los Angeles. Þrátt fyrir að missa niður 16 stiga forskot sem liðið hafði í þriðja leikhluta og það að skora aðeins 12 stig í lokaleikhlutanum tókst Lakers samt sem áður að landa sigri og það segir sitthvað um hvernig þessi leikur var. Tim Duncan skoraði makalausa körfu úr fáránlega erfiðu færi með Shaquille O’Neal í andlitinu, þegar aðeins 0.4 sekúndur voru eftir og allt varð gjörsamlega vitlaust í höllinni og sigur í sjónmáli hjá heima- mönnum. Raunin varð önnur. Gary Payton tók innkastið fyrir Lakers og leikmenn San Antonio gerðu allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að Kobe Bryant fengi boltann og það tókst. Hins vegar fékk Derek Fisher, af öllum, boltann og skoraði sigur- körfuna yfir Manu Ginobili með öðru ótrúlegu skoti á þessum blessuðu sekúndubrotum og þar með lauk einum magnaðasta leik allra tíma. Kobe Bryant var stigahæstur á vellinum og skoraði 22 stig en næstur honum hjá Lakers kom Devean George með 16. Tröllkarlinn Shaquille O’Neal skoraði aðeins 11 stig sem er í það allra minnsta hjá honum en hann bætti það upp með 11 fráköstum og þremur vörðum sko- tum. Karl Malone skoraði sjö stig og reif niður 12 fráköst og kannski hann nái loksins að draga hring á fingur - glóandi gull. Tim Duncan var atkvæðamestur heimamanna með 21 stig og 21 frákast auk þess að verja fjögur skot. Tony Parker skoraði 15 stig og gaf sex stoðsendingar og Devin Brown setti niður 11 stig. Núna er San Antonio liðið komið upp að þessum fræga vegg og þá kemur í ljós úr hverju leikmenn liðsins eru gerðir. ■ DEREK FISHER Fagnar hér sigurkörfu sinni ásamt Byron Russell, í þessum ótrúlega leik gegn San Antonio Spurs. Með sigri í næsta leik er Lakers komið í lokaúrslitin. 58-59 (46-47) Sport 14.5.2004 21:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.