Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 Diana og Simon frá Slóveníu,sem duttu úr leik með lag sitt Stay Forever í undankeppni Júró- visjón, giftu sig daginn eftir keppnina. Athöfnin fór fram á litlu eyjunni Bosporus í Tyrklandi og var þeim hin besta sárabót eftir vonbrigðin frá því deginum áður. Giftingin kemur kannski lít- ið á óvart því þau Diana og Simon kysstust innilega uppi á sviði er þau fluttu Stay Forever. Þau höfðu verið saman í fimm ár áður en þau ákváðu að ganga í hjóna- band. ■ ■ JÚRÓSVISJÓN INNILEGUR KOSS Diana og Simon kyssast uppi á sviði í Ist- anbúl. Þau eru nú hamingjusamlega gift. AP /M YN D BIRGITTA HAUKDAL „Fulltrúar þjóða eru heimsfrægir í heila viku. Þetta var mitt ævintýri í fyrra og er heimur Jónsa í ár.“ ■ JÚRÓSVISJÓN Stolt af því að vera Íslendingur Birgitta Haukdal, sem söng Ís-land eftirminnilega inn til úr- slita í Riga og forveri Jónsa júróvisjónfara í ár, hefur fylgst með framvindu mála símleiðis undanfarna daga og segir teymið í sjöunda himni. „Ég veit að Jónsi á eftir að njóta keppninnar í botn. Hann flytur þetta fallega lag af mikilli tilfinningu og orkan geisl- ar frá honum. Leyndarmálið ligg- ur ekki í færasta flytjanda heims, heldur tilfinningunni sjálfri. Söngurinn þarf að ná til hjartans, ekki bara til eyrans.“ Birgitta segir þann heiður að flytja framlag íslensku þjóðar- innar fyrir allri Evrópu einstaka upplifun og stoltust hafi hún ver- ið yfir þeirri staðreynd að vera Íslendingur á síðasta ári. Stuðn- ingur þjóðarinnar hafi skilað sér út og skipt sköpum í keppni. „Dagar mínir í Riga eru skemmti- legasta vika sem ég hef upplifað. Ég var prinsessa hið ytra og steig beint inn í ævintýri. Þetta er afar óraunverulegur heimur. Fulltrú- ar eru heimsfrægir í heila viku. Þetta var mitt ævintýri í fyrra og er heimur Jónsa í ár.“ Aðspurð hvaða glímu fulltrúar lands og þjóðar hái hið ytra, segir Birgitta æfingar taka upp mestan tíma. „Það er enginn dans á rósum að vera aðalmanneskjan. Þetta er full vinna og keppandi má ekki leyfa sér neitt kæruleysi. Djamm er af dagskrá, þú ferð í rúmið klukkan níu og fram úr klukkan sex. Þetta er stíft prógramm, en maður vill standa sig. Um það snýst keppnin.“ Birgitta segir keppendur sjálfa hafa lítinn tíma til upplifunar. „Það gefst enginn tími til að velta lokastundinni fyrir sér. Hugurinn er bundinn augnablikinu og næstu æfingu. Við fórum gegnum hverja gen- eralprufuna á fætur annarri í fyrra og ég hugleiddi ekki keppn- ina fyrr en á lokakvöldinu.“ Þjóðin titraði af spenningi þegar Birgitta Haukdal steig á svið fyrir hönd íslensku þjóðar- innar í fyrra, fyrst keppenda á svið og sjálfri stóð henni ekki á sama. „Mér fannst sem ég bæri ábyrgð á framhaldinu, því ég opn- aði keppnina. Ef ég myndi klúðra upphafsatriðinu, gætu áhorfend- ur einfaldlega slökkt á sjónvarp- inu. Ég hélt líka að enginn myndi eftir mér þegar að kosningu kæmi. En þarna var ég komin alla leið til Riga og fór ekki í þetta ferðalag til að vera stressuð. Svo ég dró bara djúpt andann og skemmti mér eins vel og ég gat. Eftir á var ég svolítið hissa, því ég fann aldrei fyrir ótta á sviði.“ En tárin komu þó á endanum og skelfingin hvolfdist yfir Birgittu þegar atriði hennar var lokið og heimsóknin í græna herbergið rann upp. „Þarna sat maður og beið úrslita. Á þessu augnabliki fór ég að efast um eigin frammi- stöðu. Ég var hrædd um að hafa ekki staðið mig og að Íslendingar yrðu fyrir vonbrigðum. Þegar stigin hófu svo að streyma inn, sat ég einfaldlega í öðrum heimi. Þakklætið yfir stigunum tólf kom ekki yfir mig fyrr en keppni var lokið. Slíkt var stressið.“ ■ Giftu sig eftir keppnina FRÉTTATILKYNNING Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun leika fyrir dansi í danshúsinu Ásgarði í Glæsibæ í kvöld. Húsið opnar kl.22.00 og stendur dansleikur til 03.00 LÁTTU SJÁ ÞIG ! 60-61 (48-49) Fólk-myndasaga 14.5.2004 20:06 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.